Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Page 10

Skessuhorn - 18.09.2019, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201910 Í síðustu viku birtist vísindagrein í ritinu Molecular Biology and Evolution, þar sem færðar eru sönn- ur á að á Íslandi var sérstakur stofn rostunga sem dó út skömmu eft- ir landnám. Niðurstaðan er fengin með DNA-rannsókn á hvatberum úr tönnum, beinum og hauskúp- um 34 rostunga, sem fundist hafa á Íslandi, 800 til 9000 ára göml- um. Þeir mynduðu sérstakan erfða- fræðilegan stofn íslenskra rostunga. Eitt þekktasta og stærsta rostun- gavé hér við land var líklega á fjör- unni við Ytri Garða í Staðarsveit. Þar fannst m.a. árið 2015 heilleg hauskúpa rostungs sem þótti afar merkilegur fundur á sínum tíma. Rannsóknir vísindamanna hafa meðal annars leitt í ljós að nokkrir vel tenntir rostungshausar og stak- ar rostungstennur sem fundust við Barðastaði í Staðarsveit árið 2008 hafi leitt í ljós að þau bein eru 2100 til 2200 ára gömul, það er frá því einni til tveimur öldum fyrir fæð- ingu Krists. „Ekki er að efa að þessi niður- staða kyndir undir tilgátu manna um að upphaflega hafi landnám Ís- lands tengst rostungaveiðum, að landið hafi verið einhvers konar út- stöð eða verstöð til veiðanna jafnvel í langan tíma, áður en menn settust hér endanlega að. Staðfest er að ís- lenski rostungurinn hafi verið hér við land frá því um 7000 fyrir Krist og fram til um 1200, þegar land- ið var fullsetið. Útdauði íslenska stofnsins gæti þannig verið elsta dæmið um útdauða af völdum of- veiði, en tennur, húðir og lýsi rost- unga voru verðmæt verslunarvara á Víkingaöld,“ segir í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun. Fjórir íslenskir vísindamenn eru meðal höfunda greinarinnar: Snæbjörn pálsson erfðafræðingur, Bjarni F. Einarsson fornleifafræð- ingur, Ævar petersen dýrafræð- ingur og Hilmar J. Malmquist for- stöðumaður Náttúruminjasafns Ís- lands. Aðrir höfundar eru danskir og hollenskir. mm/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Fyrrum gjaldkeri Ungmenna- félags Grundarfjarðar hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyr- ir fjárdrátt. Er manninum gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega 12 milljónir króna af reikningum félagsins á sex ára tímabili. Morg- unblaðið greindi frá. Jafnframt er maðurinn ákærður fyrir peninga- þvætti, með því að hafa nýtt féð sem hann dró sér í eigin þágu. Maðurinn var ólaunaður stjór- narmaður UMFG um langt skeið og þar á meðal gegndi hann stöðu gjaldkera. Samkvæmt ákæru er tal- ið að hann hafi dregið sér samtals 12.337.897 krónur í 248 mil- lifærslum yfir sex ára tímabil. peningana flutti hann af fjórum reikningum ungmennafélagsins yfir á sína eigin, eða reikninga ófjárráða dóttur sinnar. Fyrstu millifærslurnar sem ákært er fyrir voru framkvæmdar í mars 2011. Færði maðurinn reglulega tugi þú- sunda af reikningum ungmennafé- lagsins fram í október 2017. Hæs- tu einstöku millifærslurnar hljóða upp á 250 þúsund krónur, að því er fram kemur í frétt Morgun- blaðsins. kgk/ Ljósm. úr safni. Heimamenn og gestir í Stykkis- hólmi gripu í byrjun síðustu viku í læstan hurðarhún þegar þeir ætl- uðu í Bensó, einu sjoppuna í bæjar- félaginu. Þurftu þeir því að aka til Grundarfjarðar til kaupa á lottói, tóbak eða ís í brauðformi. Versl- un Olís í Stykkishólmi var eins og kunnugt er lokað í mars á þessu ári og reksturinn seldur. Var það gert að kröfu Samkeppniseftirlits- ins í kjölfar þess að Olís og Hagar runnu saman. Sigurður pálmi Sig- urbjörnsson, forsvarsmaður Bensó, sem opnað var í kjölfarið síðasta vor, staðfesti í samtali við Skessu- horn síðastliðinn fimmtudag að hann hefði lokað og væri hættur rekstri í Stykkishólmi. Sagði hann það ekki hafa verið að ganga hjá sér að reka tvær verslanir í Reykjavík en fjarstýra starfseminni í Stykkis- hólmi á sama tíma. Sigurður pálmi upplýsti jafnframt að viðræður væru í gangi við heimamenn um að taka við rekstrinum. Síðar sama dag kom svo í ljós að veitingamennirnir Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór pálsson, sem eiga og reka Skúrinn og Skúrinn pizza Joint í Stykkishólmi, ætla að flytja starfsemina í húsnæði Bensó. Þar verður opnaður veitingastaður með sjoppu að flutningum loknum. „Þarna verðum við með fjölbreytt- an mat; hamborgara, vefjur, kjúk- lingavængi og pizzur. Síðan verð- um við með sjoppu með nammib- ar, seljum ís, tóbak, lottó, olíuvörur og svoleiðis,“ segir Sveinn Arnar í samtali við Skessuhorn. Með flutningunm í nýtt húsnæði verður öll starfsemi Skúrsins komin undir eitt þak, en Skúrinn hefur til þessa verið rekinn á tveimur stöð- um. Annars vegar veitingahúsið Skúrinn á Þvervegi 2 og hins vegar Skúrinn pizza Joint á Borgarbraut 1. „Það verður algjör snilld og á eft- ir að létta mikið að vera með allt á einum stað,“ segir Sveinn Arnar. Aðspurður kveðst Sveinn Arnar ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær Skúrinn verður opnaður á nýjum stað. Það verði þó núna í haust. „Við erum að fara að loka báðum stöðunum okkar og færa alla starfsemi yfir á Bensó. Þar þurfum við að stækka eldhúsið og gera hús- næðið aðeins að okkar, þannig að það eru framkvæmdir framundan. Við erum byrjaðir að rífa pizzastað- inn en Skúrinn ætlum við að hafa opinn eins lengi og við mögulega getum,“ segir Sveinn Arnar. „Við erum ekki búnir að fá húsið af- hent en það verður örugglega bara núna mjög fljótlega. Við reynum að láta framkvæmdir ganga eins hratt fyrir sig og mögulegt er og ætlum að opna eins fljótt og við getum á nýjum stað. Við munum svolítið spila þetta eftir því hvernig fram- kvæmdirnar ganga. Ef við sjáum til dæmis möguleika á því að opna bara sjoppuna þá gerum við það og opnum síðan matsöluna seinna. En þetta verður alltaf núna í haust,“ segir Sveinn Arnar Davíðsson að endingu. mm/ kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Árið 2007 fannst þessi rostungstönn við Brimilsvelli á norðanverðu Snæfellsnesi. Tönnin er 47 sentimetrar að lengd og vóg um tvö kíló. Karlrostungar og karlselir eru kallaðir brimlar og má rekja nafn bæjarins til að þar var fyrr á öldum rostun- gavé. Myndin er úr safni Skessuhorns af feðgununum Gunnari Tryggvasyni og Benedikt með tönnina. Elsta dæmi um útdauða tegundar af völdum ofveiði Árný Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur frá Jarðsvísindastofnun HÍ og Jan Heinemeir eðlisfræðingur frá Árósar- háskóla skoða hér hauskúpu rostungs sem fannst í Garðafjöru á Snæfellsnesi í ágústlok 2015. Fyrrum gjaldkeri ákærður fyrir fjárdrátt Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór Pálsson, veitingamenn í Skúrnum í Stykkishólmi. Hér eru þeir við framkvæmdir fyrir opnun Skúrsins Pizza Joint síðasta haust. Skúrinn flytur í húsnæði Bensó Svipmynd úr Bensó skömmu eftir opnun síðasta vor.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.