Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201912 Inga Sæland formaður Flokks fólks- ins hefur boðað þingsályktunartil- lögu um að fela félags- og barna- málaráðherra að leggja fyrir árs- lok 2020 fram frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa aldraðra. Þetta er í annað sinn sem þingmað- urinn boðar þessa tillögu, en hún hlaut ekki afgreiðslu á síðasta þingi og er nú lögð fram óbreytt. „Þjón- usta við aldraða dreifist á ríki, sveit- arfélög, félagasamtök og einkaað- ila. Lög og reglur um málaflokk aldraðra eru flókin, ekki síst á sviði skatta, almannatrygginga og heil- brigðismála. Aldraðir eru stór og fjölbreyttur hópur og misjafnlega færir um að gæta eigin réttar og hagsmuna. Að mati flutningsmanna er því rík þörf á málsvara sem gæt- ir réttinda og hagsmuna aldraðra og leiðbeinir þeim um rétt þeirra,“ segir í tilkynningu frá Flokki fólks- ins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er samkvæmt tillögunni ætlað að vek- ja athygli á réttinda- og hagsmu- namálum aldraðra almennt, jaf- nt á opinberum vettvangi sem hjá einkaaðilum, leiðbeina öldruðum um réttindi sín og bregðast við telji hann að brotið sé á þeim. „Hagsmunafulltrúa aldraðra ber að hafa frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum allra eldri borgara, sérstaklega með tilliti til að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun, næringarskort og almennt bágan aðbúnað þeirra. Jafnframt skal hann gera tillögur um úrbætur á réttarreglum er varða aldraða og hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra. mm Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funduðu á Hótel Hamri í Borgarnesi á miðvikudag og fimmtudag. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, sem boðaði til fundanna í sínum gamla heimabæ, en Ísland gegnir nú formennsku í utanríkja- málasamstarfi ríkjanna. Á fundun- um voru til umræðu öryggis- og varnarmál, þar með talin netörygg- ismál, norðurslóðir, málefni hafsins og loftslagsbreytingar. Alþjóða- og öryggismál voru rædd með áherslu á nýjar ógnir, en Eystrasaltsríkin hafa á undanförnum árum aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. Auk þess var sérstök umræða um mik- ilvægi alþjóðalaga og alþjóðastofn- ana og rætt hvernig styrkja mætti stöðu réttarríkisins, lýðræðis og mannréttinda. Sameiginleg gildi Í hádeginu á fimmtudag var síðan boðað til blaðamannafundar þar sem Guðlaugur Þór sat fyrir svör- um ásamt Jeppe Kofod, utanríkis- ráðherra Danmerkur og Ann Linde, nýskipuðum utanríkisráðherra Sví- þjóðar. Guðlaugur Þór sagði fyrst frá fundi norrænu ráðherranna frá því deginum áður. Sagði hann Norðurlandaþjóðirnar standa fyr- ir sameiginleg gildi, styddu fjöl- þjóðasamvinnu og alþjóðalög en að sú heimsmynd ætti í auknum mæli undir högg að sækja. Sagði hann mikilvægt að hafa rætt þau mál einnig með ráðherrum Eystra- saltsríkjanna um kvöldið. Norður- landaþjóðirnar og Eystrasaltsríkin sammældust um að vinna saman að áskorunum í umhverfismálunum með sjálfbærni að leiðarljósi, bæði á norðurslóðum sem og annars stað- ar. „Þá munu þjóðirnar vinna sam- an á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og öðrum alþjóðavettvangi að því að standa vörð um norræn gildi og styrkja stöðu réttarríkisins, lýð- ræðis og mannréttinda. Þetta kann að hljóma mjög metnaðarfullt en við þurfum að vera metnaðarfull og vinna saman til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru,“ sagði Guðlaugur Þór. Sameiginleg yfirlýsing um loftslagsaðgerðir Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, tók undir með Guð- laugi og setti baráttuna gegn lofts- lagsvánni aukinheldur á oddinn í upphafserindi sínu. „Við búum í þeim hluta heimsins þar sem nátt- úran er viðkvæm, sjórinn og um- hverfið allt. Við munum upp- lifa skelfilegar afleiðingar ef við bregðumst ekki tímanlega við. Þess vegna er ég ánægður með að við höfum kallað sérstaklega eftir því að ríki standi við skuldbindingar sínar samkvæmt parísarsamkomu- laginu. Framundan 23. september er loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar verðum við að senda sterk skilaboð frá okk- ar heimshluta um að við ætlum að vera í framvarðasveitinni og rækja þær skyldur sem við tókum á okkur í parís,“ sagði Jeppe. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tók undir með Jeppe og kvaðst ánægð með að Norður- landaþjóðirnar og Eystrasaltsríki hafi sent frá sér sameiginlega yfir- lýsingu um loftslagsaðgerðir í að- draganda loftslagsráðstefnunn- ar. Þá lýsti hún jafnframt ánægju sinni með samstarf Norðurlanda- þjóðanna, sagði það órjúfanlegan þátt af stefnu Svía á sviði utanrík- is- og öryggismála. „Við höfum átt opnar samræður um þær áskoranir sem lýðræði og alþjóðalög standa frammi fyrir, bæði á heimsvísu og innan Evrópu. Þessi málefni munu hafa áhrif á Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsríkin,“ sagði Ann. Deila á upplýsingum Að framsögum loknum var Jeppe spurður sérstaklega út í netörygg- ismál og hvernig hann sæi Norð- urlöndin vinna saman á þeim vett- vangi. Sagði hann netógnir eitt- hvað sem allir ættu að taka mjög al- varlega og nefndi að í Danmörku hafi um nokkurt skeið verið starf- rækt miðstöð netöryggismála. „Það er stórt þjóðaröryggismál að gæta þess að við séum varin fyrir netárás- um, því þær eru árásir á mikilvæga innviði,“ sagði Jeppe. „Á þessu sviði þurfa Norðurlanda- og Eystrasalts- þjóðirnar að skiptast á upplýsing- um. Við öfum orðið fyrir árásum og þurfum að finna leiðir til að verj- ast þeim, koma í veg fyrir þær og læra hvert af öðru í þeim efnum til að geta varið okkur sjálf. Ég held að við séum öll sammála um að við þurfum að efla netöryggi okkar. Við erum minni ríki sem stöndum frammi fyrir sambærilegum ógnum og getum lært mikið hvert af öðr- um.“ Spurður hvaðan ógnin kæmi vildi Jeppe ekki nefna nein sér- stök ríki. Hann sagði hins vegar að þær alþjóðareglur sem gilda í raun- heimum giltu í rauninni ekki í net- heimum, í það minnsta ekki ennþá. „Þess vegna verðum við að vernda okkur og vonandi í framtíðinni get- um við útbúið reglur sem vernda okkur í netheimum, þannig að við njótum öll verndar samkvæmt al- þjóðalögum þar líka,“ sagði Jeppe. Utanríkisráðherrarnir voru jafn- framt spurðir út í aukinn áhuga og umsvif Kínverja á Norðurslóðum. Sagði Ann aukinn áhuga á norður- heimskautinu hafa verið eitt af aðal umræðuefnum fundanna. „Að okk- ar mati verður að vera skýr norð- urslóðastefna á grunni alþjóða- laga,“ sagði Ann og Guðlaugur Þór lagði áherslu á að norðurslóðir yrðu áfram lágspennusvæði og að sjálfbærni yrði höfð að leiðarljósi í málefnum norðurslóða, ekki að- eins umhverfisleg sjálfbærni heldur efnahagsleg og samfélagsleg. kgk Leggja til að stofnað verði embætti hagsmunafulltrúa aldraðra Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja. Ljósm. Stjórnarráðið/ Sigurjón Ragnar. Utanríkisráðherrar funduðu í Borgarnesi F.v. Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Jeppe Kofod, utanríkis- ráðherra Danmerkur. Guðlaugur Þór svarar spurningum á blaðamannafundinum. Ann Linde slær á létta strengi. Guðlaugur Þór og Jeppe Kofod.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.