Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Síða 13

Skessuhorn - 18.09.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 13 SK ES SU H O R N 2 01 9 Við viljum gjarnan heyra í listamönnum og frá vinnustöðum sem vilja standa að listviðburðum t.d. með því að bjóða ungu tónlistarfólki að stíga á stokk eða glæða staverkum svo eitthvað sé nefnt. Sendið okkur línu á Facebook: Vökudagar á Akranesi eða með tölvupósti á mannlif@akranes.is. Minnum á að tekið er við tilnefningum fyrir Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2019 á www.akranes.is. Menningarhátíðin Vökudagar mun fara fram á Akranesi dagana 24. október – 3. nóvember Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum á þriðju- dag í liðinni viku ósk Gerðar Jó- hönnu Jóhannsdóttur, bæjarfull- trúa Samfylkingarinnar, um sex vikna tímabundið leyfi frá störf- um við bæjarstjórn af persónuleg- um ástæðum. Leyfið er veitt fyr- ir tímabilið 9. september til 22. október. Nýtt kjörbréf hefur ver- ið gefið út til handa varabæjar- fulltrúanum Kristni Halli Sveins- syni 1. varabæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. Kristinn Hallur tekur auk sætis í bæjarstjórn við nefndar- formennsku í velferðar- og mann- réttindaráði og tekur sæti í skipu- lags- og umhverfisráði. Valgarður Lyngdal Jónsson tekur tímabund- ið við sæti í bæjarráði. Harma þung orð sem féllu Fulltrúar Samfylkingar og Fram- sóknar og frjálsra í meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfar- andi bókun: „Á fundi bæjarstjórn- ar þann 27. ágúst síðastliðinn féllu orð úr ræðustóli sem betur hefðu aldrei verið sögð. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra harma þetta og taka ekki undir þau orð sem þar féllu í garð bæjarfulltrúa Rakelar Óskarsdótt- ur. Það kom á óvart að umræð- ur á fundinum skyldu þróast í þá átt sem þær gerðu, enda eru bæj- arfulltrúar í bæjarstjórn Akraness, hvort sem þeir eru í meirihluta eða minnihluta, vanir því að vinna vel saman og vera málefnalegir í um- ræðum. Bæjarfulltrúar Samfylk- ingar og Framsóknar og frjálsra vilja taka fram að þeir bera fullt traust til bæjarfulltrúa Rakelar Óskarsdóttur og vona að þetta mál varpi ekki skugga á áframhaldandi samstarf meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn. Við erum öll mann- leg og getur orðið á, en allir eiga skilið að fá annað tækifæri. Gerður Jóhanna hefur sinnt störfum sín- um sem bæjarfulltrúi og formaður velferðar- og mannréttindaráðs af mikilli alúð og staðið sig með prýði og berum við fullt traust til henn- ar ákveði hún að koma til starfa að nýju að loknu leyfi.“ Kallar á endurskoðun siðareglna Sömuleiðis lagði minnihlutinn fram bókun: „Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins harma mjög þá hegðun og þau orð sem bæjar- fulltrúi Gerður Jóhanna Jóhanns- dóttir viðhafði og lét falla í ræðu- stól á bæjarstjórnarfundi þann 27. ágúst sl. í garð annars bæjarfull- trúa. Ummælin voru ekki í þeim anda samstarfs sem bæjarfulltrú- ar á Akranesi hafa jafnan við- haft og rýra án efa traust almenn- ings á kjörnum fulltrúum. Það er þó hvers bæjarfulltrúa fyrir sig að ákveða með hvaða hætti hann axl- ar ábyrgð á gjörðum sínum. Upp- hlaup sem þetta kallar hins vegar, að mati undirritaðra, á endurskoð- un á siðareglum kjörinna fulltrúa. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna traustsyfirlýsingu bæjarfull- trúa meirihlutans til handa bæjar- fulltrúa Rakel Óskarsdóttur sem er skref í átt að endurheimt trausts og áframhaldandi góðu samstarfi allra bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akra- ness.“ mm Bæjarfulltrúi í sex vikna leyfi Skjámynd af myndupptöku frá bæjarstjórnarfundi 27. ágúst. Hljómsveitin Meginstreymi sendi á laugardaginn frá sér sína aðra smáskífu, en hún nefnist Í huga þér. Lagið er komið á Spotify, You- tube og allar helstu streymisveit- ur. Fyrsta smáskífa Meginstreymis kom út í fyrra og ber nafnið Það sem enginn vita má. Það lag kom út í tveimur útgáfum, annars vegar með hljómsveit og einnig acapella. Þess má geta að gítarleikarinn góð- kunni Gunnar „Gúi“ Ringsted, sem lék forðum daga með Hljóm- sveit Ingimars Eydal, kom í stúdíó- ið og lék á gítar í því lagi. Það sem enginn vita má er einnig hægt að finna á Youtube, Spotify o.s.fv., en það lag kom einnig út í takmörk- uðu tölusettu upplagi á 7” vinyl þar sem það hentaði þema lagsins vel. Fengu mun færri eintak en vildu en nú er eingöngu um stafræna netút- gáfu að ræða. Á nýjustu smáskífu sína fékk Meginstreymi til liðs við sig hóp aðstoðarmanna; gítarleikarann Reyni Hauksson, sem áður starfaði með meginþorra meðlima Megin- streymis í hljómsveitinni Eldberg og söngvarann Jacób De Carmen, en þeir félagar voru ásamt fleirum spænskum hljóðfæraleikurum á ferð um landið í byrjun sumars að kynna undraheima flamencotón- listarinnar. Eftir eina tónleikana var Jacóbi dröslað dauðþreyttum inn í hljóðver um miðja nótt til að syngja inn á lagið. Einnig koma við sögu í laginu Í huga þér þeir Róbert Aron Björnsson saxafón- leikari, Matthías Hemstock, einn helsti jazz- trommari og slagverks- leikari landsins, og pétur Hjalte- sted alt mulig mand sem er aðdá- endum Meginstreymis góðkunnur sem afleysingar- hjómborðaleikari sveitarinnar. Lagið ,,Í huga þér” hefur feng- ið góðar viðtökur og sér í lagi hjá yngstu kynslóðinni, en Megin- streymi hafa borist myndbönd af krökkum að dansa við lagið í gegn- um Snapchat reikning sinn. Aukinheldur er gaman að geta þess að hljómsveitin Meginstreymi festi nýverið kaup á sérútbúinni Toyota- hljómsveitarbifreið og oft má sjá krakkaskara myndast til að taka á móti hljómsveitinni við út- jaðar þess bæjarfélags eða sveitar- félags sem hljómsveitin heimsækir. „Það er oft mikil eftirvænting hjá krökkunum þegar við mætum að spila,“ segir Jakob Grétar Sigurðs- son, trymbyll sveitarinnar. Meginstreymi hefur síðustu ár leikið á dansleikjum um allt land, allt frá almennum dansleikjum, árshátíðum, brúðkaupum og þorra- blótum yfir í grunnskólaböll og meira að segja á dansleikjum fyrir allra yngstu kynslóðirnar. Sveitin er einnig orðin þekkt fyrir sérsnið- in skemmtiatriði sín en oft er leyni- gestur í för með sveitinni á ferðum hennar um landið. Það er margt framundan hjá Meginstreymi, dansleikir víðsveg- ar um landið og fleiri lög væntan- leg. Hægt er að fylgjast með Meg- instreymi á Instagram, Snapchat og Facebook og hafa samband við sveitina í gegnum Facebook-síðu hennar eða á meginstreymi@gma- il.com. -fréttatilkynning Meginstreymi sendir frá sér nýtt lag Fyllt á fyrsta tankinn á nýja hljóm- sveitarbílnum eftir að bifreiðin var keypt fyrir utan bensínsölu N1 á Selfossi í mars 2019. F.v. Ásmundur Svavar Sigurðsson, Kristján Ingi Arnarsson og Heiðmar Eyjólfsson sem dælir. Ljósm. Jakob Grétar Sigurðsson. Plötuumslag smáskífunnar Í huga þér, sem er önnur smáskífa Meginstreymis. Ljósm. Kristján Gauti Karlsson. Meginstreymi á norðurleið. F.v. Heiðmar Eyjólfsson, Jakob Grétar Sigurðsson, Ásmundur Svavar Sigurðsson og Kristján Ingi Arnarsson. Ljósm. Meginstreymi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.