Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Page 14

Skessuhorn - 18.09.2019, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201914 Bændur og búalið um allt vestanvert landið hafa á liðnum dög- um og vikum gengið til fjalla, leitað kinda og rekið til rétta. Þeir hafa hins vegar verið venju fremur óheppnir með veður. Síðustu vikuna gekk á með hvassviðri samhliða mikilli úrkomu og fremur lágu hitastigi. Þannig var víða kalt og afar erfiðar aðstæður til fjalla. Gránaði í fjöll og jafnvel varð sporrækt á tímabili svo sem á Arnarvatnsheiði, Tvídægru og Holtavörðu- heiði. Smalar sem tíðindamenn Skessuhorns ræddu við töldu aðstæður hafa verið með versta móti í göngum þetta árið. En allir komu þó af fjöllum og fóru réttir fram á tilskyldum tíma. Þrátt fyrir vosbúð í göngum var fín stemning í réttum þar sem tíðindamenn Skessuhorns hafa komið við mm Slæmt smalaveður en góð stemning í réttum Fé var sótt í Breiðafjarðareyjar eftir sumarbeit um helgina, líkt og gert hefur verið í um þúsund ár. Hér er komið til hafnar í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Féð rekið í aðhald í einni eyjunni á Breiðafirði. Ljósm. sá. Siglt frá landi og áleiðis í Hólminn. Ljósm. sá. Þessar þyrsti í að komast í heimahagana. Ljósm. mm. Eyjólfur Kristinn, Baldur og Magnús reka seinni reksturinn í almenninginn í Odds- staðarétt síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. mm. Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Halldórsson á tali saman í Oddsstaðarétt. Ljósm. mm. Sveinn á Vatnshömrum, Dúddi í Holti og Snorri á Fossum skála í morgunsárið áður en réttarhald hófst í Oddsstaðarétt. Ljósm. mm. Augnablik horfðust þau í augu; asíska ferðakonan og Þórhallur frá Grímars- stöðum, bæði að mynda í Oddsstaðarétt. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.