Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Qupperneq 16

Skessuhorn - 18.09.2019, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201916 Svipmyndir úr Skerðingsstaðarétt í Dölum á sunnudaginn Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir Réttað var í Skerðingsstaðarétt á sunnudaginn í úrhellisrigningu til að byrja með en þegar leið á stytti lítillega upp. Gísli Þórðarson bóndi á Spágilsstöðum í Laxárdal. Brosið datt ekki af Halldóri Ólafssyni í réttastússinu og sló hann ekki slöku við. Mikið var um faðmlög og handabönd í réttunum eins og venja er á góðum mannamótum þar sem gamlir sveitungar og vinir hittast. Tryggvi Rúnarsson þurfti ekki að spara kraftana og hafði lítið fyrir að draga tvær í einu. Það er látið ósagt hvað þessar dömur voru að bralla en mikið var hlegið og haft gaman. Hér eru þær Bjargey Sigurðardóttir og dóttir hennar Alexandra Rut Jóns- dóttir frá Skerðingsstöðum ásamt Heiðrúnu Söndru Grettisdóttur frá Hofakri. Feðginin Jón Egill Jóhannsson og Alexandra Rut Jónsdóttir eru samheldin í sínum verkum eins og sjá má. Dönsku Dalakonurnar Camilla Keldsted Wagner Olsen og Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld. Stund milli stríða og þá er gott að leggjast fram með hönd undir vanga og njóta þess að fylgjast með. Jensína Guðmundsdóttir ásamt hjónunum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Guðbirni Guðmundssyni frá Magnússkógum. Skemmtilegar sögur og spjall er hluti af réttastemningunni. Hér má sjá Erlu Ólafs- dóttur bónda á Ásgarði, Bjarnheiði Magnúsdóttur frá Glerárskógum og dóttur hennar Helgu Ínu Steingrímsdóttur. Ungur herramaður sem lét sitt ekki eftir liggja og tók fullan þátt í að draga í dilka. Fanney Þóra Gísladóttir Búðar- dalsmær og bóndi á Hróðnýjarstöðum íbyggin á svip að skima eftir sínu fé. Pétur Óskarsson sannaði og sýndi að sumir menn yngjast bara upp við að komast í réttir. Guðrún Jóhannsdóttir frá Klifmýri er mikil prjónakona og hennar handverk hefur farið víða. Í réttunum hitti hún ungan herramann sem sótti réttir í Dölum í prjónaflík úr smiðju Guðrúnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.