Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Page 18

Skessuhorn - 18.09.2019, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 201918 Ólavía Þorkelsdóttir er fimm ára Skagamær sem greindist með stjarnfrumuæxli í heila mánudaginn 3. júní síðastliðinn. Ólavía var hress og kát að leika við bróður sinn þeg- ar blaðamaður Skessuhorns heim- sótti fjölskylduna á dögunum og settist niður með foreldrum henn- ar, þeim Liv Åse Skarstad og Þor- katli Kristinssyni, og ræddi við þau um veikindi Ólavíu. Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn byrjaði Ólavía að kasta upp og varð bæði þreytt og slöpp. Hún lagaðist alltaf við að leggja sig en svona hélt þetta áfram annað slagið næstu daga. „Þetta var á þeim tíma sem það var glampandi sól dag eftir dag svo við héldum að þetta væri kannski bara sólsting- ur eða mígreni og höfðum sam- band við barnalækni til að fá það staðfest og ráðleggingar um hvern- ig við ættum að hjálpa henni,“ seg- ir Liv Åse. Ólavía heldur áfram að kasta upp og vera slöpp bæði laug- ardag og sunnudag. Á sunnudegin- um taka foreldrar hennar eftir því að hún er farin að halla höfðinu til hliðar og leist þeim ekki lengur á hana og hringdu í Geir Friðgeirs- son barnalækni sem þau hafa ver- ið með öll börnin sín hjá. „Þetta er læknir sem þekkir okkur vel enda höfum við verið með alla krakkana hjá honum. Hann vissi að við vær- um ekki að hringja nema það væri rík ástæða svo hann sagði okkur að koma strax morguninn eftir. Hann tók strax af henni sneiðmynd og þá kom í ljós að þetta var æxli og hún fór í aðgerð tveimur dögum síðar,“ segir Liv Åse. Æxli sem finnst ekki í börnum Allt gerðist mjög hratt eftir að Ólavía var greind en viku eftir að hún veiktist fyrst var búið að skera meinið í burtu og fimm dögum síð- ar var hún komin heim aftur. „Þetta skellur á manni eins og bylgja og maður varla nær andanum fyrstu dagana,“ segir Liv Åse og Þorkell tekur undir. Þau segja það hafi ver- ið mjög heppilegt hversu snemma æxlið greindist en oftast gangi fólk á milli lækna í nokkurn tíma áður en það fái greiningu. „Ég er ekki viss um að það hefðu margir læknar sent barnið í sneiðmynda- töku bara með þessi einkenni. En þessi læknir vissi að það væri eitt- hvað að fyrst við vorum að hringja í hann á sunnudegi. Hann tók þetta því strax mjög alvarlega. Ég er ekki viss um að læknar sem þekkja okk- ur ekki hefðu gert það,“ segir Liv Åse. Eftir aðgerðina tók við bið eft- ir greiningu á meininu og tveimur vikum síðar fengu þau annan skell. „26. júní, á afmælisdaginn minn, fengum við þær fréttir að þetta væri illkynja æxli af gráðu fjögur, sem er mjög hraðvaxandi og slæmt. Þetta er krabbamein sem greinist bara ekki í börnum, eða það er mjög sjaldgæft og síðast sást svona í barni hér á landi fyrir um 40 árum. Lækn- arnir hér vita því ekki alveg hvern- ig eigi að meðhöndla það og þurfa að leita eftir upplýsingum til lækna erlendis. Það er engin sérstök með- ferð til við svona krabbameini hjá barni og lyfin sem Ólavía fær eru til dæmis ætluð fyrir fullorðna,“ segir Liv Åse. Svæfð á hverjum degi Krabbameinið náðist allt í aðgerð- inni og í kjölfarið tóku við sex vik- ur af geisla- og lyfjameðferð. „Við þurftum að mæta með hana upp á Landspítala klukkan 8 alla virka daga þar sem hún var svæfð fyrir geislameðferðina,“ segir Liv Åse. En af hverju var hún svæfð? „Til að hægt sé að geisla rétt svæði þarf að liggja alveg kyrr einn inni í herbergi í svona korter og þú lætur fimm ára barn ekkert gera það án svæfing- ar. Við höfðum vissulega áhyggj- ur af því hvaða áhrif svæfingarnar gætu haft á hana en læknirinn full- vissaði okkur um að það væru not- uð lyf sem fara fljótt úr líkamanum og ættu ekki að hafa nein langvar- andi áhrif,“ svarar Liv Åse. Nú er Ólavía búin með geisla- meðferðina og tekur við lyfjameð- ferð á sex vikna fresti næstu 36 vik- ur. „Hún byrjar í lyfjameðferðinni núna í lok september. Fyrst var planið að hún myndi fara í lyfja- gjöf á fjögurra vikna fresti í eitt ár en við vorum að fá að vita að búið sé að breyta því plani. Svona hef- ur þetta eiginlega bara verið allan tímann, það er alltaf verið að breyta því læknarnir þekkja bara ekki svona krabbamein hjá barni,“ seg- ir Liv Åse. „En þú segir ekkert nei við læknana og ferð að skipta þér af meðferðinni, við verðum alveg að treysta þeim og svo bara bíður maður og vonar,“ bætir Þorkell við. „Þessi partur af þessu er líka mik- ið erfiðari en maður hafði búist við. Fyrir svona excel týpu eins og mig sem vill bara getað tikkað í boxin á listanum en þarf svo bara að sætta sig við að vera í rauninni bara al- veg í lausu lofti. Að lenda í þessum aðstæðum hefur alveg kippt undan manni stoðunum. Við höfum ekki annað val en að setja þetta bara í hendur lækna en vissulega fær mað- ur svona „bíddu aðeins tilfinningu“ þegar okkur er sagt eitt og svo allt í einu er því breytt í annað,“ seg- ir Liv Åse og Þorkell bætir því við að þetta séu aðstæður sem ekki sé hægt að útskýra fyrir neinum sem ekki hefur upplifað þær. „Ég get reynt að útskýra þetta fyrir fólki en það er ekki hægt. Við eigum sex börn. Maður hefur alveg hug- leitt hvernig manni myndi líða ef þau myndu veikjast, enda held ég að það sé helsta martröð allra for- eldra. Maður ímyndar sér alltaf að þetta yrði rosalega erfitt en ég held ég geti alveg sagt að þetta sé þús- und sinnum erfiðara en það,“ segir Þorkell. „Það sem mér þótti verst er hversu hratt þetta gerist. Þetta er bara rússíbani og maður hefur í raun ekkert haft tíma til að melta þetta,“ segir Liv Åse. Hefur reynt á systkinin líka Á meðan Ólavía var í meðferð voru Liv Åse og Þorkell með henni í Reykjavík virka daga og komu að- eins heim um helgar. Þau gátu því lítið varið tíma með hinum börn- unum sínum í sumar. „Við bjuggum bara á sjúkrahótelinu og mamma hans Kela flutti inn til okkar og sá um börnin. Við hefðum ekki get- að þetta án hennar, þá hefðum við Keli þurft að skipta okkur á milli staða og hittast bara á hlaupum, sem hefði verið mikið erfiðara. Það var samt erfitt að vera svona mikið í burtu, bæði fyrir okkur og krakk- ana,“ segir Liv Åse. En hvernig hafa veikindi Ólavíu haft áhrif á systk- ini hennar? „Það hefur náttúrulega allt snúist um þessi veikindi síðustu vikur og það er erfitt fyrir þau. En við reyndum að útskýra fyrir þeim eldri hvað er að, en Sylvía Clara er bara þriggja ára og skilur þetta ekki. Eldri krakkarnir fengu líka að koma og vera hjá okkur á sjúkrahótelinu og sjá hvernig þetta var allt, bæði svo þau gætu séð hvað við vær- um að gera og að þetta væri allt í lagi. Við vildum ekki að þau væru kannski að ímynda sér eitthvað sem var ekki,“ svara þau. Ekki vör við neinar aukaverkanir Ólavíu segja þau vera mjög lífs- glaða og orkumikla stelpu með mikið jafnaðargeð sem lét með- ferðina ekki hafa mikil áhrif á sig. „Hún er búin að vera ótrúlega dug- leg í gegnum þetta allt og hún hef- ur ekkert kvartað eða grátið. Eina skiptið sem hún grét var þegar það „Þetta skellur á manni eins og bylgja og maður varla nær andanum fyrstu dagana“ Spjallað við Liv Åse Skarstad og Þorkel Kristinsson, foreldra Ólavíu sem berst nú við krabbamein Ólavía Þorkelsdóttir er fimm ára Skagastelpa sem berst nú hetjulega við krabbamein í heila. Ólavía með foreldrum sínum og systkinum. Ljósm. Jónas Ottósson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.