Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 15
FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER
Kl. 16:00-20:00 Gallerý Bjarni Þór
Kirkjubraut 1, „Leif þeim að borða köku“ Tinna Royal opnar
myndlistarsýningu
Kl. 16:15 Café Kaja POP UP Yoga
Helga Guðný leiðir slökun
Kl. 17:00 Tónlistarskólinn
Sýningin „Maximus Musikus trítlar í tónlistarskólann“ þar sem
fram koma nemendur og kennarar skólans ásamt sögumanni
Kl. 17:00-21:00 Tjaldsvæðið í Kalmansvík
Opnun á jólagalleríi Ástu
Kl. 17:30-20:30 Kirkjubraut 8
Opnun myndlistarsýningar
Silju Sifjar Engilbertsdóttur
Kl. 18:00-21:00 Leirbakaríið
Opnun sýningarinnar „Út um víðan völl“
Kl. 19:30-21:00 Café Kaja
Jókur - Félag kvenna í atvinnurekstri á Akranesi býður konum
á kynningarfund. Súpa og léttar veitingar í boði
Kl. 21:00 Gamla Kaupfélagið
Slitnir strengir
Kl. 21:00-23:30 Þorpið
Tónleikar með Gaddavír og Skrullcrusher
FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER
Kl. 16:00-18:00 Bókasafnið
Opnun sýningarinnar „Náttúrulegar mandölur“
eftir Borghildi Jósúadóttur
Kl. 17:00 Höfði
Valgerður Jónsdóttir flytur nokkur lög. Boðið
verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir
Kl. 19:30 Kirkjubraut 54-56
Opnun ljósmyndasýningar Vitans félags
áhugaljósmyndara á Akranesi
Kl. 20:30 Frístundamiðstöðin við Garðavöll
Skemmtikvöld Kórs Akraneskirkju
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER
Kl. 11:00-21:00 Skagakaffi
Mexíkóskur matur og menning í aðalhlutverki
Kl. 12:00-16:00 Stúdíó Jóka Skagabraut 17
Opið hús, kaffi og meðlæti
Kl. 14:00-16:00 Vesturgata 142
“Góðir Íslendingar!” Forsetar Íslands. Örsýning á nýjum
olíuverkum eftir Ernu Hafnes í vinnuskúrnum
Kl. 18:00-19:00 Tónberg
Styrktartónleikar fyrir Ester Eir og Ólavíu, miðasala á tix.is
Kl. 20:30-22:30 Bíóhöllin
Sóli Hólm uppistand
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER
Kl. 14:00 Vinaminni
Tónleikar Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara og
Gunnars Kvaran sellóleikara
Í GANGI Á VÖKUDÖGUM
Akranesviti, Vitinn í túlkun leikskólabarna
Akranesviti, „Framtíðin okkar?“ nemendur úr 9. bekk
Brekkubæjarskóla sýna listaverk
Akranesviti, „Finndu mig í fjörunni“ myndlistarsýning
Guðrúnar Jónínu Magnúsdóttur (Ninnu)
Bókasafn, Farandsýning frá Borgarbókasafni,
„Þetta vilja börnin sjá“
Bókasafn, „Náttúrulegar mandölur“
eftir Borghildi Jósúadóttur
Gallerý Bjarni Þór, „Leif þeim að borða köku“
Tinna Royal
HVE, „Sjómaðurinn á Akratorgi“, myndlistarsýning –
Teigasel
Höfði, „Það sem auga mitt sér“, ljósmyndasýning –
Garðasel
Höfði, Aldís Petra Sigurðardóttir myndlistarkona
sýnir verk sín
Kirkjubraut 54-56, Ljósmyndasýning Vitans félags
áhugaljósmyndara á Akranesi
Leirbakaríið, „Út um víðan völl“
Smiðjuvellir 32 (Bónus), „Fjölskyldan mín“,
myndlistarsýning – Akrasel
Tónlistarskóli, Ljósmyndasýning – Vallarsel
Tónlistarskóli, Myndlistasýning eftir
Almar Daða Kristinsson
KOSTAR INN Á VIÐBURÐ
Setning Vökudaga
Frekari upplýsingar um viðburði
og opnunartíma sýninga er að
finna á www.skagalif.is
Svona hefjast Vökudagar
Askurinn – Íslandsmeistarakeppni
í matarhandverki 2019, verð-
ur haldin í nóvember og er Mat-
ís faglegur umsjónaraðili keppn-
innar. Matís hefur áður staðið að
verðlaunakeppni í matarhand-
verki árið 2014, þá í samstarfi við
Ný norræn matvæli (Ny Nordis
Mad), þar sem 110 vörur kepptu
í átta matvöruflokkum frá öllum
Norðurlöndunum. Að keppninni
stendur Matís ohf. í samstarfi við
Sóknaráætlun Vesturlands, Mark-
aðsstofu Vesturlands, Landbún-
aðarháskóla Íslands og Matarauð
Íslands.
Matarhandverk eru unnar mat-
vörur sem framleiddar eru í tak-
mörkuðu mæli úr hráefnum, sam-
kvæmt hefðum eða með einhverri
sérstöðu sem tengist landinu eða
héraðinu sem varan er framleidd í.
Varan þarf að vera framleidd sam-
kvæmt gildandi heilbrigðiskröf-
um með áherslu á matarhefðir og
náttúrulega ferla þar sem manns-
höndin og handverkið nýtur sín í
öllu ferlinu.
Keppnin felur í sér að fram-
leiðendi skráir og skilar inn vöru
í keppnina. Fagaðilar í hverj-
um flokki taka út og gera fag-
legt mat á gæðum vörunnar. All-
ir keppendur fá afhenta umsögn
og gæðamat fyrir þær vörur sem
skráðar eru og sendar til keppni.
Askurinn; gull, silfur og brons-
viðurkenning er veitt fyrir þær
vörur sem þykja skara fram úr og
er gullverðlaunahafi jafnframt út-
nefndur Íslandsmeistari í viðkom-
andi flokki. Verðlaunaafhending
fer fram á Matarhátíð á Hvann-
eyri laugardaginn 23. nóvember,
þar sem öllum keppnisvörunum
verður einnig stillt upp og þær
kynntar.
Keppt er
í 6 flokkum:
Mjólkurvörur
Kjöt
Fiskur & sjávarfang
Bakstur
Ber, ávextir og grænmeti
Nýsköpun í matarhandverki
Ef fleiri en fjórar sambærilegar
vörur eru skráðar í flokkinn Ný-
sköpun í matarhandverki, verður
búin til sérstakur keppnisflokk-
ur um þann vöruflokk. Skráning
í keppnina er í gegnum vef Matís
en þar má einnig nálgast keppnis-
reglur og allar nánari upplýsing-
ar. Skráningu lýkur mánudaginn
4. nóvember og vörum skal skil-
að inn þriðjudaginn 19. nóvem-
ber. Allar frekari upplýsingar og
skráningform má nálgast á www.
matis.is
-fréttatilkynning
Eftir tíu daga gengur veturinn
formlega í garð, samkvæmt alman-
akinu. Eftir prýðilegt sumar og
haust hefur gróðurinn nú ákveð-
ið að mál sé að lynni, komið sé að
búa sig þurfi undir veturinn. Þess-
ar aspir skörtuðu sínum fallegustu
haustlitum nýverið. Myndina tók
Þorleifur Geirsson í Borgarnesi.
mm
Styttist í veturinn
Askurinn - Íslandsmeistara-
keppni í matarhandverki