Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.10.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 201918 Síðastliðinn fimmtudag fór Tæknimessa fram í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Hana sóttu nemendur elsta stigs grunnskólanna á Vesturlandi, nemendur 8.-10. bekkja, alls um 750 manna hópur ásamt kennurum. Nokkur fyrir- tæki voru að auki og kynntu starfsemi sína og allar iðnbraut- ir í FVA voru með kynningar sem og afreksbraut skólans. Þá voru eldsmiðir fyrir utan skólann og sýndu og sögðu frá sínu handverki. Á Tæknimessu er markmiðið að kynna námsframboð á Vest- urlandi á sviði iðngreina fyrir nemendum sem nú eru farnir að huga að því hvað þeir vilja læra að grunnskóla loknum. Þá eru einnig kynnt atvinnutækifæri hjá iðn- og tæknifyrirtækj- um í landshlutanum. Fjöldi fyrirtækja voru með kynningar- bása þar sem nemendum bauðst að spyrja, skoða eða jafnvel að prófa það sem fyrirtækin höfðu upp á að bjóða. Mikið líf og fjör var í skólanum þennan dag og prýðileg stemning þeg- ar blaðamaður Skessuhorns leit inn um morguninn. arg Krökkunum þótti mjög gaman að keppast um hver gæti neglt nagla alla leið í sem fæstum höggum. Mikið líf og fjör á Tæknimessu í FVA Þessi ungi piltur voru að kynna sér rafiðngreinar hjá Eiríki Guðmundssyni. Hér eru nokkrir krakkar að mæla kubba til að finna út hver þeirra er 10,5 cm að lengd. Þessi unga stúlka fær hér leiðbeiningar um hvernig best sé að negla. Þessir krakkar fylgdust með eldsmiðum fyrir utan skólann. Hér er verið að hamra stálið meðan það er heitt. Þessar stelpur voru að skoða hvernig lyftur virka. Áhugasamir krakkar. Þessir drengir fengu fræðslu um vogir sem Marel framleiðir. Hér þurfti að tengja snúrurnar rétt svo hægt væri að kveikja ljós. Þessir ungu drengir fengu að vita allt um vélmenni sem vinna færibandavinnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.