Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 7

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2018/104 539 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Einstök hönnun innöndunartækis • Þekkt samsetning barkstera (ICS) og langverkandi beta agónista (LABA) • Við astma og langvinnri lungnateppu hjá fullorðnum 18 ára og eldri • Ódýrari valkostur 160 mcg/4.5 mcg 320 mcg/9 mcg DuoResp® Spiromax®. Nýtt samheitalyf við astma og LLT. Einfalt og öruggt innöndunartæki. DuoResp® Spiromax® er samheitalyf við Symbicort®. Lyfjaform: Innöndunarduft. Ábending: Til meðferðar á astma og langvinnri lungnateppu (LLT). Heiti virkra efna og styrkleiki: Skráðir eru tveir styrkleikar; búdesóníð/formóteról 160/4.5 mcg/skammt og 320/9 mcg/skammt. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Teva Pharm B.V. Umboðsaðili: Alvogen ehf. Nálgast má upplýsingar um lyfin, fylgiseðla þeirra og samantekt á eiginleikum lyfjanna á vef Lyfjastofnunnar, www.serlyfjaskra.is. Halldór Björnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands halldor@vedur.is Frá síðasta fjórðungi liðinnar aldar hefur hlýnað við- stöðulítið víðast hvar á yfirborði jarðar. Afleiðingar hlýnunarinnar eru þegar farnar að koma fram í bráðn- un jökla, hækkandi sjávarstöðu, aukinni tíðni óveðra, bæði hitabylgna og aftakaúrkomu. Bein áhrif á lífríki eru nú þegar nokkur, og gætir breytinga á útbreiðslu dýra- og plöntutegunda, tíma laufgunar trjáa auk þess sem árstíðabundin hegðan dýrategunda (koma far- fugla, ganga fiskistofna) hefur breyst með áhrifum á stofnstærð og víxlverkun við aðrar tegundir. Mismunandi er hversu berskjölduð þjóðfélög eru fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og ræðst það af styrk innviða, atvinnuháttum, stjórnarháttum og öðrum þjóðfélagslegum þáttum, – en ekki bara af umfangi loftslagsbreytinga. Ofangreind upptalning ætti ekki að koma á óvart, – því búið var að spá þessari þróun fyrir nokkru síðan. Spár um hlýnun jarðar eru nokkurra áratuga gamlar, og upptalning á líklegum afleiðingum fyrir vistkerfi og félagskerfi margar frá því fyrir síðustu aldamót. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem kom út síðastliðið vor1 er farið yfir þekkingu vísinda á loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra á Íslandi. Meðal annars kemur fram að afleiðingar hlýnunar síðustu áratuga hér á landi séu auðsæjar og víðfeðmar, – birtast í þynningu jökla, grænkun lands og breytingum á komutíma farfugla og tegundasam- setningu. Skýrslan ræðir einnig væntanlegar loftslags- breytingar á komandi öld, en á Íslandi verður hlýnun að jafnaði nærri hnattrænni hlýnun, þó óvissa um þró- un á hafsvæðunum umhverfis landið sé veruleg. Hversu mikið hlýnar hnattrænt fer eftir losun gróðurhúsalofttegunda, verði hún í takt við ákvæði samkomulagsins sem náðist í París 2015 verður hnatt- ræn hlýnun innan við 2°C. Í skýrslu vísindanefndar frá árinu 20082 er stuttlega fjallað um hvaða áhrif líklegt sé að loftslagsbreytingar hafi á heilsufar á hnattræna vísu og er þar byggt á út- tekt milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 2007. Þar kemur fram að líklega muni loftslags- breytingar hafa áhrif á heilsu milljóna manna, einkum hópa sem hafa litla getu til aðlögunar. Meðal helstu áhyggjuefna voru vannæring og sjúkdómar henni tengdir, niðurgangssóttir og öndunarfærasjúkdómar, slys og sjúkdómar tengdir náttúruhamförum, hita- bylgjum, fárviðri og flóðum og að lokum var bent á að smitleiðir kynnu að breytast og smitberar að nema ný lönd. Skýrslan ræddi einnig stöðu þekkingar á heilsu- farsáhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi, og bent á að helstu áhættuþættir væru taldir smitsjúkdómar og aukin tíðni ofnæmissjúkdóma, en síðari þátturinn tengdist breytingum á gróðurfari. Sjúkdómar á borð við veiruheilahimnubólgu og Borreliosis sem tengjast smámaurnum Ixodes ricinus hafa breiðst út í Norð- ur Evrópu, og nái maurinn landfestu kynni slíkt að gerast hér. Hlýnun ein og sér nægir þó ekki til því hin fábreytta fána villtra spendýra á Íslandi og lítill þéttleiki þeirra vinnur gegn viðkomu maursins sem er háður slíkum millihýslum. Ný skýrsla vísindanefndar bætir því miður ekki miklu við umfjöllun um möguleg áhrif loftslags- breytinga á heilsufar á Íslandi. Þó er rætt ítarlegar um hlýnun og frjókornatímabil, og hugsanlega tengingu hlýnunar og aukinnar tíðni myglu innandyra vegna meiri loftraka, en samkvæmt erlendum rannsóknum getur tíðni myglu innandyra á köldum svæðum auk- ist um 5-10% við hlýnun. Í niðurlagi umfjöllunar um loftslagsbreytingar og heilsufar á Íslandi er endurtekin samantekt fyrri skýrslna um að miðað við þrótt heil- brigðiskerfisins bendi ekkert til annars en að það muni ráða við það álag sem breytingunum kann að fylgja. Ástæða þess að ný skýrsla vísindanefndar bætir svo litlu við eldri umfjöllun um heilsufarsáhrif hér á landi er sú að þetta umfjöllunarefni hefur ekki haft mikið vægi í heilbrigðisrannsóknum á Íslandi. Hlut- verk vísindanefndar er að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar og ástand þekkingar, nefndin stundar ekki sjálfstæðar rannsóknir. Verulega þarf að bæta við rannsóknir um þetta efni á næstu árum svo betur megi tryggja að nauðsynleg þekking verði til staðar. Sagt hefur verið að fyrir heimsbyggðina séu einungis þrír kostir í boði: Að draga úr losun, aðlag- ast breytingum eða þjást.3 Umfjöllun um loftslags- breytingar beinir athyglinni oft að síðasttalda atriðinu og neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þetta mátti greinilega sjá í haust sem leið, þegar milliríkjanefndin gaf út skýrslu um hvaða möguleikar væru á því að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C í stað 2°C. Þrátt fyrir þá niðurstöðu skýrslunnar að með eindregnum aðgerðum væri mögulegt að ná þessu marki féll sú niðurstaða nokkuð í skugga þess að í skýrslunni var einnig lýst muninum á áhrifum 1,5°C og 2°C hlýnunar, en tjónið vex með hlýnun. Það er óþarfi að láta það tjón sem loftslagsbreytingar geta valdið draga athyglina frá því verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins hratt og mikið og unnt er, og vinna að því að styrkja innviði svo aðlagast megi þeim afleiðingum loftslagsbreytinga sem óumflýjan- legar eru. Á þann hátt má draga úr þeim skakkaföllum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Heimildir 1. Björnsson H, Sigurðsson BD, Davíðsdóttir B, Ólafsson J, Ástþórsson ÓS, Ólafsdóttir S, et al. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Veðurstofa Íslands 2018. 2. Björnsson H, Sveinbjörnsdóttir ÁE, Daníelsdóttir AK, Snorrason Á, Sigurðsson BD, Sveinbjörnsson E, et al. Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi – Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Umhverfisráðuneytið 2008. 3. Holdren J. Science and Technology for Sustainable Well-Being. Science 2008; 319: 424-34. Loftslagsbreytingar og heilsufar Climate change and health Dr. Halldór Björnsson, Head of the Atmospheric Research Group, Icelandic Meteorological Office doi.org/10.17992/lbl.2018.12.205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.