Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 15

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 547 Y F I R L I T S G R E I N lega vel með þeim einstaklingum sem eru útsettir fyrir rafvaka- truflunum eða nota önnur lyf samhliða sem geta haft raflífeðlis- fræðileg áhrif á hjarta. Rétt er að hafa í huga að jafnvel sólarhringur getur liðið frá inntöku og þar til hjartsláttartruflanir koma fram.48 Ákjósanlegasta meðferðin er ekki þekkt en yfirlitsgreinar hafa lýst meðferð með lyfjakolum, rafvendingu eða gangráði auk helstu lyfjameðferða sem notaðar eru við hjartsláttartruflunum.73 Vegna vaxandi misnotkunar ópíóíða hefur eftirlit með lyfjaávísunum aukist hér á landi og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að einstaklingar leiti í lyf sem geta gefið sams konar vímuáhrif. 49,50,53 Ýmis einkenni tengd ofskammti lóperamíðs virðast saklaus í fyrstu en gætu verið banvæn ef heilbrigðisstarfsfólk er ekki á varðbergi. Misnotkun lóperamíðs ætti því að vera á mismuna- greiningarlistanum fyrir sjúklinga með óútskýrð yfirlið, hjart- sláttartruflanir, ópíóíðafráhvarfseinkenni og neikvæða lyfjaleit í þvagi, sérstaklega ef einnig er saga um ópíóíðafíkn. Einnig er rétt að huga að samhliða notkun lyfja sem hemla P-gp, CYP3A4 og CYP2C8 og geta þannig aukið hættuna á vímuáhrifum og hjart- sláttartruflunum af völdum lóperamíðs. Eins og áður sagði vekur það athygli að tilfellalýsingar greina ekki frá garnastíflu og sjald- an er minnst á hægðatregðu. Í ljósi ofanritaðs er mikilvægt að veita upplýsingar um með- ferðarúrræði og eiga þannig möguleika á að afstýra eitrunaráhrif- um og ótímabærum dauðsföllum af völdum lóperamíðs. Að lok- um má nefna að þó ekki hafi borist tilkynningar um ofskammta af lóperamíði til Eitrunarmiðstöðvar Landspítala þýðir það ekki að misnotkun lóperamíðs sé ekki til staðar hér á landi. Mynd 5. Línurit yfir notkun þeirra 6 einstaklinga sem á einhverjum tímapunkti not- uðu ≥1200 DDD á ári sem samræmist meira en tvöföldum hámarksdagskammti sé um daglega notkun að ræða. Hver lína táknar einstakling og sýnir þróun neyslu hans yfir tímabilið. Hafi lyfið verið tekið daglega voru hæstu dagskammtar hvers einstaklings eftirfarandi; 120,5 mg; 67,4 mg; 40 mg; 37,3 mg; 36,2 mg; 32,9 mg. Einn DDD er skilgreindur meðaldagskammtur lyfs fyrir aðalábendingu þess. Fyrir lóperamíð er einn DDD talinn vera 10 mg en hámarksdagskammtur er 16 mg. Anna Kristín Gunnarsdóttir1 Magnús Jóhannsson2,3 Magnús Haraldsson4,5 Guðrún Dóra Bjarnadóttir4,5 Loperamide is a μ-opioid receptor agonist with antidiarrhoeal effects. It is considered to have a low abuse potential because of substantial first-pass metabolism and P-glycoprotein-mediated efflux at the level of the blood-brain barrier. Previous case reports have described that high dosage of loperamide can induce an opioid-like effect on the central nervous system. The most comm- on presentation of loperamide intoxication is syncope which is caused by serious cardiac dysrhythmia and can lead to death. Therefore, it was decided to analyze whether drug prescriptions in the prescription drug database from The Directorate of Health would indicate loperamide misuse in Iceland from 2006-2017. In total 94 individuals used more than one DDD (10 mg) and 17 indi- viduals used more than the maximum therapeutic dose (16 mg), if taken daily over one year. These results indicate that loperamide is being used excessively but the reason for each prescription and the total amount sold over the counter is unknown. Increased surveillance and decreased availability of prescription opioids might possibly boost the usage of drugs with similar function such as loperamide. Loperamide overdose can result in serious adverse effects and thus, it is important to inform healthcare employees about such severe consequences. Loperamide abuse – constipation or heart attack? ENGLISH SUMMARY 1Department of Medicine, National University Hospital of Iceland, 2Department of Pharmacology and Toxicology, University of Iceland, 3The Directorate of Health, 4Department of Psychiatry, 5National University Hospital of Iceland. Key words: loperamide, loperamide abuse, loperamide misuse, loperamide toxicity. Correspondence: Anna Gunnarsdóttir, akg23@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.