Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 49

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2018/104 581 framfæri. Það er nöldrað á kaffistofum og lokuðum Facebook-grúppum en ekki svo mikið í blöðum og viðtölum í sjónvörpum. En forysta lækna hefur verið dugleg í að stíga fram.“ Helga segir samstöðu mikilvæga öllum stéttum, sérstaklega meðal lækna. „Þar getur fagfélag skipt öllu máli. Viðburðir, eins og nú á 100 ára afmælinu og Lækna- blaðið, þessir litlu hlutir, skipta máli. Þeir undirstrika hvað það þýðir að vera læknir og tilheyra hópi. Þetta er erfitt starf, mikið álag.“ Hrafn tekur undir það: „Já, ein sterk rödd sem kemur fram svo allir séu ekki að tala í sínu horni. Félag sem setur fram skoðanir sínar, eins og með ályktunum á aðalfundinum, og setur skýra stefnu um hvert læknar vilja fara.“ Er Landspítalinn spennandi vinnustaður? Helga Margrét svarar fyrst: „Nei, ég tala nú bara fyrir mig, en mér finnst það ekki.“ Spurð hvort hann verði það, svarar hún. „Ég virkilega vona það, því þar er frábært fagfólk, en aðstæður nú eru kaót- ískar og óvissa ríkir. Allir tala um nýja Landspítalann en það er langt þangað til hann rís. Ástandið til að mynda á bráða- móttökunni er óboðlegt bæði starfsfólki og sjúklinum. Plássleysi og úrræðaleysi,“ segir hún. „Mig langar að verða bráðalæknir, en ég horfði á þá þarna einn daginn leitandi að sjúklingnum sínum: Hann var hérna rétt áðan! Að þurfa að kljást við pláss- leysi og óreiðu þegar þú ert að fást við lífshættulega sjúkdóma er óforsvaranlegt fyrir Ísland.“ Hrafn segir pressuna á að útskrifa sjúk- linga gríðarlega. „Oft finnst mér óþægilegt að útskrifa. Það er út af þessu svakalega pláss- og úrræðaleysi. Senda þarf fólk heim, fólk sem kemst varla á klósettið er sent heim af því að það gat staðið upp.“ Helga bætir við: „Já, og af því að það á ættingja sem getur komið og náð í það. Ef ekki væri þessi fráflæðisvandi þyrftu ekki eins margir að bíða á bráðamóttökunni.“ Hrafn: „Spítalinn er stappaður.“ En þarf maður þá ekki að vera kjarkaður til að standa á sínu? „Jú, klárlega,“ segir Hrafn. „En kostur okkar er að við berum ekki ábyrgð þótt við séum þau sem útskrifum sjúklinga. En það þarf að standa fast á sínu telji maður sjúklinginn ekki eiga að fara. Það getur verið erfitt að standa uppi í hárinu á yfir- mönnunum.“ Helga nefnir einnig hvernig plássleysið skapi leiðinlegan móral á deildum. „Það berast boð til útskriftarteyma, sem pressa á lækninn sem verður pirraður við hjúkr- unarfræðinginn. Það er ekki gott þegar starfsandinn er líka farinn vegna pláss- leysis.“ Þórdís nefnir að henni finnist hlutirnir á Landspítala stundum svolítið tilvilj- anakenndir. „Hvað gerist? Hvert fara sjúklingarnir? En hugsanlega höfum við nemarnir ekki áttað okkur á kerfinu. En ég verð óörugg í aðstæðum þar sem ég upp- lifi að hlutirnir séu tilviljanakenndir. Þá er starfsumhverfinu hjá mörgum deildar- læknum ábótavant. Þú eyðir meiri tíma í vinnunni en þú átt að gera.“ Árni segir, og þau taka öll undir, að verkefnin séu mjög spennandi þótt starfsaðstöðunni, flæði sjúklinga, pressa á að útskrifa, pláss og líka ýmsu í starfs- mannastefnunni sé ábótavant. „Þú situr eftir og skrifar nótur um sjúklinga án þess Helga Margrét, Árni, Hrafn og Þórdís lýsa stöðu læknanema á Landspítalanum. Þau telja þörf á því að þau séu hluti af stéttarfélagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.