Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - des. 2018, Blaðsíða 46
578 LÆKNAblaðið 2018/104 Davíð Björn Þórisson sérfræðilæknir, bráðamóttöku LSH, klínískur ráðgjafi david.thorisson@gmail.com Sú var tíð að sjúkraskrá var skrifuð á pappír og geymd í læstum hirslum. Læknar höfðu enga vitneskju um þjónustu sem sjúk- lingar þáðu á öðrum stofnunum þar til læknabréf barst þeim síð- ar. Fyrir suma er þetta tímabil sveipað rómantík þar sem samtal við sjúkling og mannleg samskipti voru stunduð frekar en að slást við mús og lyklaborð á tölvu en það er efni í annan og víð- feðmari pistil. Rafvæðing sjúkraskrár auðveldaði sendingu læknabréfa á milli stofnana, en stærsta framfaraskrefið var þó samtenging sjúkraskrárgrunna landsins í miðlægum grunni landlæknis (Heklu) upp úr seinustu aldamótum. Með því varð sjúkraskrá aðgengileg frá öllum hornum landsins og læknar gátu skoðað nótur sjúklinga hvar sem er á landinu og séð Sögu-blöð skráð í heilsugæslu, sjúkrastofnunum og flestum einkastofum. Með stöku undantekningum býr Ísland nú við eina samfellda sjúkra- skrá frekar en aðskilin hólf. Við þetta opnuðust möguleikar sem Ísland, eitt fárra landa í heiminum nýtur – en nýtir þó ekki, þeir möguleikar voru reifaðir í seinasta pistli. Ótal læknabréf eru enn send milli stofnana þó svo að tilurð þeirra byggi á löngu horfnum takmörkunum pappírssjúkraskrár. Landspítali veitir þjónustuveitendum landsins aðgang að Heilsugátt og þar með klínískri starfsemi spítalans. Með tilkomu tímalínu er auðvelt að skoða ekki bara nótur heldur allar tegund- ir skráninga, svo sem rannsóknarniðurstöður, diktöt, lífsmarka- mælingar eða viðhengi, til dæmis PAD-svör. Læknir hvar sem er á landinu getur þannig rakið hvert einasta smáatriði í ferli sjúk- lings frá fyrstu mínútu dvalarinnar og er það ómetanlegt fyrir þá sem taka við sjúklingi eftir útskrift. Í reglugerðarbreytingu frá 2015 segir: Gera skal samantekt við lok meðferðar sjúklings á heilbrigðisstofnun og starfsstofum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna eins fljótt og auðið er og eigi síðar en endanlegar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir. Samantektin skal vera aðgengileg í samtengdu rafrænu sjúkraskrárkerfi. Ef sjúkraskrárkerfi eru ekki samtengd skal senda samantekt með öruggum hætti [...] til heilsugæslu eða heimilislæknis sjúklings og þess sérfræðings sem hafði milligöngu um meðferðina [...]. Hann [heilbrigðisstarfsmaður] ber einnig ábyrgð á því að ef framhaldsmeðferð er áformuð þá sé saman- tekt send með öruggum hætti þeim heilbrigðisstarfsmanni sem heldur utan um framhaldsmeðferðina. Landspítali er samtengdur öllum stofnunum landsins. Því má álykta að það sé ekki lagaleg skylda hans að senda læknabréf eins og nú ert gert. Það er í takt við almenna tækniþróun í heiminum þar sem fyrirtæki og stofnanir eru tengdar með netinu en ekki bréfum. Læknabréf eru samantekt á komu eða legu. Til að gera bréfið fer læknir yfir langa atburðarás og dikterar valda kafla. Það tek- ur vanan ritara 6 mínútur að skrifa eina dikteraða mínútu sem læknir þarf svo að lesa yfir og undirrita áður en hún er send út. Hjá viðtakanda er bréfið móttekið og þarf svo að finna því réttan viðtakanda, læknir að lesa það yfir og ákveða hvort og hvernig þurfi að bregðast við og loks ganga frá því. Þetta eru fjöldamörg skref og ferlið viðkvæmt fyrir villum og töfum. Árið 2017 voru 106.425 komur á bráðamóttökur Landspít- ala, 332.808 komur á dag- og göngudeildir og 26.792 innlagn- ir, eða tæplega hálf milljón viðvika sem flest ættu að leiða til læknabréfs og voru unnin af 571 stöðugildi lækna. Það er því réttmæt spurning hvort afritun á sjúkraskrá sem er þegar að fullu aðgengileg viðtakanda sé á tækniöld besta nýting starfskrafts sem er að sligast undan álagi? Sömu spurninga mætti spyrja um hjúkrunarbréf, en álag og skortur á starfskrafti er þar enn stærra vandamál. Flagganir með skilaboðakerfi Hlutverk læknabréfa er ekki einungis að dreifa sjúkraskrá milli stofnana, þau eru jafnframt farvegur tilkynninga, það er til að láta vita af ferli sjúklings utan heilsugæslustöðvar. Heimilis- læknar þurfa að þekkja vel sína sjúklinga til að veita þeim bestu mögulegu þjónustu og slíkar tilkynningar gefa þeim yfirsýn. Ekki hefur verið skilgreint hversu mikið heimilislæknir vill eða þarf að vita um komur sjúklings utan heilsugæslunnar og almenna reglan því að læknabréf eru send um öll viðvik, sama hversu lítil þau eru. Einföld tognun á slysadeild eða kvefpest á barnadeild leiðir til læknabréfs með tilheyrandi handavinnu eins og var lýst að ofan. Árið 2016 voru send um 120.000 læknabréf frá Landspítala og því fjöldamörg viðvik sem ekki eru tilkynnt heilsugæslu. Það vekur upp ýmsar spurningar, svo sem hver ákveður hvað er tilkynnt og hvað ekki? Fylgir það verklagi eða er það sjálfstæð ákvörðun hvers læknis um sig? Hefur heimilislæknir möguleika á því að vita af þeim viðvikum sem ekki eru tilkynnt með lækna- bréfi? Ekki er tryggt að öll læknabréf í heilsugæslu séu lesin yfir og því hlýtur að vakna sú spurning hvort þetta fyrirkomulag sé yfir höfuð að ná því markmiði sínu um að veita heimilislækni fullkomna yfirsýn? Hér eins og svo oft býr upplýsingatæknin yfir lausnum. Með tilkomu skilaboðakerfis í Heilsugátt hafa opnast nútímalegri leiðir til samskipta en slík skilaboð eru hluti af sjúkraskrá og má því senda í þeim kennitölur og upplýsingar um sjúklinga. Eins og Læknabréf á tækniöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.