Fréttablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það er
fullkomlega
ábyrgðar-
laust af
formanni
stjórnmála-
flokks að
grafa undan
yfirvöldum á
þann hátt
sem Inga
Sæland hefur
gert.
Samninga-
nefndir
Sameykis og
annarra
aðildarfélaga
BSRB eru
vægast sagt
orðnar
langþreyttar
eins og
félagsmenn
flestir.
11.30–14
.00
Plokkfisku
r með fers
ku salati, r
úgbrauði o
g bernaise
1.550 kr.
PLOKKARI
Á FÖSTUD
ÖGUM
fjallkona.is
Það er til mark um heiðarleika og hrein-skilni þegar einstaklingur viðurkennir að hann hafi ekki vit á ákveðnum málaflokk-um. Enginn getur vitað allt um allt, þótt ótrúlega margir þykist hafa mun meira vit á mörgu en þeir hafa. Þar er hégómanum
um að kenna og athyglissýkinni.
Flestir verða einhvern tíma uppvísir að því að segja:
„Ég veit ekkert um þetta en mér finnst …“ Þetta er
kæruleysislegt tal, eins og viðkomandi einstaklingur
gerir sér yfirleitt grein fyrir. Hann er að slá einhverju
fram og gerir ekki ráð fyrir að þurfa að bera ábyrgð á
þessu rausi sínu. Fólk segir svo margt og ætlast ekki til
að það sé allt tekið alvarlega.
Það skiptir hins vegar máli í hvaða stöðu fólk er.
Stjórnmálamaður getur ekki talað á þennan hátt
frammi fyrir alþjóð og ætlast til að komast upp með
það. En þetta var einmitt það sem þjóðin heyrði nýlega
í sjónvarpsþættinum Kastljósi. Þar var mætt Inga
Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún hafði nokkru
áður gagnrýnt sóttvarnalækni harðlega vegna við-
bragða við kórónaveirunni og lagt til að landinu yrði
lokað og komið yrði upp sóttkví í Egilshöll. Stjórn-
málamenn geta sagt hvað sem er heima hjá sér og í
góðra vina hópi (nema þeir séu á bar þar sem hætta er
á að vitleysan sem þeir láti út úr sér leki í fjölmiðla).
Þeir geta hins vegar ekki ætlast til að þeir séu ekki
krafðir skýringa á sérkennilegum hugmyndum sem
þeir hafa reifað opinberlega. Ingu Sæland var stórlega
misboðið þegar afar kurteis en ákveðinn fréttamaður,
Einar Þorsteinsson, spurði hana um þessar hugmyndir
hennar og hvort hún hefði þekkingu á sóttvörnum og
faraldursfræðum. „Ég hef akkúrat ekkert vit á þessu,“
sagði Inga. Þrátt fyrir að búa ekki yfir þekkingu kom
hún því til skila að hún hefði sterka sannfæringu í mál-
inu. Sannfæringu sem byggist á vantrausti á vísinda-
mönnum og yfirvöldum sem hafa af mikilli elju staðið
vaktina.
Inga Sæland er sama kona og á sínum tíma óskaði
rasistanum Marine Le Pen velfarnaðar. Hún brást hin
versta við þegar fréttamaður minnti hana á að hún
hefði eitt sinn líkt sér við Le Pen. Ekki komust sjón-
varpsáhorfendur að því í þetta sinn hvort Inga horfir
enn með hlýhug til Le Pen. Vissulega væri fróðlegt að
vita það.
Það er fullkomlega ábyrgðarlaust af formanni stjórn-
málaflokks að grafa undan yfirvöldum á þann hátt
sem Inga Sæland hefur gert þegar kemur að baráttunni
við kórónaveiruna. Hún elur á ótta, afneitar þekkingu
vísindamanna, viðurkennir reyndar að hún viti ekki
betur en þeir en segir um leið að þeir viti svo sem ekki
mikið. Þegar hún er spurð eðlilegra spurninga í sjón-
varpsþætti bregst hún við eins og fréttamaðurinn sé í
alveg sérstökum leiðangri gegn henni.
Stjórnmálamenn eiga að sýna ábyrgð en ekki grafa
undan einstaklingum sem starfa í þágu vísinda og
þekkingar. Popúlistar í stjórnmálum eru hins vegar
ekkert að láta vísindamenn trufla sig. Sannfæring
þeirra sjálfra skiptir svo miklu meira máli en vísindin.
Sannfæringin
Hvers vegna opinberir starfsmenn hafa fengið nóg og boða til verkfalls 9. mars.Kjarasamningar við meginþorra opinberra
starfsmanna hafa nú verið lausir í rúma 11 mánuði.
Allan þann tíma hafa viðræður á milli viðsemjenda
verið í gangi þó hægt hafi gengið. Hlé var tekið um
hásumarið og samið um innágreiðslu, enda trú okkar
að f ljótlega yrði gengið frá samningum. Það varð ekki
raunin. Viðsemjendur sneru aftur að samningaborð-
inu tómir á svip með nákvæmlega sömu rulluna og í
byrjun.
Samningarnir nú eru sannarlega f lóknari en oft
áður, í þeim er verið að gjörbylta skilgreiningum
okkar á vinnutíma bæði í dagvinnu og vaktavinnu.
Eftir þrotlausa vinnu vonumst við til að sjá sam-
komulag um útfærsluna liggja fyrir bráðlega.
Það sem út af stendur og er meginástæða verkfalls-
boðunar eru afar mikilvæg atriði eins og launaliður
og jöfnun launa milli markaða. Samkomulag um
jöfnun launa milli markaða var undirritað fyrir
fjórum árum þegar gengið var frá jöfnun lífeyrisrétt-
inda, en ekkert bólar á efndum.
Hvað varðar launaliðinn þá hefur hið opinbera
fyrir löngu gefið út að hækkanir skuli vera í anda
Lífskjarasamningsins. Staðan er hins vegar sú að ríkið
neitar að greiða félagsfólki Sameykis það sem í honum
felst. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar
boðið hækkun upp á 90 þúsund, en ríkið neitar enn og
Reykjavíkurborg virðist ætla að elta þá vitleysu.
Deilan snýst um það hvort Sameykisfólk sé starfs-
menn á taxtalaunum eða markaðslaunum, en það
hefur skilið á milli upphæðanna sem Lífskjarasamn-
ingurinn gefur (annars vegar 68 þúsund kr. hækkun
á mánaðarlaunum á samningstímabilinu og hins
vegar 90 þúsund kr.). Samninganefndir Sameykis og
annarra aðildarfélaga BSRB eru vægast sagt orðnar
langþreyttar eins og félagsmenn flestir og við viljum
leysa þessa deilu.
Við skorum á viðsemjendur að klára málið með
okkur áður en boðað verkfall hefst, á miðnætti
aðfaranótt mánudagsins 9. mars.
Hvaða æsingur er þetta?
Árni Stefán
Jónsson
formaður
Sameykis
stéttarfélags
í almanna-
þjónustu
Game-changer
Læknar brýna nú hnífa og
rakvélar og raka af sér allt
skegg í þágu sóttvarna. Einn
af þeim sem rúði sig var Hjalti
Már Björnsson á bráðadeild
Landspítalans. En hann er
einna þekktastur fyrir það eitt
að vera með skegg. „Þetta eru
viðbrigði,“ sagði Hjalti og bar
sig vel, ekki væri um stóra fórn
að ræða. Hjá CDC, bandaríska
sóttvarnaeftirlitinu, er listi yfir
skegg sem hindra loftþéttingu
veiruheldra gríma. En þetta er
svokallaður „game-changer“
fyrir skeggjaða karlmenn sem
héldu að þeir væru óhultir með
grímu. Í lagi er að vera með
yfirvaraskegg álík þeim á Zorró,
Adolf Hitler og Hercule Poirot.
En alskegg og yfirvaraskegg eins
og á Salvador Dalí, Frank Zappa
og Heiner Brand, virka ekki.
Meira af læknum
Hinn skeleggi þingmaður og
læknir, Ólafur Þór Gunnarsson,
tók að sér að kenna þingheimi að
maka hendur sínar með spritti
eins og heilbrigðisyfirvöld mæla
með að fólk geri. Tók sýnikennsl-
an tólf sekúndur og fylgdust
þingmenn vel með. Ekki er víst
að allir hafi meðtekið kennsluna
og verður hún því endurtekin
tvisvar sinnum til viðbótar.
Næst á dagskrá er að kenna
þingmönnum tvisvar sinnum
töfluna, íslensku mánaðaheitin
og muninn á hægri og vinstri.
kristinnhaukur@frettabladid.is
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN