Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 17
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
Margir telja að landbúnaðurinn verði horfin atvinna í landinu nema vakning verði og við-
snúningur.“
Þetta er ekki tilvitnun í neinn þeirra,
sem talsmenn ríkisstjórnarflokkanna
og Miðflokksins kalla óvini land-
búnaðarins. En í þeirra augum eru
það allir þeir, sem efast um ríkjandi
landbúnaðarstefnu stjórnvalda. Satt
best að segja er þetta niðurstaða Guðna
Ágústssonar fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra í Morgunblaðsgrein 12. febrúar
síðastliðinn.
Guðni Ágústsson segir enn fremur
að landbúnaðurinn standi á „hengi-
brún“ og sé „umkomulaus atvinnu-
grein“, stjórnmálamenn hafi „brugðist“
og bændurnir sjálfir séu „kúgaðir og
daufir“.
Breytingar eru óhjákvæmilegar
Svo vill til að Daði Már Kristófersson
prófessor kemst að sömu niðurstöðu í
Kveik 25. febrúar. Þar sagði hann: „Ég
held að núverandi kerfi sé þannig að
síðasti bóndinn slekkur ljósið.“ Og hann
skýrir ástæðuna á þennan veg: „Það
er bara ein leið, þeim mun fækka með
framleiðniþróun í landinu og breyt-
ingum á neysluvenjum, og smám saman
grefur undan grunninum í þessum
samfélögum.“
Þessir tveir menn koma úr gagnstæð-
um áttum; annar úr grasrót bændasam-
félagsins en hinn úr fræðasamfélaginu.
En þeir sjá báðir sömu augum það sem
við blasir í íslenskum landbúnaði.
Hitt skiptir ekki síður máli að báðir
virðast þessir ólíku menn telja að unnt
sé að tryggja blómlegri og kröftugri
atvinnu í sveitum landsins. Með öðrum
orðum: Þeir eru á einu máli um að
breytingar eru óhjákvæmilegar.
Tvær leiðir
Ekki er víst að sameiginlegur skiln-
ingur þeirra nái lengra. En það markar
samt ákveðin tímamót í umræðu um
íslenskan landbúnað ef menn sjá eins
það sem skrifað er á vegginn og geta
rætt um þær staðreyndir án hleypi-
dóma. Umræðunni um óhjákvæmilegar
breytingar verður ekki lengur ýtt út af
borðinu með því einu að saka alla þá um
stríðsrekstur gegn landbúnaðinum, sem
þannig tala.
Með hæfilegri einföldun geta menn
valið um tvær leiðir til breytinga. Og það
er unnt að ganga mislangt eftir hvorri
þeirra sem er.
Annars vegar er unnt að auka mið-
stýringu og loka landið enn frekar af
frá erlendum mörkuðum. Hins vegar
má láta frjáls viðskipti ráða meir um
þróunina.
Sömu kjarnaatriði í báðum leiðum
Fjögur kjarnaatriði ættu þó að vera þau
sömu hvort sem menn velja aukið frelsi
eða harðari miðstýringu: Í fyrsta lagi
ætti að halda fjárhagslegum stuðningi
ríkisins áfram. Í öðru lagi þarf að láta
fjárstuðninginn ná til mun fjölþættari
starfsemi en nú er. Í þriðja lagi þarf að
taka markmið þjóðarinnar í loftslags-
málum og landvernd með í reikninginn.
Og í fjórða lagi þarf aðlögunartími að
vera hæfilegur.
Framleiðni er lykilatriði í þessu dæmi.
Hana er unnt að auka með því að halda
áfram að fækka hefðbundnum búum
eins og gert hefur verið og stækka þau
sem lifa áfram. Önnur leið er að stækka
markaðssvæðið. Það kallar á frjálsari
verslun. Erlendir markaðir eru mögu-
leiki, en samt sýnd veiði en ekki gefin.
Samkeppnisstaðan er ójöfn vegna
legu landsins og fjármagnskostnaðar í
krónuhagkerfinu. Öll stærstu útflutn-
ingsfyrirtæki í öðrum greinum hafa til
að mynda yfirgefið krónuna fyrir löngu.
Stjórnmálin hafa brugðist
Kjarni málsins er sá að nú ætti að vera
jarðvegur til þess að ræða breytingar og
skoða þær meginleiðir sem færar eru. Í
mörg horn er að líta í þeim efnum. Rök-
ræðan er nauðsynleg.
Það á að vera liðin tíð að menn verði
sjálfkrafa óvinir landbúnaðarins ef
þeir aðhyllast ekki miðstýringu. Í raun
er það villukenning þeirra, sem þora
ekki að rökræða ólíka hugmyndafræði.
Sennilega er það sú villukenning, sem
mestu hefur ráðið um þá staðreynd að
stjórnmálin hafa brugðist.
Það er réttmæt gagnrýni hjá Guðna
Ágústssyni að atvinnustarfsemi í
sveitum landsins er umkomulaus á
Alþingi eins og sakir standa. Því þarf að
breyta.
Umkomulaus atvinnugrein
Það á að vera liðin tíð að menn
verði sjálfkrafa óvinir land-
búnaðarins ef þeir aðhyllast
ekki miðstýringu.
Finndu okkur
á facebook
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða
flísum
Flísabúðin
30
ÁRA
2018
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 5 . M A R S 2 0 2 0