Fréttablaðið - 05.03.2020, Blaðsíða 30
Úr myndabók Jónasar Hall-
grímssonar, eftir Pál Ísólfsson,
er sjaldheyrt, en það er gaman
að fá að hlýða á það á þessum
tímamótum enda er þáttur Páls
í sögu Sinfóníuhljómsveitar-
innar stór.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæra
Hjálmars Freysteinssonar
Duggufjöru 4, Akureyri.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem
veittu honum og fjölskyldunni aðstoð og
stuðning í veikindum hans.
Sigríður Jórunn Þórðardóttir
Guðbjörg Helga Hjálmarsdóttir
Anna Þórunn Hjálmarsdóttir Bergsveinn Þórsson
Þórður Örn Hjálmarsson
Aldís, Baldur, Birkir, Kári og Sigríður Anna
Góður vinur okkar,
Ásmundur Ásmundsson
Ökrum á Mýrum,
Hraunhreppi,
andaðist fimmtudaginn 27. febrúar
í Brákarhlíð, Borgarnesi.
Útförin fer fram laugardaginn 7. mars
kl. 14.00 frá Akrakirkju. Öll blóm og kransar afþakkaðir, en
þeim sem vildu minnast hans er bent á Akrakirkju.
Ólöf Sigríður Davíðsdóttir
Oddný Þorsteinsdóttir Sigþór Sigurðsson
Siggi og Ólöf á Kálfalæk
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Júlíusdóttir
er látin.
Kristmundur E. Jónsson,
dætur og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýjar kveðjur og kærleika við andlát
og útför okkar elskulegu
Guðfinnu Hrefnu
Arnórsdóttur
(Guffýjar)
Ásklifi 1,
Stykkishólmi.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Karvel Hólm Jóhannesson
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þorbjörg Ólafsdóttir
frá Ísafirði,
Grænumörk 3, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Selfossi þann 19. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Unnur Ólöf Matthíasdóttir Styrkár Hjálmarsson
Benedikt Már Jóhannsson
Auður Jóhannsdóttir Björn Bjarnason
Ólafur Fannar Jóhannsson Berglind Rós Guðmundsdóttir
Styrmir Jóhannsson Kolbrún Ýr Harðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristján Arnfjörð
Guðmundsson
áður til heimilis að
Brekkubyggð 89, Garðabæ,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu
Eir laugardaginn 15. febrúar sl., verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 6. mars kl. 13.00.
Jóna G. Gunnarsdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack
Hilmar S. Kristjánsson Josefine L. Kristjánsson
Ragnar K. Kristjánsson Helga J. Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Mahler, Páll Ísólfsson og Sibelius eru höf-undar þeirra verka sem f lutt verða á hát íð at ón lei k u m S i n f ó n í u h l j ó m -
sveitar Íslands í kvöld. Hin finnska Eva
Ollikainen heldur um tónsprotann.
„Þetta er afar glæsilegt prógramm,“
segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar-
innar, sannfærandi, þegar hún næst í
smáviðtal að loknum einum af fundum
dagsins. „Hljómsveitin verður stór,
stundum krefjast verk þess og þannig
er það í Sinfóníu nr. 1 eftir Mahler, þar
er bætt við strengjum og hornum. Við
erum alltaf með gott fólk á kantinum
sem stekkur inn í þegar þörf krefur,“
segir hún og lýsir dagskránni frekar.
„Fiðlusnillingurinn Augustin Adelich
kemur frá Ítalíu og spilar fiðlukonsert
Sibeliusar. Þriðja verkið, Úr myndabók
Jónasar Hallgrímssonar, eftir Pál Ísólfs-
son, er sjaldheyrt, en það er gaman að
fá að hlýða á það á þessum tímamótum
enda er þáttur Páls í sögu Sinfóníu-
hljómsveitarinnar stór.“
Á laugardögum er Sinfóníuhljóm-
sveitin jafnan með opið hús í Norður-
ljósasal Hörpu og á laugardaginn verður
stundin með afmælisívafi,“ að sögn Láru
Sóleyjar. Hún rifjar upp að Sinfónían
hafi farið í frækilega tónleikaferð til
Bretlands í febrúar. „Það var partur af
hátíðahöldunum hjá okkur,“ segir hún
og bætir við: „En það er ekki bara Sinfón-
íuhljómsveitin sem fagnar stórafmæli á
þessu ári, heldur líka Íslenska óperan og
Listahátíð í Reykjavík, fyrir utan Þjóð-
leikhúsið og Ríkisútvarpið. Við verðum
með uppsetningu á Valkyrjunum eftir
Wagner í maí, í samstarfi við Listahátíð
og Íslensku óperuna og sú uppsetning er
líka þáttur í afmælishaldinu.“
Það er á sjötugasta afmælisárinu
sem kona er í fyrsta sinn ráðin í stöðu
aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. Eva Ollikainen, stjórnandi
kvöldsins, tekur við því embætti í byrj-
un nýs starfsárs. Ég bið Láru Sóleyju að
fræða mig um hana. „Eva stjórnaði Sin-
fóníunni á einum tónleikum á síðasta
starfsári og eitt sinn í Háskólabíói, þann-
ig að hún á smá sögu með sveitinni. Hún
er búsett í Danmörku, en mun stjórna
sveitinni ákveðinn fjölda vikna á næsta
starfsári og er líka listrænn stjórnandi,
tekur þátt í verkefnavali og fleiru.“
Bjarni Frímann aðstoðarhljómsveit-
arstjóri er mikilvægur Sinfóníuhljóm-
sveitinni og stýrir sífellt f leiri tónleik-
um, að sögn Láru Sóleyjar. „Draumur
okkar er að byggja upp áhuga og tæki-
færi fyrir fólk að sækja sér þekkingu í
hljómsveitarstjórn, það er eitt af mark-
miðunum,“ segir hún og upplýsir að
Sinfónían sé þessar vikurnar að leggja
lokahönd á stefnuskrá til næstu ára. Það
sé meðal þess sem hljómsveitin gefi sér
í afmælisgjöf.
Lára Sóley tók við stöðu fram-
kvæmdastjóra sveitarinnar síðasta
haust og kveðst kunna vel við sig. „Þetta
er afskaplega fjölbreytt starf því það er í
mörg horn að líta, en hver einasti dagur
er skemmtilegur. Ástríðan er mikil hjá
öllum fyrir starfinu sínu, allir leggjast á
eitt við að láta hlutina gerast og ganga
upp. Það er dýrmætt að vinna í svoleiðis
umhverfi.“ gun@frettabladid.is
Ástríðan mikil hjá öllum
Sjötíu ár eru nú í mars frá því fyrstu tónar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru slegnir
opinberlega. Þess er minnst á hátíðatónleikum í Hörpu í kvöld. Uppselt er á þá.
„Það er í mörg horn að líta en hver
einasti dagur er skemmtilegur,” segir
Lára Sóley framkvæmdastjóri. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Austurbæjarbíói 9. mars 1950.
Merkisatburðir
1865 Kirkjan á Möðru-
völlum í Hörgárdal brennur.
Arngrímur Gíslason list-
málari málaði mynd af
þessum atburði og telst
hún vera fyrsta íslenska at-
burðamyndin.
1912 Fiskverkakonur í
Hafnarfirði gera verkfall. Er það í annað skipti sem konur
fara í verkfall á Íslandi en það fyrsta var árið 1907 þegar
sömu konur fóru í dagsverkfall.
1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur starf-
semi sína.
1933 Nasistaflokkurinn í Þýskalandi fær 44% greiddra
atkvæða í þingkosningum.
1938 Aftaka norðanveður gerir og bæjarhús í Húsavík
í Norður-Múlasýslu fjúka af grunninum og hafna niðri í
fjöru. Fólk sem í húsunum er kemst þó lífs af og má það
teljast kraftaverk.
1946 Winston Churchill heldur fræga ræðu þar sem hann
nefnir Járntjaldið í fyrsta skipti.
1970 Ísland gerist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu,
EFTA.
5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT