Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 05.03.2020, Qupperneq 42
Síðasta laugardag var undir-lína eins þekktasta tísku-merkis heims, Comme des Garçons, sýnd á tísku-vikunni í París. Línan heitir Noir og er sköpuð af Kei Ninomiya, en hann fékk lista- manninn Hrafnhildi Arnardóttur/ Shoplifter til að gera stórfenglega hárskúlptúra fyrir sýninguna. Lilja Baldursdóttir, listrænn framleið- andi hennar, sagði Fréttablaðinu frá ferlinu. „Við Hrafnhildur höfum unnið saman í fjögur ár. Ég sé um að útfæra verkefnin hennar, allt sem við kemur samningsatriðum, hug- verkarétti, teymi, pressu og slíku, en ég hef verið í þessu starfi í sjö ár og unnið að verkefnum í mörgum skapandi geirum. Fyrir þetta verk- efni fengum við til liðs við okkur Eddu Guðmundsdóttur stílista, en þær Hrafnhildur þekkjast vel. Edda er einstaklega klár stílisti og hefur unnið í tískugeiranum erlendis lengi, meðal annars með stjörnum á borð við Björk, Jonas Brothers, Bebe Rexha, Cardi B og f leirum,” segir Lilja. Gott samstarf Vinur Hrafnhildar, Yasuhiro Wat- anabe sem sér um Dover Street Market í Japan, kynnti hana fyrir Kei Ninomiya sem er hönnuður línunnar Noir, fatalínu sem er undir merkinu Comme des Garçons. „Hann hafði mikinn áhuga á að vinna með Hrafnhildi. Kei er þekktur fyrir stórar og viðamiklar fatalínur og hefur hann undanfarin ár verið að vinna með blómalista- manni að nafni Makoto Azuma sem hefur búið til blómaskúlptúra á módelin fyrir tískusýningar Kei. Í ár vildi Kei fá Hrafnhildi til liðs við sig og bað hann Hrafnhildi og Makoto að vinna saman að skúlptúrunum. Kei var mjög spenntur að vinna með henni, en við höfum verið að vinna að þessu verkefni síðastliðna fjóra mánuði,” segir Lilja. Hún segir ferlið hafa gengið vel fyrir sig, en verkefnið var í raun samstarf þriggja listamanna: Kei, Hrafnhildar og Makoto. „Það sem einkenndi samstarfið var mikið traust og virðing þeirra á milli. Kei nefndi að undirbún- ingur fyrir sýningu hefði sjaldan gengið svona hratt og vel fyrir sig. Þau voru öll hæstánægð með hvert annað og samstarfið. Það er búið að tala mikið um fatalínuna og skúlp- túrana síðan sýningin var afhjúpuð á laugardaginn, þar á meðal í Vogue, Love, Elle og f leiri miðlum, og All- ure nefndi skúlptúrana sem einn af bestu hárstílunum á tískuvikunni í París í ár,” segir hún. Eru skúlptúrarnir þungir? „Já, sumir skúlptúrarnir eru þungir. Shoplifter á tískuvikunni í París Hrafnhildur Arnardóttir/ Shoplifter hann- aði einstaka hárskúlptúra fyrir eitt stærsta tískuhús heims. Þeir voru sýndir á tísku- vikunni í París nú síðasta laugardag. Teymið hefur unnið að skúlptúrunum í fjóra mánuði. MYND/GETTY IMAGES Samstarfið milli listamannanna þriggja gekk gífurlega vel að sögn Lilju. MYND/GETTY IMAGES Hrafnhildur Arnardóttir og Edda Guðmundsdóttir máta saman hárskúlptúr á eina fyrirsætuna. MYND/IMAGE AGENCY Lilja og Edda vinna að undirbúningi sýningarinnar í París um helgina. Hrafnhildur og blómalistamaðurinn Makoto vinna að skúlptúrunum. Þeir eru gerðir úr lifandi plöntum sem voru f luttar inn frá Japan og notaðar með hárskúlptúrum sem Hrafnhildur skapaði. Við bjuggum til ákveðna stalla undir skúlp- túrana til að mýkja þá á höfðum módelanna, en það var smákúnst að festa þá þannig að þeir myndu ekki detta, sérstaklega þessa sem voru þyngstir. L'Oreal styrkti okkur, svo það voru einungis notaðar vörur frá þeim í skúlptúrana.“ Áhrif kórónaveirunnar Lilja segir að hátt í 80 manns hafi verið á staðnum og tekið þátt í sýn- ingunni. „Hún var haldin á Hotel Potocki í París. Það voru tvær æfingar áður en aðaltískusýningin fór fram. Það kom í raun ekkert upp á, en það var mjög gott að hafa æfingarnar, því þá gátum við séð hvað þurfti að laga. Stofnandi Comme des Garçons, Rei Kawakubo og hennar teymi, voru stödd á æfingunni til að fylgjast með,“ segir Lilja. Hún segir kórónaveiruna því miður hafa sett svip sinn á tísku- vikuna í ár. „Það var svolítið sérstakur andi yfir tískusýningunni í ár út af kórón- aveirunni. Við fréttum af nokkrum sýningum og viðburðum sem var hætt við, og sumir gengu um með grímur. Allflestir voru samt rólegir yfir þessu, en fólk heilsast án þess að snertast, til dæmis með „loftkossum” sem er reyndar kveðjumáti sem tíðk- ast í tískuheiminum,“ segir hún. Hvað er á næstunni hjá ykkur? „Hrafnhildur verður með stóra sýningu á Nordatlantens Brygge í apríl, en annars erum við í fullum undirbúningi á stóru verkefni með BIOEFFECT sem við höfum verið að vinna að síðan í sumar. Hrafnhildur hefur hannað einstaka vöru fyrir þá sem kemur út í maí og verður seld víðsvegar um heiminn. Við hlökkum mikið til að af hjúpa þá vöru þegar hún kemur út.” steingerdur@frettbladid.is 5 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.