Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 6
skornar voru ofan af hrygg stórgripa þegar slátrað var. Þær voru skornar í hæfilega breiðar ræmur, þær skafnar vandlega og teygðar til, dregnar upp á snúru eða mjótt prik og þurrkaðar. Seymið var geymt á þurrum og góðum stað þar sem gripið var til þess er á þurfti að halda. Þvengir hlutu svipaða meðferð, mjó ræma var klippt af útnára, bleytt, teygð og snúin á hné sér þar til hún var mátulega gild í þvenginn. Leðurskór voru líka oft snúraðir og þóttu endast betur vörpin á þeim, en þá var skórinn verptur með togþræði og misjafnlega gilt snæri kastað við varpið með hörtvinna eða fínu seglgarni. Gangna- og vetr- arskór voru stundum þvengjaðir; þá var þvengur dreginn meðfram varpinu og eitt til tvö ristarbönd lögð yfir ristina. Endarnir á þvengnum voru það langir, að hægt var að hnýta þá saman utan um nrjóalegginn. Þetta var gert til þess að að halda skónum betur að fætinum svo snjór og sandur færi síður ofan í skóinn. Allar afklippur af skinnum og skæklar var notað í bæt- ur á skó. A æskuheimili mínu var skápur undir borði í bæjardyrunum þar sem aflóga skór voru geymdir ásamt skóbótum, sem oft voru þræddar upp á spotta, svo hægar væri að velja bót undir götuga skó. Margir af þessum skóm voru nothæfir sem utanyfir^kór í fjós og fjárhús til að hlífa betri skónum. Engum skó var fleygt fyrr en notað- ar voru bætur úr honum til hins ýtrasta; aðeins vörpin, eftir. þau voru ónothæf. Þá má minnast á skinnsok'kana. Þeir voru sniðnir úr lipru sauðskinni (lambskinni) og náðu upp undir hné. Efst var dreginn þvengur í sokkinn til að draga hann sam- an og bundið neðan við hnéð, svo voru menn í leðurskóm utam fir skinnsokkunum. Gripið var til skinnsokkanna þeg- ar farið var í göngur og eins að vetrinum þegar miklar bleytur voru. Skinnsokkarnir vildu harðna illilega; voru þeir á milli þess sem þeir voru notaðir troðnir út með he\ i svo lagið héldist og hengdir til þerris upp á skemmu- bita. Það var mikið verk og vandasamt að gera skó á allt heimafólk svo að þeir entust vel, yrðu hvorki lappaðir, nasbitnir eða varpslitnir. Fyrirhyggjusamar húsmæður létu gera skó að vetrinum, svo minni frátafir yrðu yfir anna- tímann að sumrinu. Sá siður tíðkaðist að stúlkurnar á bænum höfðu sinn þjónustumann. Þurftu þær að annast plögg hans, þvott á fötum og gera við það sem aflaga fór. Ef þjónustumaður var hagur í höndum, kom það fyrir að ’hann gaf þjónustu sinni fallegt nálhús og þótti það góður gripur. I því voru nálarnar á vísum stað og hægt að grípa til þeirra livenær sem með þurfti. Geymdu þær nál- húsin sín eins og hverja aðra dýrgripi. Nálaprillur voru líka notaðar. Var sniðin og saumuð einlit pjatla utan um fjöðurstafi (álftafjaðrir) og stangað á milli stafanna. Lok svipað vasaloki, var haft á svo ekki rynni út úr prillunni. Var þá saumuð rós eða fangamark í lokið. Hneppsla var saumuð neðst á lokið og hneppt á fa’llegan hnapp niður á prilluna. Mjög var misjafnt hve marga skó hver maður þurfti yfir árið. Sumir voru skóníðingar (skóböðlar, skóþrælar) og þar fram efir götunum. Aðrir voru léttstígari, skældu ekki skóna og hirtu þá vel. I kringum 1920 vissi ég til þess að vorstúlka kom að stórbýli Norðanlands. Daginn sem hún kom voru henni fengin tvenn skæði, sauðskinnsskæði og leðurskæði. Átti hún að gera sér skóna um daginn og þeir áttu að endast meðan vorverk stóðu yfir; leðurskórnir við útivinnu, en sauðskinnssikórnir inni við. Ef skipt var um vist, var skónum skilað til húsfreyju, væru þeir ekki orðnir því lélegri. Ekki voru allar s-túlkur jafn fljótar að gera skó; það þótti gott ef þær gerðu sauðskinnsskó á einni klukkustund. En leðurskó voru erfiðari viðfangs; tók það fengri tíma að ljúka við þá, einkum ef þeir voru snúraðir. Nú eru þessi vinnubrögð dottin úr sögunni, einstaka kona kann enn til þessara verka, en íslenzku skórnir eru ekki lengur notaðir. Nú ræður tízkan fótabúnaði fólks. Islenz’ku skórnir voru notaðir í aldaraðir. Þó segja megi að þeir væru ekki alltaf sem hen-tugastir, þá skýldu þeir fót- um ok-kar íslendinga allt fram á fjórða tug þessarar aldar, en þá tók gúmmískófatnaðurinn við og svo breyttist skó- tízkan koll af kolli. Nú er sjálfsagt milljónum eytt í gjald- eyri fyrir innfluttum skóm, sem þekktist ekki fyrir rúmum 30 árum. Bót er þó í máli, að innlend skógerð er komin talsvert á rekspöl, er óskandi að hún færist svo í aukana, að lítið verði flutt inn af erlendum s'kófatnaði, að Islend- ingar geti nú aftur séð sér fyrir nægilegum skóm. Hulda A. Stefánsdóttir. Þegar sníða skal sauðskinns- eða leðurskó, er skinnið rist niður í lengjur, u.þ.b.14-18 cm breiðar. Fyrst er hrygglengjan skorin,er hún þykkust og bezt til slits, og svo eru jafnbreiðar lengjur skornar sitt hvoru megin til hliðar við hrygglengjuna, ein eða fleiri eftir því hve skinnið er stórt. Því næst eru lengjurnar skornar í sundur í mátu- lega löng skæði. — Meðal kvenskór eru um 27 cm á lengd, er svarar til nr. 38 í skóstærð. — Annars er bezt að mæla fótinn sem skórnir eiga að hlífa. Skæðið á að vera jafnlangt og fóturinn, en gera þarf ráð fyrir saumum, svo sem 1—1,5 cm. Ef um karlmannaskó er að ræða, þurfa þeir að vera dýpri, u. þ. b. 18 cm, og eru þá lengjurnar skornar það breiðar. Skæklarnir og það sem afgangs varð af skinn- inu var notað í bætur, eða barnaskó, ef hægt var að ná þeim. 6 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.