Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 18
aigspiipí ÉstebiiíiS* iS'kíi' 1 ■ ■■ ' ■ ’>4 ? i $ 7i1 veggskreyting Stærð 30X38 sm. Grunnur er rauð ullarvoð eða javi. Nokkrum bútum úr ullarefni í rauðleit- um-, fjólu- og appelsínulitum er raðað svo jafnvægi náist. Bútunum er tyllt á grunninn með lauslegu varpspori og samlitum tvinna. Pressað er lauslega frá röngu, ef með þarf. Loftlykkjulengjur eru heklaðar úr þremur rauðum litum líkum grunnlitn- um. Hér hefur kambgarn verið rakið í sund- ur og lengjurnar heklaðar úr því ein- þættu og mjög laust, svo grisji í gegn- um þær. Lengjurnar eru lagðar yfir efn- isbútana og litunum raðað saman þann- ig, að rauðu litir lengjanna verði sem líkastir efnisbútunum og róleg heild ná- ist. Síðan er lengjunum tyllt niður, einni í einu, með léttum stökum afturstings- sporum frá réttu og með sama þræði og heklað var úr eða öðrum samlitum. Lengjurnar eru lagðar lausar og niokkuð óreglulega, svo heildaráferðin verði frjáls, og eru þær tengdar með því að stinga endum þeirra niður þar sem með þarf. Þegar fyllt hefur verið með loftlykkju- lengjunum á æskilegan hátt og litirnir og formin samræmd, er stykkið strekkt á tréramma. Skemmtilegt er að skreyta með nokkr- um perlum, og fer vel, að þær séu í sömu litum og notaðir hafa verið í vegg- skreytinguna. Leggið að lokum rakan klút yfir skreyt- inguna, og látið gegnþorna. Hólmfríður Arnadóllir. 18 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.