Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 9
7. mynd. spjöld. í miðju eru 10 spjöld eða 5 spor, 2 spjöld fyrir hvert. Fyrstu fjórar láréttar rúðuraðir sýna eina urnferð í jaðarsmunstri og þverrendur þær, sem myndast, þegar öll- um spjöldum hefur verið snúiS heilan hring. Þegar þeim hefur veriS snúiS eftir síSasta fyrirdragiS, eru dökku þræSirnir uppi. Fyrir næstu tvö fyrirdrög á 3. spor aS vera dökkt, má þaS því standa óhreyft, en 1. 2. 4. og 5 spor eiga aS vera ljós. Spjöldum þessara spora þarf því aS snúa þannig, aS ljósu þræ3irn:r komi í efra skiliS og standist á viS dökku þræSina í 3. spori. Þetta er gert þannig: JaSars- spjöldin hægra megin eru lögS flöt undir vinstri handar- jaSar meS vinstri hliS upp, 3. mynd. Þá eru spjöld 1. og 2. spors, þ. e. næstu fjögur spjöld, tekin í hægri hendi, sjá 4. mynd, og þeim snúiS í hálfhring til baka í öfuga átt við ör- á 1. mynd. Korna þá ljósu þræðirnir í horniS næst vefaran- urn og efsta horniS og standast á viS dökku þræðina í 3. spori, þegar þau eru aftur lögð að spjöldum í vinstri hendi. Jaðarsspjöld eru einnig tekin undan handarjaðrinum og sett á sinn stað. Þá er talið að 4. spori og öll spjöld hægra megin við það lögð undir handarjaðar, síðan er spjöldum 4. 5. spors snúið hálfhring tilbaka, öll spjöld lögð hlið við 'hlið. Nú hefur litum verið raðað samkvæmt munstrinu. Þá má bregða ívafinu í skilin, en áður en það er gert, getur verið gott að „hreinsa“ skilin með því að bregða fingri inn í þau við spjöldin og færa að bandinu. Um leið og ívafinu er brugðið í er það látið mynda lykkjur út úr jöðrunum beggja megin, 5. mynd. Með því móti er auðveldara að gæta jaðranna. Næst er öllum spjöldunum snúið samtímis !/4 úr hring í iþá átt, sem örin vísar. Bezt er að nota báðar hendur til þess, 6. mynd. Sami litur kemur aftur upp í hverju spori, hornið, sem næst var vefaranum er nú efst. Nú er skeiðin tekin í notkun og slegið fast og ákveðið í bæði skilin, 7. mynd. Þá eru ívafslykkjurnar dregnar að jöðrunum, ívafi aftur brugðið í skilin, öllum spjö'ldunum snúið úr hring í sömu átt og áður, slegið og lykkjur dregnar að jöðrum. Nú liggur sami litur ofan á þessum tveim fyrirdrögum, sem komin eru og er það látið vera eitt spor á hæðina. Litum er nú raðað fyrir næsta spor. Ævinlega, eftir að spjöldum hefur verið snúið eftir seinna fyrirdrag í spori, koma upp gagnstæðir litir. Núna eru því dökku þræðirnir uppi í 1. 2. 4. og 5. spori, en ljósu þræð- irnir í 3. Næst á 1. og 5. spor að vera ljóst, en 2. 3. og 4. dökkt. Dökku þræðirnir eru uppi í 2. og 4. spori, svo að þau standa óhreyfð. Spjöldum 1. 3. og 5. spors þarf að snúa hálfhring til baka á sama hátt og áður er lýst. Þegar því er lokið, er ívafinu smeygt í skilin, öllum spjöldum snúið, vefurinn sleginn o. s. frv. Tvíofin bönd með oddamunstri eru munstruð og ofin á sam hátt og einfaldi spjaldvefnaðurinn, að því undan- skiidu að ívafinu er brugðið í tvö skil eftir hvern J4 snún- ing í staðinn fyrir eitt. MunstriS verður raunverulega hið sama, hvort sem ofið er í einfalt eða tvöfalt skil, en tví- ofna bandið verður heldur þykkara, ívafið leggst þéttar og áferðin er sléttari, sjá mynd bls. 3. Ymis tilbrigði má gera með spjöldunum. Ef þeim er HUGUR OG HOND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.