Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 24

Hugur og hönd - 01.06.1970, Blaðsíða 24
SNÆLDUSNÚÐAR. Sýnishorn af nokkrum snœldusnúSum í ÞjóSminjasafni. SnúSarnir eru úr steini, beini og tré. lialasnælda Baöstofulífið gamla er horfið, og var það þó einu sinni mjög sterkur þáttur íslenzkrar menningar. Enn eru til gaml- ir menn sem minnast kvöldvökunnar í íslenzkri baðstofu. Þegar þeir leggja við hlustir, heyra þeir óminn af gamal- kunnum hljóðum, rímnakveðskap og sögulestur. en á bak við urg í kömbum, skelli í vef. tif í prjónum, þyt í rokkum. En þess er víst ekki langt að bíða, að síðasta bergmálið af þessari sinfoníu íslenzks baðstofulífs deyi út í íslenzkum huga. Rokkurinn með þyt sínum leysti ann- að og hljóðlátara tæki af hólmi. Það lifði þó sínu lífi í skugga hans og til aukaverka langt fram á okkar daga. Halasnældan, þetta fábrotna tæki til að spinna allt sern spinna þurfti, gegndi undraverðu hlutverki í verkmenningu þjóðarinnar frá landnámsöld og þangað til rokkurinn tók smám saman við af henni á 18. öld. Og frá landnámsöld nær saga hennar eins langt aftur í fyrnsku og augað eygir. Halasnældan er saman sett úr þremur hlutum: halanum, sem er sívalur, grann- ur og niðurmjókkandi teinn úr tré, snúðnum, sem er festur efst á halann, og hnokka úr eir eða járni efst. Þessu lík hefur snældan verið frá örófi alda. Allir hlutirnir eru einfaldir í sniðum, en snúðurinn er eftirtektarverðastur. Ef við gröfum í fornar bæjarrústir, finn- um við ætíð snældusnúða, stundum marga. Þeir eru venjulega úr mjúkum steini, stundum blýi, kringlóttir, fáeinir sentimetrar í þvermál, kúptir að ofan, flatir að neðan, með kringlótt auga í miðju, til festingar á snælduhalanum. Oftast eru þessir fornu snældusnúðar lítt skreyttir, stundum þó með einföldu 24 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.