Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1972, Blaðsíða 9
spunans tók hann m. a. að sér að hespa upp bandið eftir litun og þvott. Það var mikið verk, því það vildi flókna við meðferðina, þótt ævinlega væru bundnir smeygar um hespurnar. Það kom af sjálfu sér, að til að byrja með var allt band heimaunnið, en eftir að Gefjun hóf starfsemi sína, litaði Matthildur geysimikið band þaðan. Það reyndist vel, tók litinn jafnvel betur en hið vandaða, heimaunna þelband. Astæðan var sú, að i verksmiðjubandinu var ullin blönduð. I því var bæði tog og þel, en togið reynd- ist taka litinn miklu fljótar og betur en þelið. Þegar mikið er litað, þarf miklar jurtir og stór ílát. Matthildur litaði í tunnupotti og sauð hann- oft full- an af jurtum. Mjög mikil vinna lá í söfnun og þurrk- un jurtanna. Heimafólk hjálpaði til við söfnunina, fór stundum ríðandi alllangar leiðir í þei mtilgangi. Einn- ig voru nágrannar Matthildi velviljaðir og sendu henni jurtir. Langflestar jurtir er bezt að taka meðan þær eru í mestum gróðri. Gulvíðilauf tekur hún þó sölnað, stuttu áður en það fellur og fær úr því fallega, gulbrúna liti, ljósgulbrúna upp í dökksvarbrúna. Sortulyng, beitilyng, birkibörk og mosa er líka hægt að taka að áliðnu sumri. Annars eru jurtirnar afar misjafnar. Á sólríkum sumrum eru þær beztar. Sumar eru betri frá einum stað en öðr- um, aðrar gefa skærasta liti og sérstök litbrigði, ef litað er úr þeim nýteknum. Hið síðastnefnda segir Matthildur sérstaklega eiga við um grænar jurtir og græna liti. Og víst er um það, að grænu litirnir hennar Matthildar eru einstaklega fallegir. Hún nær þeim jafnvel ofurlítið blá- grænum án þess að nota indigó, t. d. úr regnfangi og hvönn, en skærustu grænu litina fær hún þó úr snarrótar- punti og gulrótablöðum. Puntinn (aðeins sjálfan punt- inn) tekur hún á vissu þroskaskeiði, eða meðan hann er grænn og hefur ekki breitt úr sér. Hún notar hann strax eins og gulrótablöðin og aðrar jurtir, sem hún fær úr skærgræna liti. Reyndar þarf fleira en grasaseyðið til að fá fram umrædda liti. Blásteinn (koparvitrjól) og keyta eru ómissandi. Þær jurtir, sem á að geyma, verður að þurrka fljótt og vel, þó ekki móti sól. Matthildur þurrkar sínar jurtir á lofti uppi yfir eldhúsi. Hún breiðir þær á gólfið, snýr og greiðir úr þeim, þar til þær eru vel þurrar. Síðan geymir hún þær í grisjupokum á þurrum stað. Matthildur notar engar nákvæmar uppskriftir. Hún telur þær reyndar gagnslitlar, þar sem jurtirnar séu svo misjafnar. Sami litur fáist sjaldnast tvisvar, þótt farið sé nákvæmlega eftir uppskrift. Aðalatriðið sé, að hafa nægar jurtir í litnum. Matthildur litar ævinlega allt í röðum, tvö til sex litbrigði í röð. Mikla leikni þarf til að ná hæfilegu bili milli litanna. Ljósustu litina fær hún með því að sjóða aðeins stutta stund, örstutta ef litar- lögurinn er sterkur. Þá dekkri sýður hún lengur og þá allra dekkstu lengst. Oft dekkir hún með því að nota hjálparefni, svo sem blástein eða vitrjól (járnvitrjól) ásamt keytu. Stundum lætur hún allt bandið samtímis í ]>ottinn og tínir það síðan upp úr eftir því sem það verður hæfilega dökkt, stundum lætur hún það band, sem á að verða dekkst, fyrst í pottinn og síðan smátt og smátt hitt, sem verða á ljósara. Þetta gerir hún með ýmsum tilbrigðum, svo sem lesa má um í lítilli bók UM JURTALITUN, sem út kom eftir hana 1944. Það, að Matthildur litar ævinlega í röðum og hvernig hún nær þeim, má segja að sé aðalsérkenni litunar henn- ar, ásarnt því, að hún hefur vald á því ágæta og auð- fengna efni, keytunni, sem með réttu getur kallazt töfra- meðal í þessu sambandi. Fyrir áhrif keytunnar verða litirnir mun skírari, fallegri og sterkari. Oftast dekkir keytan, suma liti gerir hún brúna og í grænu litina henn- ar Matthildar er hún ómissandi. Eins og öllu eldra fólki er kunnugt, var keyta notuð hér áður við ullarþvott. Þá var öllu, sem í kopp kom, safnað í ámur, sem venjulega stóðu í fjósi. Þar var það geymt þar til kom að ullar- þvotti snemma sumars og jafnan tiltækt, ef þurfa þótti. Þetta ágæta efni er reyndar ekki kcyta fyrr en það er orðið gamalt og staðið, og að sögn Matthildar, gagns- laust fyrr til jurtalitunar. Þó Matthildur hafi nær eingöngu litað úr íslenzkum jurtum fyrir aðra, kann hún ýmislegt fleira. Úr brún- spæni hefur hún fengið undurfallega fjólubláa Iiti, en þar sem þeir reyndust ekki vel trúir hafði hún þá aðeins fyrir sig. Bezta efnið í bláa liti er indigó, efni unnið úr jurt, sem vex í Asíu. Ymsar aðferðir eru til við litun úr indigó, en ein er þó einföldust, ódýrust og bezt. Fyrir utan indigóið þarf ekki annað en eitt ílát, keytu og hlýjan stað. Þessa aðferð notar Matthildur og lýsir þann- ig: „Keytan var látin bíða, þar til hún var orðin ofurlítið stæk í kollunni. Ég litaði í trékollu, lét hana standa úti í fjósi. Svo var indigósteinninn settur í lítinn poka úr gisnum dúk og látinn liggja í keytunni þar til hann var orðinn ofurlítið blautur. Þá var þvegið úr honum út í keytuna og bandið látið ofan í. Það þarf að vera vel blautt svo það verði ekki flekkótt, þótti gott að bleyta j>að í volgu vatni áður en það var látið ofan í. Svo er það látið liggja í þessu eitt dægui', þá er það fært upp og undið og látið vera uppi nokkurn tíma. Það er gott að bregða })ví út. Ég hafði það fyrir venju að bregða því upp á stag og láta það vera þar nokkurn tíma, þá kemur blái liturinn svo vel í ljós. Þetta er svo gert dag eftir dag, en náttúrlega miklu sjaldnar fyrir þá ljósustu. Þeir eru ekki látnir vera nema svona 2—3 daga, eftir j)ví hvað liturinn á að vera sterkui'. Jafnóðum er þvegið úr molanum, j)ví meira sem liturinn á að verða dekkri og flciri daga niðri í. Þetta er ákaflega trúr litur, trúasti litur, sem ég fæ. Lætur sig aldrei“. í lokin skal þess getið, að til er kvikmynd um jurta- litun Matthildar tekin af Ósvaldi Knudsen. Fræðslu- myndasafn ríkisins á eintak af ]>essari mynd og þar geta skólar, félög og aðrir fengið hana að láni. S. H. HUGUR OG HOND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.