Hugur og hönd - 01.06.1972, Page 12

Hugur og hönd - 01.06.1972, Page 12
Belti fyrir unga fólkið Margt af því, sem selt er í íslenzkum heimilisiðnaði, er unnið á heimilum víðsvegar um landið af fólki á öllum aldri. Gömul vinnubrögð og innlent efni eru íheiðri höfð, enda oftlega notuð við gerð muna, sem hafa fullt notagildi og hæfa jafnframt nútíman- um ágætlega. Þessi belti eru gott dæmi um það. Þau eru brugðin (sjá Hugur og hönd 1971) úr grófu ís- lenzku bandi, en sylgjurnar eru gerð- ar úr kýrhorni. Beltin bera með sér, að sá sem vann þau kann vel til verka, en þau gerði Eiríkur Þorsteinsson, Glit- stöðum í Norðurárdal, 75 ára gamall. 12 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.