Hugur og hönd - 01.06.1972, Page 30

Hugur og hönd - 01.06.1972, Page 30
Námskeib Heinidisibnabarféiags íslands Að vanda gekkst H.I. fyrir nokkrum námskeiðum á síðastliðnum vetri. Þau hófust eftir áramót í húsnæði félagsins að Hafnarstræti 3 og voru öll fullsetin. Eins og áður var almennur vefnaður vinsælastur og urðu vefnaðarnámskeiðin 3. Kennarar þar voru Sigrún Sigurðardóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Haldið var eitt tóvinnunámskeið, kcnnari Hulda Á. Stefánsdóttir. Þá voru teknar fyrir greinar, sem ekki höfðu verið kenndar áður, s. s. tréskurður, leðurvinna, Makramé- hnýtingar, útsaumur og vefnaður fyrir börn. Haldin voru 3 tréskurðarnámskeið, kennari Friðrik Friðleifsson, 3 hnýtinganámskeið, kennarar Fríða Krist- insdóttir og Þórleif Drífa Jónsdóttir, 2 útsaums- námskeið, kennari Hildur Sigurðardóttir, 1 leðurvinnu- námskeið, kennari Jón Jóhannesson, 1 horn- og spóna- vinnunámskeið, kennari Ingimundur Olafsson og 1 vefn- aðarnámskeið fyrir börn, kennari Jóhanna Ragnars- dóttir. Börnin fengu að vefa á litla borðvefstóla, sem keyptir höfðu verið frá Danmörku í þessum tilgangi. Var ánægjulegt að fylgjast með þeim og sjá áhuga þeirra og gleði við vefstólana. Seinna er áætlað að stofna til fleiri námskciða fyrir börn, s. s. námskeiða í útsaumi, þar sem börnin fá á frjálsan hátt að útfæra eigin hugmyndir. Miklar vonir eru bundnar við barnanámskeiðin, því að enginn vafi er á því, að mikilvægt er að byrja snemma á því að þjálfa hendur barna, leitast jafnframt við að glæða frjótt hugmyndaflug þeirra og vekja hjá þeim skilning á því, að þau geta notað hendur sínar til að gera marg- víslega hluti á eigin spýtur. Það eykur án efa sjálfstæði þeirra og nytsama athafnasemi. Lengi hefur verið rætt um það innan H.Í., að ekki væri vansalaust, hve hinu forna handverki, útskurði, væri lítill sómi sýndur hér á landi. Útskurðarnám- skeið H.í. eru ætluð sem framlag félagsins til við- 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.