Hugur og hönd - 2018, Side 12

Hugur og hönd - 2018, Side 12
22 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 23 Elstu teikningar af íslenskum konum eru á spássíum handrits frá 15. öld. Þar eru konurnar teiknaðar í víðum, felldum pilsum, þröngum ermalöngum treyjum og með hvítan fald á höfði. Slík voru föt kvenna á Íslandi alla vega frá þessum tíma og fram til um miðja 19. öld eða í um fjögurhundruð ár. Þessi klæðnaður kallast nú faldbúningur eftir höfuðfaldinum. Faldbúningurinn þróaðist í gegnum aldirnar en meginein- kenni hans héldust. Á fyrri hluta 18. aldar var fald- búningurinn líklega hvað íburðar- mestur, litskrúðugur, hlaðinn silfri og með háan krókfald. Öldin var hins vegar tími mikilla nátt- úruhamfara og sjúkdóma í fólki og skepnum og í lok aldarinnar var minna í faldbúninginn borið en áður hafði verið. Faldurinn var þá spaðafaldur. Einnig var að þróast frá faldbúningnum nýr búningur og einfaldari með prjónaðri treyju og húfu, húfubúningur. Hann er nú kallaður peysuföt. Um miðja 19. öld var faldbún- ingur orðinn fátíður og kom margt til fyrst og fremst þjóðfélagslegar breytingar og aukin samskipti við útlönd sem fluttu ekki aðeins með sér tísku og viðhorf heldur líka ný efni. Peysuföt voru sparibúningur kvenna. Upphlutur var hluti af faldbún- ingnum um aldir, nokkurs konar lífstykki sem konur reimuðu að sér ofan mittis. Festur við niður- hlut (pils) myndaði hann upphluts- fat sem farið var í yfir skyrtu og undirpils. Ef heitt var í veðri eða konur við vinnu innivið er lík- legt að þær hafi látið sér þennan klæðnað duga en voru þó ekki full- klæddar fyrr en þær voru komnar í pils utan yfir niðurhlutinn og treyju yfir upphlutinn. Snemma á 20. öld fékk upphlutsfat viður- kenningu sem sérstakur búningur sem er kallaður upphlutur. Í rúma öld voru faldbúningar vart saumaðir á Íslandi. Snið og aðferðir við gerð þeirra gleymdust. Upp úr 1960 saumuðu nokkrar konur í Þjóðdansafélagi Reykja- víkur sér faldbúninga til að nota á danssýningum og við hátíðleg tækifæri svo sem á þjóðhátíðar- daginn. Þeir vöktu mikla athygli. Heimilisiðnaðarfélag Íslands hefur frá upphafi kennt ýmiss konar handverk. Námskeið í þjóð- búningasaumi hafa alltaf verið vinsæl en þar var lengst af aðeins kennt að sauma 20. aldar peysuföt og upphluti. Undir aldamótin 2000 óskuðu nokkrar konur eftir að komast á námskeið í saumi fald- búninga. Kennarar félagsins töldu sig ekki hafa næga þekkingu á gerð þeirra til að hægt væri að leið- beina um slíkan saumaskap svo vel væri. Þá tóku sig til um fimmtán konur í félaginu og stofnuðu hóp- inn Faldafeyki. Konurnar í Faldafeyki skoðuðu búninga á söfnum, grúskuðu og pældu, mynduðu og teiknuðu munstur, æfðu sig í aðferðum og saumaskap. Hópurinn hittist bæði oft og reglulega til að bera saman bækur sínar og margar voru að sauma búninga. Á 90 ára afmæli Heimilisiðnaðarfélagsins árið 2003 voru fyrstu búningar hópsins vígðir. Á aldarafmæli félagsins kom út bókin Faldar og skart sem er afrakstur þessarar hópvinnu. Nú býður Heimilisiðnaðar- félagið upp á námskeið í gerð faldbúninga og alltaf eru nokkrar konur að sauma sér slíka. Þeir eru hver öðrum fegurri og allir að einhverju leyti með sínu móti. Faldbúningurinn, móðurbúningur íslenskra þjóðbúninga, er aftur kominn til að vera. Þjóðbúningar H ö f u n d u r : Sigrún Helgadótt ir - L j ó s m y n d i r : Guðmundur Ingólfsson, Binni og Krissy Lilja I. Jóhannsdóttur hefur lengi verið í Þjóðdansa- félagi Reykjavíkur og lauk við að sauma faldbún- inginn sinn árið 1975. Borðar á treyju eru með flauelsskurði og perlu- saumi. Pils og laus svunta eru með blómstursaumuðum bekk. Laufaprjónar eru á ermum og faldi, koffur um fald- klútinn, hálskeðjur og men og stokkabelti með sprota eða sprotabelti. Í beltinu hangir lyklasylgja sem í hangir búrlykill og fleiri mikilvægir lyklar. Útsaumaðri handlínu er stungið undir beltið.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.