Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 19
36 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 37
að fyrstu tölvurnar eru byggðar
á Jacquard aðferðinni. Í þessari
aðferð eru notuð gataspjöld til að
stjórna uppistöðuþráðunum svo að
munstrin komi fram í vefnaðinum.
Munstrið myndast báðum megin
á voðinni. Í munsturvefnaðinum
í Gefjunarteppunum eru notaðir
tveir litir, ljós og dökkur. Það sem
er ljóst öðrum megin er dökkt
hinum megin og öfugt. Ljósu og
dökku er líka blandað saman
þannig að úr verða misdökkir og
ljósir fletir.
Til að framleiða teppi með Jacqu-
ard aðferðinni þurfti að senda
myndir af munstrum til útlanda
þar sem gerð voru gataspjöld eftir
þeim. Munstrin voru yfirleitt valin
eftir erlendum fyrirmyndum.
Gataspjöldin fyrir munstrin voru
síðan notuð í þar til gerðan vefstól
og teppin ofin í honum. Teppin
voru síðan þæfð, þvegin, þurrkuð
og ýfð þegar búið var að klippa þau
niður úr stólnum og að lokum voru
þau overlockuð (e. overlock) til
endanna. Munsturvefnaðarteppin
frá Gefjun eru öll ofin með loð-
bandi sem var framleitt hjá þeim.
Loðband er þannig að í því standa
hár í allar áttir út úr þræðinum.
Það er mikil fylling í loðbandinu,
þræðirnir eru bylgjaðir og fjaður-
magnaðir og það heldur vel hita.
Teppin eru í sauðalitunum en þeir
eru náttúrulegir litir sauðkindar-
innar. Helstu sauðalitirnir eru:
Hvítur, svartur, grár og mórauður.
Rússateppin, einskefta
og vaðmál
Gefjum framleiddi og flutti út
mikið af teppum til Rússlands
á sjöunda og áttunda áratug 20.
aldar. Rússateppin, eins og þau
voru kölluð, voru með einföldum
munsturgerðum og öll köflótt.
Þau voru marglita og vinsælustu
litirnir voru rauður, hvítur og R ú s s a t e p p i . Te p p i o g m y n d i r í e i g u
I ð n a ð a r s a f s i n s á A k u re y r i .
Te p p i á Í s l a n d s m a rk a ð . Ve f s t ó l l í ve rk-
s m i ð j u n n i . Te p p i o g m y n d i r í e i g u I ð n a ð -
a r s a f n s i n s á A k u re y r i .
svartur. Vefnaðurinn i Rússatepp-
unum var einskefta sem myndar
einfaldan vefnað og vaðmál sem
myndar skálínur og þau voru ofin
úr loðbandi. Eftir vefnaðinn voru
teppin þæfð, þvegin, þurrkuð og
ýfð og kögur snúið á endunum.
Rússateppin voru mikið þæfð og
þoldu þvott. Stærðin á þeim var
1.50 x 2 m og hvert teppi vóg 1550
grömm. Fyrir innanlandsmarkað
voru einnig framleidd teppi með
einskeftu- og vaðmálsvend. Þau
voru bæði köfflótt og röndótt,
lituð og í sauðalitunum.
Gefjunarteppi fyrir ýmis
tilefni
Gefjun framleiddi teppi með
margskonar munstrum og fyrir
ýmis tilefni. Þar má nefna teppi
með skjaldarmerki Íslands sem
Tryggvi Magnússon (1900-1960)
listmálari teiknaði. Skjaldar-
merkið fengu Íslendingar 17.
júní 1944 þegar lýðveldið var
endurreist á Þingvöllum. Teppið
var líklega ofið nokkrum árum
seinna. Myndin á teppinu er aðeins
frábrugðin því sem
Tryggvi teiknaði. Undir
merkið vantar til dæmis
stuðlabergsplötuna og
hausar gammsins og
drekans eru teygðir
lengra upp en á skjaldar-
merkinu, einnig er
hlutfallið í fánanum
ekki það sama. Teppi
með íslenska skjaldar-
merkinu var einnig ofið
í tilefni af ellefu hund-
ruð ára afmæli Íslands-
byggðar 874-1974.
Gefjun framleiddi
líka teppi merkt SÍS,
Eimskip og Flugleiðum,
fyrir íþróttafélögin KA
og Þór og eflaust fleiri. Ákveðin
teppi voru lengi vinsæl og voru
framleidd frá 1960 til 1980.
Munstrin hafa eflaust átt sinn
þátt í vinsældum því þau hafa
verið mjög nýtískuleg. Munstrin
voru einföld með beinum línum og
einföldum flötum og báru með sér
nýja erlenda strauma. Munstin-
voru valin eftir fyrirmyndum sem
komu frá stórborgum Evrópu.
Gefjunarteppin voru notuð við
margskonar tækifæri. Þau voru
meðal annars notuð til ferm-
ingjargjafa og gjafa til erlendra
þjóðhöfðingja, í happadrætti og
þau koma einnig fyrir í sögum og
gamanmálum. Teppin sem voru
víða til á heimilum bæði til notk-
unar og heimilisprýða eru nú mörg
hver varðveitt á söfnum.
Heimildir:
Kristinn Arnþórsson, tæknifræðingur hjá Gefjun.
Magnús Guðmundsson. Ull verður gull, Ullar-
iðnaður Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og á
20. öld. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
1988.
Þorsteinn E. Arnórsson, safnstjóri Iðnaðarsafns-
ins á Akureyri.
Vefsíður: munnlegsaga.is Iðnaðarsafnið Akur-
eyri. Viðtal við Kristinn Arnþórsson.
Jacquard loom | weaving | Britannica.com
stjornarradid.is Saga skjaldarmerkisins
G e f j u n a r t e p p i , f e r n i n ga m u n s t u r. M y n d
o g t e p p i í e i g u H ö n n u n a r s a f n s Í s l a n d s .
Í s l a n d s b yg g ð e l l e f u h u n d r u ð u á ra .
Te p p i o g m y n d í e i g u
J ó f r í ð a r B e n e d i k t s d ó t t u r