Hugur og hönd - 2018, Qupperneq 20
38 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 39
Á uppvaxtarárum mínum á
sveitabæ í Norður-Noregi átti ég
frændfólk sem bjó í Hvalfirði á
Íslandi og stundaði hvalveiðar. Frá
þessu fólki bárust bréf til móður
minnar sem las þau upphátt fyrir
okkur systkinin, sjö talsins. Mér
fjögurra ára gömlum voru það
gæðastundir að heyra af lífi og
reynslu frænda míns og frænku
á Íslandi. Hugurinn bar mig hálfa
leið og ég ákvað að ég skyldi heim-
sækja Ísland þegar ég yrði stór.
Bróðir minn, ári eldri en ég, átti
að taka við býli foreldra okkar.
Við hin urðum að finna okkur
annað framtíðarstarf. Áhugi minn
beindist að því að vinna með við/
tré.
Árið 1961 fór ég til Svíþjóðar
að heimsækja elstu systur mína
sem var gift og bjó nálægt Gauta-
borg. Meðan á heimsókninni stóð
var mér boðin vinna og það varð
til þess að ég ílengdist í Svíþjóð.
Í vinnunni hitti ég fallega stúlku
sem varð konan mín. Síðan höfum
við búið og unnið í Lerum.
Ég vann úr viði í frístundum
mínum í mörg ár, en aðalstarf
mitt var annað. Þegar sonur okkar
fæddist hóf ég að smíða leikföng
handa honum og keypti mér
til þess notaðan hefilbekk á 25
krónur úr skóla sem var að endur-
nýja tæki og tól.
Árin 1975-1977 stundaði ég
nám í handverki á trésmíðaverk-
stæði og stuttu síðar útbjó ég mér
eigið verkstæði í kjallaranum
í húsi okkar. Þar byrjaði ég að
smíða hluti til heimilisnota. Ég fór
á námskeið ásamt níu konum og
lærði ýmsar aðferðir, reyndi að
viða að mér eins mikilli þekkingu
og unnt var. Við lásum á nám-
skeiðinu bók Önnu Maju Nylen
um heimilisiðnað og bókin varð
okkur hvatning til að gera ýmsar
tilraunir. Einnig fór ég um þetta
H ö f u n d u r te xta o g m y n d a : Knut Östgård
Ísland – eyja drauma minna
leyti að
halda námskeið
á kvöldin og um helgar.
Hugtakið heimilisiðnaður
finnst mér nátengt nytjahlutum.
Við eigum að finna okkur efni-
við úr umhverfinu og nýta það
á heimilum okkar. Afurðir úr
náttúrulegum hráefnum eyðast í
náttúrunni án þess að valda skaða
þegar þær hafa þjónað hlutverki
sínu. Vinnsla á tréverkinu þarf
að vera umhverfisvæn. Hönnunin
getur fylgt tískustraumum en hún
má aldrei verða á kostnað nota-
gildisins.
Þegar tálga á skeið eða sleif er
mikilvægt að velja efni við hæfi,
æðarnar í viðnum verða að fylgja
forminu. Þá má tálga burt allt
umframefni svo að notagildið
verði sem mest. Haldið þarf að vera
mátulega þykkt. Hafa þarf í huga
að rýrnun viðarins verður mest
næst úthlið trésins, í miðju trjá-
stofnsins er þéttasti efniviðurinn.
Best er að finna kvistalausan við.
Þá næst besti árangurinn í verkinu
og væntanlega munu kaupendur
vandaðra hluta leita aftur þangað
sem þeir fást.
Árið 1983 bauðst mér starf við
ráðgjöf í heimilisiðnaði í heima-
s v e i t
minni. Ég
sinnti því starfi þar til
ég fór á eftirlaun. Í vinnunni fólst
meðal annars að veita upplýs-
ingar um hvað heimilisiðnaður er,
safna gögnum og heimildum og
að aðstoða eftir þörfum þá sem
sinna heimilisiðnaði. Ég hef gert
níu kvikmyndir þar sem sýndar
eru gamlar aðferðir sem eru í
þann veginn að hverfa. Ég hef
rannsakað og kynnt mér heim-
ilisiðnað, hjálpað þeim sem hug
hafa á að þróa eigin rekstur, sett
upp sýningar og unnið að því að
börn læri handverksiðju. Í starfi
mínu sem ráðgjafi hef ég unnið að
endurmenntun handverksfólks
og handverkskennara. Einnig hef
ég hvatt til að handsmíðuð verði
verkfæri til nota við tálgun. Um
þessar mundir vinn ég að því að
kenna nýjum leiðbeinendum að
sækja gott hráefni í skóginn.
Mér finnst norrænt samstarf
mjög áhugavert. Árið 1992 var
norræn ráðstefna á Íslandi. Þar
kynntist ég Guðrúnu Höddu
Bjarnadóttur og við urðum góðir
vinir. Síðan höfum við skipst á
hugmyndum og þekkingu og það
samstarf hefur gagnast fólki í
báðum löndum okkar. Tvisvar hef
ég komið til Akureyrar og tekið
þátt í Handverkshá-
tíðinni á Hrafnagili, síðast
sumarið 2017 þegar sænska sýn-
ingin Úr birki var hluti af hátíð-
inni. Þar sýndu tuttugu og tveir
handverksmenn fjölbreytilega
hluti sem allir voru unnir úr einu
og sama trénu. Ég kenndi þá tálgun
á vel sóttu námskeiði og sýndi og
seldi eigin afurðir. Auk þess hef ég
haft milligögnu um að útvega til
Íslands sænskt handverksfólk til
að sýna verk sín og kenna á nám-
skeiðum á Hrafnagili. Íslenskt
handverksfólk hefur einnig farið
til Svíþjóðar til að endurmennta
sig.
Norrænt samstarf handverks-
fólks er mjög mikilvægt og hvetj-
andi. Með því þróast handverkið,
enda eigum við svipaðan efnivið og
menning okkar og saga er náskyld.
Allar stéttir þurfa að mennta sig og
þróast. Það á einnig við um hand-
verksfólk. Við ættum að hafa það í
huga þegar við virðum fyrir okkur
verðmiðann á fullunnu handverki.