Hugur og hönd - 2018, Side 21
40 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 41
K o n a s i t j a n d i a ð s p i n n a á ro k k . L j ó s m y n d : F re s k a ú r n o r s k r i s t a f k i rk j u f rá 13 . ö l d . D e A g o s t i n i / A . DAG L I O R T I .
Þjóðminjasafn Íslands geymir
mikinn fjölda af litlum snældu–
snúðum, flestir þeirra eru úr klé-
bergi, 3 til 4 cm í þvermál og 1,5 til
2 cm á hæð. Stærð og lögun þessara
snúða er frábrugðin snúðum
halasnælda eins og við þekkjum
í dag, þeir eru minni og þyngri.
Halasnælduspuni á Íslandi hefur
verið vel rannsakaður en minna
er vitað um spunaaðferðina með
þessum litlu snældusnúðum sem
tíðkuðust í nokkrar aldir eftir
landnámið.
Þessa spunaaðferð má sjá á ótal
myndum frá miðöldum af konum
sem spinna. Drottningar og gyðjur,
bændakonur, heilagar konur og
fátæklingar, allar spinna þær af
ullarteini (rokki) á oddmjóan tein
og er snúður hafður niðri. Mér
þótti þessi spunaaðferð forvitni-
leg og mikilvægur þáttur í því að
skilja betur sögu íslenskrar textíl-
gerðar. Fjölmargir snældusnúðar
frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar
hafa verið grafnir upp og tel ég því
mikilvægt að endurvekja spuna-
aðferðina sem þeir voru notaðir í.
Eftir að hafa æft mig í spuna í
nokkurn tíma fór ég að velta fyrir
mér híbýlum íslenskra kvenna
á fyrstu öldum Íslandsbyggðar,
hvernig þær voru klæddar,
hvernig þær kembdu ullina sína.
Þær höfðust við nærri eldstæðinu
því ullin vinnst betur við yl og
spunnu eins og Katla, hin fagra
fjölkunnuga ekkja í Eyrbyggja-
sögu sem „sat á palli og spann garn
af rokki“. Katla spann á sama hátt
og konur úti um alla Evrópu og
Skandinavíu.
Í þessari grein er lýsing á verk-
færum sem notuð eru við þennan
spuna, tilvísun í fornleifafundi
og tilvitnun í Íslendingasögur. Á
síðustu árum hefur verið unnin
mikil rannsóknarvinna bæði af
fræðimönnum og handverksfólki
varðandi íslenska fornbúninga og
textílgerð. Það er von mín að vekja
áhuga á þessari elstu spunaaðferð
í Íslandssögunni, að spinna af
rokki, en að kunna að spinna var
nauðsynleg grundvallarkunnátta
til að sjá mönnum fyrir fatnaði.
Að spinna garn af rokki
H ö f u n d u r : Marianne Guckelsberger - L j ó s m y n d i r : Elke Lindner
R o k k a r. L j ó s m y n d : 2 018 K u l t u rh i s t o r i s k m u s e u m , U i O / C C B Y- S A 4 . 0 .