Hugur og hönd - 2018, Síða 28

Hugur og hönd - 2018, Síða 28
54 HUGUR OG HÖND 2018 2018 HUGUR OG HÖND 55 HÖNNUN Sigríður Halldórsdóttir, vefnaðarkennari. Peysan var hönnuð og prjónuð af Sigríði á sitt fyrsta barnabarn. Græna litasamsetningin er sú sama og í upphaflegu peysunni. Auðvelt er að setja saman 3 liti sem passa saman í þessa peysu. Litirnir þurfa ekki að vera í sömu litatónum en það fer vel að nota dekksta litinn sem aðallit. STÆRÐIR Aldur: 6-12 mán 1-2 ára 3-4 ára Yfirvídd: 55 61 67 cm Sídd upp að handvegi: 20 24 28 cm Ermalengd að handvegi: 20 24 28 cm EFNI OG ÁHÖLD Kambgarn frá Ístex eða ullarband af svipuðum grófleika. Græn litasamsetning: A: Blágrænn nr 1218: 100g 150g 200g B: Skærgrænn nr 1209: 50g 100g 100g C: Gulgrænn nr 9667: 50g 100g 100g Rauð litasamsetning: A: Rauður nr 0917: 100g 150g 200g B: Appelsínugulur nr 1207: 50g 100g 100g C: Gulgrænn nr 9667: 50g 100g 100g Hringprjónn fyrir bol nr 3 og 3½. Sokkaprjónar nr 3 og 3½. Heklunál nr 3. AÐFERÐIR Peysan er prjónuð í hring með tvíbandaprjóni eftir munsturteikningu. Á axlastykki er laskaúrtaka. Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu eru prjónuð með brugðningum; 1 lykkja slétt og 1 lykkja brugðin, til skiptis. Hálslíning er tvöföld, brotin inn að röngu og saumuð niður. Á húfu er byrjað að prjóna eyrnaskjólin. Húfan er síðan prjónuð í hring. Hekluð krullubönd sett í topp húfunnar og á eyrna- skjólin. Krulluböndin: Hekluðu böndin krullast misjafn- lega vel eftir því hvaða garn er notað. Þau krullast mjög vel með kambgarni. Það má einnig prjóna bönd sem krullast t.d. með því að fitja upp lykkjur með einfaldri fit, hundafit eða skólafit. Fella svo af í fyrstu umferð með sléttum lykkjum. SKAMMSTAFANIR L: Lykkja/lykkjur B: Brugðin lykkja S: Slétt lykkja s: (prjóna) saman 2Ss: Úrtaka sem hallast til hægri; 2 lykkjur prjóna- ðar slétt saman. 2Szs: Úrtaka sem hallast til vinstri: 2 lykkjur prjón- aðar snúnar slétt saman (eða steypiúrtaka: taka 1 lykkju óprjónaða, prjóna næstu lykkju slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir) (=33L): Talan sýnir hve margar lykkjur eru á prjóninum. auk:1SH: Útaukning sem hallast til hægri. Þver- bandinu milli lykkjanna er lyft upp með vinstri prjóni, aftan frá, prjónað slétt í fremra bandið. auk:1SV: Útaukning sem hallast til vinstri. Þver- bandinu milli lykkjanna er lyft upp með vinstri prjóni, framan frá, prjónað slétt í aftara bandið. PRJÓNFESTA 10 x 10 cm = 25 lykkjur og 30 umferðir með tví- bandaprjóni á prjóna nr 3½. Sannreynið prjónfestuna og skiptið um prjónastærð ef þörf er á. BOLUR Fitjið upp á prjóna nr 3 með lit A, 116-132-148 L. Tengið í hring og prjónið brugðninga; 1S og 1B til skiptis, 9-12-15 umferðir. Skiptið yfir á prjóna nr 3½. Prjónið næstu umferð slétt og aukið í 20-20-20 L jafnt yfir umferðina (= 136-152-168 L). Litir A B C 6 5 4 3 2 1 A B C 6 5 4 3 2 1 Prjónið nú munstur yfir bolinn, eftir munsturteikn- ingu, þar til bolurinn mælist 20-24-28 cm og endið á tvílitri umferð. Geymið 7-9-9 L undir höndum (=2 x 61-67-75). Geymið bol á meðan ermar eru prjónðar. ERMAR Fitjið upp á sokkaprjóna nr 3 með lit A, 36-38-40 L. Tengið í hring og prjónið brugðninga, 1S og 1B til skiptis, 9-12-15 umferðir. Skiptið yfir á prjóna nr 3½. Prjónið næstu umferð slétt og aukið í 8-8-8 L jafnt yfir umferðina (= 44-46-48 L). Prjónið nú munstur upp ermina, eftir munstur- teikningu. Aukið í 2 L í 6. hverri umferð; 1 L í byrjun umferðar og 1 L í enda umferðar. Bætið nýjum lykkjum jafnóðum inn í munstur. Aukið út alls 7-9-10 sinnum (= 58-64-68 L). Prjónið ermi jafnlanga og bol, endið á sömu umferð í munstri. Geymið 7-9-9 L undir ermi (=51-55-59 L). Til að munstur komi rétt á axlastykki þarf að passa að ystu geymdu lykkjur á ermi séu ekki í sama lit og geymdu lykkjurnar á bol. AXLASTYKKI Setjið lykkjumerki í fyrstu og síðustu lykkju á hvorri ermi. Prjónið næstu einlitu umferð í munstri og sameinið um leið, lykkjur á bol og ermum, á hring- prjón (=224-244-268 L). Nú eru prjónaðar laskaúrtökur í 2. hverri umferð, alltaf í tvílitum munsturumferðum. Í byrjun úrtöku- umferðar þarf að passa að byrja á réttum lit þannig að munstrið haldi sér á aðalhluta bols og erma. Ein lykkja er á milli úrtaka. Laskaúrtökur: Prjónið slétt 1. lykkju á ermi (merkt lykkja), prjónið 2Ss, prjónið áfram þar til 3 L eru eftir á ermi, prjónið 2Szs, prjónið 1S (merkt lykkja), prjónið 2Ss á bol, prjónið þar til 2 L eru eftir á bol, prjónið þær 2Szs. Endurtakið þessar úrtökur báðum megin við merktu lykkjurnar á samskeytum. Prjónið upp axlastykkið með laskaúrtökum í 2. hverri umferð, þar til 104-108-108 L eru á prjón- inum. Til að fá munstrið samfellt upp að hálsmáli þarf að enda úrtökur á 5. umferð í munstri. Því þarf mögulega að bæta við 2 - 4 umferðum. Prjónið þá 1 umferð með lit A og takið út jafnt yfir umferðina þannig að lykkjufjöldi verði 74-78-82. HÁLSLÍNING Skiptið yfir á prjóna nr 3 og notið lit A. Prjónið brugðninga: 1S og 1B til skiptis, 6-8-9 umferðir. Prjónið 1 brugðna umferð og síðan 6-8-9 umferðir með brugðningum. Fellið laust af. Brjótið hálslíningu inn að röngu þannig að brotið er um brugðnu umferðina. Saumið affellinguna laust niður á röngu. Lykkið saman undir höndum. Gangið frá endum. HÚFAN Eyrnaskjól: Notið sokkaprjóna nr 3 og lit A. Fitjið upp 3 L. Prjónið 1S, 1B og 1S. Næsta umferð frá röngu: 1S, auk:1SH, 1S, auk:1SV, 1S. Næsta umferð frá réttu: 2S, 1B, 2S. Hér er heppilegt að merkja réttuna. Næsta umferð frá röngu: 1S, auk:1SH, 1B, 1S, 1B, auk:1SV, 1S. Prjónað frá réttu: Prjónið jaðarlykkjur slétt, prjónið brugðninga þar á milli (1S, 1B). Frá röngu: Prjónið jaðarlykkjur slétt, aukið í 1 L innan við jaðarlykkjur, prjónið brugðninga (1S, 1B) þar á milli. Prjónið eyrnaskjólin með útaukningum í 2. hverri umferð þar til lykkjufjöldinn er orðinn 15-19-21. Prjónið áfram án útaukninga 10-10-12 umferðir. Endið á umferð frá réttu, skiljið eftir um 30 cm spotta vinstra megin á fyrra eyrnaskjólinu og geymið. Prjónið seinna eyrnaskjólið, endið á umferð frá réttu en slítið ekki frá. Kantur neðan á húfu: Fitjaðar eru upp 33-33-35 L að framan og 15-15-15 L milli eyrnaskjóla að aftan. Við eftirfarandi aðferð eru endarnir frá eyrna- skjólunum nýttir í uppfitjunina, til að fækka endum sem ganga þarf frá. Litir A B C 6 5 4 3 2 1 A B C 6 5 4 3 2 1

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.