Hugur og hönd - 2018, Blaðsíða 30
58 HUGUR OG HÖND 1/2018
Leikskólaföt 2 geymir úrval
prjónauppskrifta fyrir leik-
skólakrakka. Áhersla er lögð á hlý
og þægileg föt fyrir börn frá eins
árs og upp að sex ára aldri.
Meðal efnis í bókinni eru
uppskriftir að sokkum, húfum,
vettlingum, klassískum peysum
og hettupeysu. Eins og í fyrri bók
Prjónafjelagsins, Leikskóla-
fötum, er lögð áhersla á að hægt
sé að velja um margs konar garn,
bæði íslenskt og erlent og er
íslenska ullin oftast valkostur.
B Æ K U R
Lopapeysuprjón er leiðarvísir
fyrir byrjendur og lengra komna
í lopapeysuprjóni. Bókin hvetur
til skapandi hugsunar við prjóna-
skapinn, leiðbeinir hvernig megi
prjóna eftir eigin hugmyndum
og breyta uppskriftum að vild.
Markmiðið er að gera lopapeysu-
prjón aðgengilegt og áhugavert
fyrir hvern sem er, unga jafnt sem
aldna.
Höfundur bókarinnar, Auður
Björt Skúladóttir, hefur lengi
hannað uppskriftir og prjónað
eftir sínu eigin höfði.
IÐNÚ útgáfa ákvað í kjölfar
fjölda fyrirspurna að gefa út enska
þýðingu af Lopapeysuprjón undir
nafninu Create your own Lopa-
peysa.
Íslenska lopapeysan – uppruni,
saga og hönnun byggir á víðtækri
rannsókn á rituðum heimildum,
ljósmyndum og viðtölum við fjölda
aðila. Um er að ræða ritrýnda
útgáfu og er það í fyrsta skipti sem
gefið er út ritrýnt fræðirit í textíl-
greininni. Höfundur bókarinnar,
Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl
við menntavísindasvið Háskóla
Íslands. Bókin, sem er 300 blað-
síður, er ríkulega myndskreytt
og tilvalin gjafabók auk þess sem
henni fylgir úrdráttur á ensku.
Íslenska lopapeysan hefur fest
sig í sessi sem mikilvæg tísku-
og minjavara enda séríslensk
frumhönnun sem mótast hefur
í samvinnu margra aðila og á
uppruni hennar sér dýpri rætur
í prjóna- og munstursögu þjóðar-
innar en löngum hefur verið talið.
Saga hennar er einnig mikilvægur
hluti af handverks-, hönnunar-,
atvinnu-, iðnaðar- og útflutnings-
sögu þjóðarinnar og er markmiðið
með bókinni að varðveita þá sögu.
2018 HUGUR OG HÖND 59
Smíðum nýtt,
gerum við
smíðum inní
ef eitthvað
hefur týnst
eða vantar
Staðsett á Akureyri
Tryggvabraut 24
w
w
w
.djuls.is
fa
ce
bo
ok
.c
om
/d
ju
ls
de
si
gn
s: 694-9811
storkurinn.is
storkurinn@storkurinn.is
• Einlitt •
• Handlitað •
• Sprengt •
• Spreklótt •
• Kaflalitað •
• Yrjótt •
• Reyrt •
GARN