Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 11
arionbanki.is Reykjavík 17. apríl 2020 – Stjórn Arion banka
Framhaldsaðalfundur í Arion banka hf., kt. 581008-0150, verður haldinn rafrænt þann 14. maí 2020, kl. 16.00.
Hluthafar eru beðnir um að nálgast aðgangsupplýsingar á vefsíðunni www.smartagm.com. Fundurinn fer fram á
íslensku og ensku.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins
1. Ákvörðun um greiðslu arðs
Lagt er til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019 og að hagnaður ársins 2019 leggist við
eigið fé bankans.
2. Önnur mál
Upplýsingar til hluthafa
Endanleg dagskrá, fundarboðun, tillögur og önnur skjöl sem lögð verða fyrir framhaldsaðalfundinn verður að finna
á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is/gm, eigi síðar en 23. apríl 2020 og verða aðgengileg í höfuðstöðvum
bankans frá sama tíma. Ensk þýðing fundargagna verður aðgengileg hluthöfum í höfuðstöðvum bankans sem og á
vefsíðu bankans, www.arionbanki.is/gm. Sé misræmi milli fundargagna á ensku annars vegar og íslensku hins
vegar, gildir íslenska útgáfan.
Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á framhaldsaðalfundinum, skulu senda
skriflega eða rafræna beiðni um slíkt í síðasta lagi tíu sólarhringum fyrir boðaðan framhaldsaðalfund, eða í síðasta
lagi fyrir kl. 16.00 þann 4. maí 2020. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar. Senda
skal slíka kröfu til félagsstjórnar á netfangið hluthafar@arionbanki.is.
Á framhaldsaðalfundinum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf bankans njóta ekki atkvæðisréttar.
Framhaldsaðalfundurinn mun eingöngu fara fram á rafrænan hátt, með Lumi AGM snjallforritinu eða Lumi AGM
veflausninni. Hluthafar eru hvattir til að sækja Lumi AGM snjallforritið á snjalltæki sitt, t.d. farsíma eða spjaldtölvu,
áður en fundurinn hefst, en slík tæki eru nauðsynleg til þátttöku í fundinum. Hluthöfum mun gefast kostur á því að
spyrja spurninga á fundinum, í gegnum Lumi AGM snjallforritið og veflausnina.
Hluthöfum er heimilt að láta umboðsmann sækja framhaldsaðalfundinn rafrænt og fara þar með atkvæðisrétt fyrir
sína hönd. Hluthafar einir bera ábyrgð á því hvaða einstaklingum/aðilum þeir afhenda aðgangsupplýsingar sínar.
Hluthafar sem hyggjast mæta á fundinn þurfa að óska eftir aðgangi fyrirfram á vefsíðunni www.smartagm.com.
Hluthöfum, sem jafnframt eru lögaðilar eða hyggjast láta umboðsmann sækja framhaldsaðalfundinn, er bent á að
tryggja að sá aðili sem sækir um aðgang hafi til þess heimild. Á vefsíðu bankans, www.arionbanki.is/gm, má finna
sniðmát af umboði sem hluthöfum er bent á að nýta sér. Nánari upplýsingar um hvernig hluthafar geta nálgast
aðgangsupplýsingar, um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu með Lumi AGM og aðrar upplýsingar sem geta
átt við, er að finna á vefsíðu bankans. Til þess að hægt sé að tryggja tímanlega úrvinnslu á beiðnum hluthafa um
aðgangsupplýsingar, skulu hluthafar óska eftir aðgangi á vefsíðunni www.smartagm.com eigi síðar en sólarhring
fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 16.00 þann 13. maí 2020.
Sérstök athygli er vakin á því að atkvæðagreiðsla í gegnum Computershare kerfið, sem bankinn hefur áður notað,
verður ekki í boði að þessu sinni, heldur mun atkvæðagreiðsla eingöngu fara fram í gegnum Lumi AGM.
Tilkynning til eigenda SDR heimildarskírteina
Swedish Depository Receipts (SDR) heimildarskírteinishöfum, sem hafa hug á því að taka þátt með rafrænum hætti
á framhaldsaðalfundi eða greiða þar atkvæði samkvæmt umboði, skulu vera skráðir í skrá Euroclear Sweden AB
(„Euroclear“) fyrir kl. 17.00 (CET) þann 8. maí 2020 og framkvæma annað af eftirtöldu:
I. Tilkynna Skandinaviska Enskilda Banken AB („SEB“) í síðasta lagi 8. maí 2020 þar um, eða
II. Senda frumrit umboðs til SEB en það þarf að hafa borist SEB eigi síðar en 8. maí 2020.
Frekari upplýsingar um heimildir SDR heimildarskírteinishafa til að taka þátt með rafrænum hætti á framhaldsaðal-
fundi og greiða þar atkvæði eða eftir atvikum veita umboð til þess að greiða atkvæði á fundinum er að finna á
heimasíðu bankans, www.arionbanki.is/gm, og á vefsíðu Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.
Tímabundin takmörkun á yfirfærslu SDR heimildarskírteina í hluti
Frá og með lokun markaða 8. maí 2020 til og með 14. maí 2020 verður óheimilt að yfirfæra SDR heimildarskírteini í
eða úr hlutum í Arion banka hf.
Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu bankans www.arionbanki.is/gm.
Boðun til framhaldsaðalfundar
í Arion banka hf.
UMHVERFISMÁL Ríkisstjórn Íslands
hefur samþyk kt tillögu Guð-
mundar Inga Guðbrandssonar,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
um að grípa til aðgerða sem nauð-
synlegar eru til að stöðva olíuleka
úr skipsflakinu El Grillo sem liggur
á botni Seyðisfjarðar. Þetta kemur
fram á vef Stjórnarráðsins þar sem
segir að ráðist verði í aðgerðirnar á
næstu vikum og er áætlaður kostn-
aður vegna þeirra um 38 milljónir
króna.
El Grillo er 10 þúsund lesta breskt
olíubirgðaskip sem sökkt var árið
1944 í árás þýskra f lugvéla í Seyðis-
firði. Árið 1952 var olíu dælt úr
skipinu og svo aftur árið 2001 þegar
rúm 60 tonn af hreinni olíu náðust
úr því. Útreikningar þá bentu til
þess að 10-15 tonn af olíu væru enn
þá eftir í f lakinu.
Síðan hefur reynslan sýnt að olía
lekur úr f lakinu þegar sjór hlýnar
á sumrin. Landhelgisgæslan fór í
könnunarleiðangur í október síð-
astliðnum en þá kom í ljós að tölu-
verður olíuleki var úr opi við olíu-
tanka skipsins vegna tæringar. Því
er mikilvægt að bregðast við lek-
anum hið fyrsta til að fyrirbyggja
neikvæð umhverfisáhrif í firðinum.
Þær aðgerðir sem nú verður ráð-
ist í felast í því að loka opinu með
því að steypa yfir það. Þá verður
loka komið fyrir í steypunni sem
nýta mætti síðar ef til þess kemur
að dæla þurfi úr tankinum. Stefnt
er að því að ráðast í aðgerðirnar nú
á vormánuðum áður en sjór hlýnar
og verður verkefnið á höndum
Landhelgisgæslunnar. – hó
Stefna á að stöðva olíuleka úr El Grillo á næstu vikum
El Grillo liggur í Seyðisfirði.
KÍNA Dauðsföll vegna COVID-19 í
Wuhan-héraði eru 50 prósent f leiri
en áður var talið. Þetta kemur fram
í breyttum tölum sem yfirvöld þar
gáfu út á samfélagsmiðlum.
Kínversk yfirvöld útskýra breyt-
inguna á nokkra vegu. Læknar
þurftu að setja umönnun í forgang.
Það hafi seinkað samantekt á tölum
frá spítölum. Einnig er minnst á að
margir sýktir hafi dáið heima hjá
sér án þess að fá læknisaðstoð og
því bæst seint við tölfræðina.
Leiðtogar nokkurra vestrænna
ríkja hafa lýst yfir efasemdum um
COVID-19 tölfræði frá Kína.
Emmanuel Macron, forset i
Frakklands, sagði í samtali við
Financial Times að það væri barna-
legt að gefa það í skyn að Kína hefði
ráðið betur við faraldurinn en vest-
ræn ríki. – así
Segja breyttar
tölur í Kína
ekki feluleik
Það er mikið að gera á rannsóknar-
stofum í Wuhan. MYND/EPA
ÍTALÍA Staðfestum tilfellum COVID-
19 á Ítalíu fjölgaði aftur í gær eftir
lægð á fimmtudaginn. Ný smit voru
3.786 í gær en daginn áður voru þau
2.667. Það var lægsta tala nýsmits á
einum degi síðan 13. mars. Staðfest
dauðsföll voru 525 á fimmtudeg-
inum. Nýjustu tölur eru frá John
Hopkins-háskólanum.
Yfirvöld í Veneto-héraði kynntu
breytingar á hörðum reglum um
útgöngubann. Íbúar mega stunda
hreyfingu utandyra en mega ekki
fara fjær en 200 metra frá heimili
sínu. Verslanir eins og bókabúðir
og útimarkaðir mega hafa opið tvo
daga í viku. – así
Slaka á hörðum
útgöngureglum
Bókabúðir í Feneyjum mega nú hafa
opið hluta úr degi. MYND/EPA
Smituðum fjölgaði á
nýjan leik á Ítalíu í gær.
Lítillega hefur verið slakað á
útgöngubanni.
Áætlað er að kostnaður
við framkvæmdina verði
tæpar 40 milljónir og ráðist
verði í verkið innan tíðar.
Talið er að á bilinu 10-15
tonn af olíu séu enn þá í
flaki El Grillo.
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11L A U G A R D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0