Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 24
ÉG SEGI STUNDUM AÐ FERILL SÉ EINS OG GERILL. HANN VINDUR STATT OG STÖÐUGT UPP Á SIG OG ÓLÍKIR HLUTAR HANS GETA LEITT TIL ÓVÆNTRA VERKEFNA. Það síðasta sem ég átti von á í líf inu var að flytja aftur hingað. Lífið kemur manni stöðugt á óvart,“ segir tónskáldið Atli Ör varsson sem f lutti aftur til Akureyrar frá Los Angeles fyrir fimm árum ásamt eiginkonu sinni Önnu. „Los Angeles er spennandi staður til að búa á þegar maður hugsar mest um sjálfan sig, en ekkert endi- lega þegar þú hefur f leiri til að hugsa um,“ segir Atli og nefnir sem dæmi margra klukkutíma akstur á milli staða í Bandaríkjunum. „Við ákváðum að fara eitthvert þar sem lífið er þveröfugt. Það tókst, því á háannatíma á Akureyri tekur ekki tíu mínútur að keyra niður í bæ.“ Starfsemi Atla er enn að mestu leyti í Los Angeles þar sem fjöl- skyldan heldur enn í tengsl við vini og samstarfsaðila. „Þetta er frekar tvískipt líf og kannski er þessi gluggi, að geta áfram alltaf komist út í heim, ákveðin forsenda fyrir því að vera hér áfram.“ Líf í biðstöðu „Þegar ég áttaði mig á að ég hafði búið hálfa ævina í Bandaríkjunum þá fattaði ég að nánast öll mín full- orðinsár hef ég búið í Ameríku, sem hefur mótað mig einstakling,“ segir Atli. „Þegar maður flytur burt svona ungur og kemur til baka þá er ýmis- legt sem þarf að skoða í fortíðinni og það líf sem maður kvaddi á sínum tíma. Það fór ekkert, það var bara að einhverju leyti í biðstöðu.“ Skömmu eftir að Atli f lutti aftur til Íslands tók hann við hlutverki formanns Hljóðritasjóðs þar sem hann segist hafa kynnst íslensku tónlistarlífi upp á nýtt. „Þetta var eins og að fara á „speed date“ við íslensku tónlistarflóruna. Ég vissi að það var mikið gert af góðri tón- list hérna heima en mig óraði ekki fyrir að það væri svona mikið.“ Eftir að setu Atla í stjórn sjóðs- ins lauk fór hann í framhaldinu að hugsa um mögulegar leiðir til að nýta þær tengingar sem hann hafði myndað erlendis til að hjálpa Að taka sér tíma Tónskáldið Atli Örvarsson fékk innblásturinn að fyrstu sólóplötu sinni þegar hann flutti aftur heim til Íslands. Auk plötunnar semur hann einnig tónlistina fyrir stór verkefni hjá Netflix og Apple TV. Atli hefur samið tónlist fyrir fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, nú síðast fyrir væntanlega Eurovision-mynd Netflix og þættina Defending Jacob fyrir Apple TV. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Smáskífan Húm pt 1 er komin út og þar er hægt að fá smjörþefinn af væntanlegri sólóplötu Atla. íslenskum listamönnum að koma tónlist sinni á framfæri. Í kjölfarið stofnaði hann, ásamt Íranum Colm O’Herlihy, útgáfufyrirtækið og tón- listarforlagið INNI. Atli segir eðli fyrirtækja í tón- listargeiranum hafa breyst mikið. „Landslagið er allt öðru vísi í dag sem er að hluta til út af stafrænni dreifingu á tónlist. Flest fyrirtækin eru núna í einhvers konar 360 gráðu hlutverkum þannig að það er minni aðskilnaður á milli útgefanda, forleggjara (e. music publisher), umboðsmanna og svo framvegis. Hjá okkur er þetta meira og minna allt undir einum hatti og kannski mikilvægasta verkefnið að koma réttu tónlistinni og listamönnunum fyrir rétt augu og eyru.“ Einlægni að leiðarljósi Fyrsta útgáfa INNI verður fyrsta sólóplata Atla sem er væntanleg í júlí. „Platan hefur lengi dvalið í mér en innblásturinn og ásetningurinn kom eftir að ég f lutti heim,“ segir Atli og bætir við að eina leiðin til að gera svona verkefni sé að taka sér tíma. „Ef þú bíður eftir því að hafa tíma þá gerist ekkert. Þetta er ekki verkefni sem ég hef verið ráðinn í af öðrum til að sinna, ég hef eiginlega ráðið sjálfan mig til að sinna sjálfum mér.“ Verkefnin sem Atli hefur sinnt fyrir sjónvarp og kvikmyndir hafa verið úrvals námskeið í stúdíó- vinnu, en nú eru áherslurnar aðrar. „Galdurinn núna er að nálgast ein- hvers konar einlægni, hjarta og sál, innra með sjálfum sér. Að gera eitt- hvað sem er beint frá innstu rótum þótt ég hafi auðvitað metnað fyrir því að þetta sé vel útfært.“ „Defending Jacob kom svo til þegar framleiðendurnir og leik- stjórinn heyrðu efni af plötunni sem ég er að fara að gefa út. Það var eitthvað við þá tónlist sem þeim fannst vera rétti hljómurinn fyrir þáttinn, þótt það sé ekki tónlist sem gerð hafi verið fyrir kvikmynd eða þætti,“ segir Atli sem þekkir reynd- ar leikstjóra þáttanna, Morten Til- dum, persónulega. „Synir okkar voru skólabræður í Los Angeles og ég þekkti hann sem fjölskylduvin löngu áður en ég fór að vinna með honum.“ Aðspurður seg ist Atli ek k i hræddur um að vera „typecast- aður“ í að gera myndir sem inni- halda nafnið „Jacob“, en hann gerði tónlistina fyrir endugerð myndar- innar Jacob’s Ladder fyrir nokkr- um árum. „Á sínum tíma hélt ég reyndar að ég yrði fastur í að sinna verkefnum sem innihéldu orðið „witch“, og hafði áhyggjur af að þeim álögum ætti ekkert að létta. En ég tek alveg sénsinn á þessu með Jacob,“ segir Atli og hlær, en hann gerði tónlistina fyrir myndirnar Season of the Witch og Hansel & Gretel: Witch Hunters. Ekki bara heimavinna Samvinna er lykilatriði þegar kemur að samstarfi milli tónskálds og leikstjóra að mati Atla. „Það sem maður vonast eftir er að þetta sé raunveruleg samvinna en ekki bara fyrirsett heimaverkefni sem maður á að skila fyrir einhvern frest. Ég hef fundið að eftir því sem menn hafa meiri trú á sínu eigin efni, þeim mun opnari eru þeir fyrir að prófa eitthvað nýtt, og að leyfa tónlistinni að finna sína réttu rödd sem hæfir verkefninu.“ Atli segir spennandi að takast á við ólík verkefni. „Það er gaman að fara úr miklu drama yfir í að gera kómedíu, og ekki bara einhverja kómedíu heldur með Will Ferrell í fararbroddi. Það segir manni að maður sé ekkert endilega að festast í sama fari,“ segir hann og að auki sé gott að vinna að verkefnum fyrir aðra um leið og hann sé að finna sína eigin rödd. „Það getur lifað góðu lífi samhliða leitinni að sínum eigin kjarna, og er kannski bara hollt.“ Arnar Tómas Valgeirsson arnartomas@frettabladid.is Ferlar og gerlar Atli hefur þó f leiri járn í eldinum um þessar mundir, en hann sér um tónlistina fyrir væntanlega Euro- vision-mynd Netlflix, sem og tón- listina fyrir sjónvarpsþáttaröðina Finding Jacob sem er væntanleg á Apple TV. Atli segir aðdraganda slíkra verkefna geta verið mis- jafnan. „Ég segi stundum að ferill sé eins og gerill. Hann vindur statt og stöðugt upp á sig og ólíkir hlutar hans geta leitt til óvæntra verkefna. Eurovision-verkefnið kom til þegar David Dobkin leikstjóri tengdi við stef sem ég hafði gert fyrir myndina Edge of Seventeen fyrir nokkrum árum. Ég fór svo á fund með honum og við náðum vel saman. Svo hjálpaði það til að ég er Íslendingur þar sem myndin var að talsverðum hluta tekin upp hér,“ segir Atli. 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.