Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 62
GUÐRÚN HEFUR VERIÐ EINSTAKUR MANN- ÞEKKJARI OG VEIGRAR SÉR EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ BÚA TIL SÉRKENNILEGAR PERSÓNUR SEM ÞÓ VERÐA BRÁÐLIFANDI MEÐ ÖLLUM SÍNUM KOSTUM OG GÖLLUM. Hlíðasmári 6 201 Kópavogur sími 510 7900 201@fastlind.is Miklaborg fasteignasala Lágmúla 4, 108 Reykjavík miklaborg@miklaborg.is 5697000 201.is Nýjar íbúðir Leiksvæði og opnir garðar Hleðslustaðir fyrir rafbíla við hús og í hverfi Yfir 100 verslanir í göngufæri Skólar og leikskólar í göngufjarlægð Góðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir Stutt að samgönguæðum og í almenningssamgöngur Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu Snjöll hönnun og lausnir150 íbúðir seldar í 201 Smára Engan þarf að undra að 201 Smári sé orðinn nýtt heimili fjölmargra einstaklinga á svo skömmum tíma því íbúðirnar eru ríkulega búnar snjalllausnum og þægindum. Þá er umhverfið fallegt og þaulhugsað, góð tenging við göngu- og hjólabrautir, frábært aðgengi að almenningssamgöngum, sorphirða og flokkun í sérflokki og útisvæðin glæsileg og örugg. Hverfið sjálft er rótgróðið og allar nauðsynjar í göngufæri. Nú eru til sölu eignir í öllum stærðum og gerðum fyrir einstaklinga eða fjölskyldur með mismunandi þarfir. Til afhendingar 2020. Ítarlegar upplýsingar má finna á www.201.is Tengdadóttirin I – Á krossgötum, bók Guð-rúnar frá Lundi, hefur verið endur útgef in. Hún kom fyrst út í þremu r bindu m á árunum 1952-54 og bindin í endur- útgáfunni verða sömuleiðis þrjú. „Hún hefur ekki verið endurútgefin síðan, þannig að eðlilega er þörfin orðin mikil eftir vinsældir Dala- lífs,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir sem hafði umsjón með útgáfunni, en hún kom einnig að endurútgáfu Dalalífs fyrir nokkrum árum. Fljót að taka boðinu Spurð um áhuga sinn á bókum Guð- rúnar segir Silja: „Bækur Guðrúnar frá Lundi voru ekki til heima hjá mér þegar ég var krakki og þegar ég eltist var ekki í tísku í mínum hópi að lesa hana þannig að ég var alveg ófróð um þessi verk þegar Miskunnarlaus og skilningsrík Guðrún frá Lundi Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi hefur verið endurútgefin. Bindin munu verða þrjú talsins. Silja Aðalsteinsdóttir hafði umsjón með útgáfunni og hreifst af verki sem hún segir mikið og merkilegt. Með söguþræðinum fáum við breiða samfélagslýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðrún frá Lundi. Verk hennar njóta enn mikilla vinsælda lesenda. stjarna Guðrúnar fór að rísa á ný fyrir nokkrum árum. Í framhaldi af því fékk ég það hlutverk að koma Dalalífi út á ný, fara vandlega yfir öll fimm bindin og laga það sem þurfti að laga – helst án þess að setja nýjar villur inn í staðinn! Skemmst er frá því að segja að ég varð stórhrifin af þessu mikla og merkilega verki og þegar mér bauðst að gera það sama við Tengdadótturina sem jafnan er talin með Dalalífi sem hennar besta verk þá var ég fljót að taka boðinu.“ Silja rekur söguþráðinn: „Sagan gerist í búsældarlegri norðlenskri sveit og segir frá ungum, allslausum sjómanni af Suðurnesjum, Þorgeiri, sem þangað kemur sem vinnu- maður. Hann er glæsimenni og vekur ástir dóttur ríkasta bóndans í sveitinni. Hann kvænist henni þó að hann elski hana ekki og verður sjálfur auðugur og valdamikill – en ekki hamingjusamur. Þegar sonur hans vex úr grasi finnst Þorgeiri sjálfsagt að hann hagi sér eins, taki ástum vellauðugrar konu úr næstu sveit þó að hann sé ekki hrifinn af henni og hafi auðvitað ekki þörf fyrir meiri auð. Enda þrjóskast sonurinn við, föðurnum til sárrar gremju, og átökin verða hörð og tví- sýn. Með söguþræðinum fáum við breiða samfélagslýsingu og innsýn í líf annarra íbúa sveitarinnar eins og jafnan hjá Guðrúnu.“ Einstakur mannþekkjari Spurð hvort verkið skeri sig að ein- hverju leyti frá öðrum bókum Guð- rúnar eða sé dæmigert fyrir hana segir Silja: „Það er dæmigert að efni og efnistökum en persónusköpunin er afskaplega vel unnin, jafnvel fjöl- skrúðugri en í Dalalífi. Guðrún hefur verið einstakur mannþekkj- ari og veigrar sér ekki við því að búa til sérkennilegar persónur sem þó verða bráðlifandi með öllum sínum kostum og göllum.“ Árin hafa ekki slegið á vinsældir bóka Guðrúnar, þær heilla enn. Um ástæður vinsælda hennar segir Silja: „Ég held að það sé einmitt fólkið hennar sem er svo ótrúlega gaman að kynnast og fylgjast með í blíðu og stríðu. Þetta fólk þráir gott líf, ást og hamingju eins og við öll en það er breyskt, það leitar oft langt yfir skammt og sér ekki gæfuna þótt hún blasi við því. Þó að sögurnar hennar séu stundum kallaðar ástar- sögur er það svo að heitasta ástin er oftast í meinum hjá Guðrúnu og þá er tvísýnt um endinn. Í Tengdadótturinni er hún eink- um að sýna afleiðingar þess að taka auð og völd fram yfir allt annað en um leið passar hún að við skiljum ástæður þeirra sem svo kjósa. Hún er í senn miskunnarlaus og skiln- ingsrík gagnvart fólkinu sínu og það er svo vekjandi og skemmtilegt.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.