Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.04.2020, Blaðsíða 28
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Hljómsveitin Tómas Jóns-son, með Tómas Jónsson sjálfan í fararbroddi, heldur hljómleika í beinu streymi frá Mengi kl. 20.00 á morgun. Hljóm- sveitin leikur lög af nýju plötunni Tómas Jónsson 3, og fyrstu plötu sveitarinnar Tómas Jónsson frá árinu 2016. Hljómsveitina skipa: n Guðmundur Óskar Guðmunds- son: Rafbassi og bassahljóð- gervill n Magnús Trygvason Eliassen: Trommur n Magnús Jóhann Ragnarsson: Hljóðgervlar n Rögnvaldur Borgþórsson: Raf- gítar og hljóðgervill n Tómas Jónsson: Hljómborð og hljóðgervlar Á nýju plötunni 3, sem kom út í dag á 27 ára afmæli Tómasar, eru níu lög. Lögin eru instrúmental og eru allt frá því að vera rólegt syntha popp, nýklassík og upp í harða elektró-industrial tónlist. „Ég stefni á tónleikahald eftir samkomubann með einum eða öðrum hætti. Þess vegna lít ég ekki á streymistónleikana sem eigin- lega útgáfutónleika þó að þeir séu vissulega beintengdir útgáfunni,“ segir Tómas, en hann lofar áhorf- endum góðri skemmtun, hafi þeir á annað borð gaman af músík. Tómas er píanó- og hljómborðs- leikari sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Þorlákshöfn. Hann hefur leikið með mörgum af bestu og þekktustu tónlistarmönnum Íslands en hann hóf ungur að spila. Hann hefur ferðast um heiminn með mönnum eins og Ásgeiri Trausta og Júníusi Meyvant auk þess að ferðast með sinni eigin hljómsveit AdHd. Tómas samdi sjálfur og útfærði alla tónlistina á nýju plötunni. „En hljómsveitin spilar inn á upp- töku á þeim stöðum sem það á við. Þegar tónlistarmenn spila inn á upptökur er það þó langoftast þannig að þeir setja sjálfir sinn stíl og sitt „sánd“ og hugmyndir í músíkina,“ útskýrir Tómas. Platan var að mestu tekin upp á Íslandi en líka í rútu á ferð um Skemmtun fyrir alla í beinu streymi Vegna útgáfu nýrrar plötu ætlar tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson ásamt hljómsveit að streyma tónleikum frá Mengi á morgun. Platan nefnist Tómas Jónsson 3 og er önnur plata sveitarinnar. Tómas spilaði á Megasartónleikum Möggu Stínu í febrúar. MYND/SIGTRYGGUR ARI Nýja platan ber nafnið 3. Plötuumslagið hannaði Viktor Weishappel. Ameríku og Evrópu. „Ég var á tón- leikaferðalagi með Ásgeiri Trausta og við vorum með stúdíó aftast í rútunni með ótrúlega fínum græjum. Það var þó oft pínulítið flókið að taka upp því rútan var yfirleitt á ferð með tilheyrandi hristingi og hávaða,“ segir Tómas spurður að því hvernig stóð á því að hluti plötunnar var tekinn upp í rútu. Tónleikarnir á morgun eru hluti af tónleikaröðinni Tómamengi, sem Mengi stendur fyrir á netinu á meðan samkomubannið varir. Frjáls framlög eru á viðburðina sem renna að meirihluta til lista- mannanna samkvæmt tilkynn- ingu frá Mengi. Hægt er að greiða framlög: n Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur) n Með millifærslu á Kass í núm- erið 865-3644 n Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net Hefðbundið miðaverð á tón- leika í Mengi er 2.000 krónur en listamennirnir og Mengi þakka kærlega fyrir öll framlög. Hægt verður að fylgjast með streyminu á mengi.is og visir.is. Tómas lofar öllum skemmtun sem á annað borð hafa gaman af tónlist. HJÓLABLAÐ Föstudaginn 24. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Hjólablað. Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi. Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg u þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.