Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 13

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 13
Rúnar Kristjánsson Þangskálavísur Á Þangskála er þögult nú, þar er enginn maður. En fyrrum var þar fólk og bú og fjörlegasti staður. Lífi var þar lifað þá líkt og víða á Fróni. Manngæskan var mikil hjá Maríu og Jóni. Vel þau sinntu um verkin öll, var svo alla daga. Enda sjaldgæf eljuföll yfirleitt á Skaga. Margan leiddi gest í garð gleði endurfunda. Þá með réttu virkast varð vægi góðra stunda. Hjónin samhent sáu um það, sem þar mátti finna, að hafa á sínum heimastað hlýju bestu kynna. Þeirra börn á þroskaleið þekktu gildi agans. Úrvalsblóm af ættarmeið ystu byggða Skagans. Níu alls þau náðu á legg, nærð við strengi hrausta. Bjó þau undir heimsins hregg heimafylgjan trausta. Lífið bauð þeim sviðið sitt, senn í heimi þjóðar, gat þeim öllum stundir stytt starf við annir góðar. Oft þó staðreynd sú er séð, sveigð frá stöðu greiðri, að misjöfn ævilengd er léð lífi úr sama hreiðri. Þar að líkum fátt eitt fer, fæst þar virðist stemma. Sumir lifa lengi hér, látast aðrir snemma. Tímans rök þau tjá sig hörð, týnist liðin saga, helguð einni eyðijörð, utarlega á Skaga. Samt til skila sögn ég kem sem skal minnisvarði þjóðar trúrra þegna sem þaðan héldu úr garði. X17 AÐSENT Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar Kjósum fjölbreytileika og Bjarta framtíð Ég sóttist eftir að leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðvestur- kjördæmi með það fyrir augum að tala máli ungs fólks, og þá sérstaklega ungra kvenna. Vegna þess að ungar konur ráða byggð, þar sem þær velja sér að búa lifnar yfir mannlífinu. Þátttaka mín í kosn- ingabaráttunni í fjórð- ungnum hingað til hefur bara styrkt mig í þeirri trú að rödd kvenna þurfi að heyrast betur í stefnumótun og umræðu. Til dæmis var ekki ein einasta spurning um skólamál, heilbrigðismál eða menningu í oddvitaumræðum á RÚV í liðinni viku, þar sem saman voru komnir 7 karlmenn og 2 konur sem fulltrúar framboðanna. Rætt var um vegi, virkjun og iðnað, sem er vissulega mjög nauðsynlegt, en ansi litað af veruleika karl- mennskunnar. Ef ekki er rætt um nærþjónustu – mæðra- skoðun, fæðingar- hjálp, kennslu barna, félagslíf í bæjum, þorpum og sveitum, opnunartíma sund- lauga, aðgengi að interneti eða menn- ingarstarfsemi – í að- draganda kosninga, eru hverfandi líkur á því að þau mál verði sett á oddinn hjá kjörnum fulltrúum á þingi. Það er bara svo einfalt. Björt framtíð tók meðvitaða ákvörðun um að tefla fram sterkum kvennalista í Norðvesturkjördæmi, af þeim ástæðum sem reifaðar eru hér að ofan. Einsleitni er engum til góðs, það er almenn regla. Ég hef áralanga reynslu af jafnréttismálum, störfum að eflingu vinnumarkaðar fyrir fólk með háskólamenntun, auk umfangs- mikillar innsýnar í félagsleg rétt- indakerfi landsins. Ég kem úr heilbrigðisgeiranum, hef starfað bæði sjálfstætt og hjá LSH sem sjúkraþjálfari með ýmsum sjúkl- ingahópum. Það veganesti óska ég eftir að fá að leggja af mörkum til að efla samkeppnisfærni Norðvestur- kjördæmis um ungt fólk, fram- tíðarlífið í fjórðungnum. Við stöllurnar í efstu sætum listans hjá Bjartri framtíð vonum að kjósendur í Norðvesturkjördæmi séu reiðubúnir að hugsa út fyrir kassann og laða til sín nýtt fólk í þjónustustörfin á Alþingi. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi. X17 AÐSENT Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Íslenskur vinnumarkaður og afnám frítekjumarks Það er staðreynd að íslenskur vinnumarkaður tekur breytingum í samræmi við framþróun þjóðfélagsins. Ekki bara að störfin breytist heldur tekur samsetning vinnuaflsins breytingum. Þar kemur til menntun, aldur, þjóðerni og bætt heilsa. Heil- brigiðsvísindum fleygir fram og fólk verður eldra og lifir lengur við betri heilsu. Fólk sem er á miðjum aldri getur gert ráð fyrir að eiga ágæt ár vel fram yfir 90 ára aldurinn og þeir sem eru á grunnskólaaldri núna að komast yfir 100 ára. Það er því eðlilegt að starfslok fólks á vinnumarkaði breytist. Geta ein- staklinga er mjög misjöfn og þeir sem nú eru á aldrinum 65-70 ára eru margir hverjir alls ekki tilbúnir að hætta að vinna, jafnvel nýkomnir úr námi og eða hafa fulla starfs- getu ennþá. Það er því erfitt að vera gert að hætta að vinna og fara á eftirlaun sem ná ekki einu sinni lámarks- launum vinnumark- aðins. Ef aðrar tekjur koma til, hvort sem fólk heldur áfram að vinna eða þiggja úr lífeyrissjóði skerðast laun vegna frítekjumarks af atvinnutekjum. Fylgjumst með tímanum Atvinnuþátttaka er nú mest á milli 25 -55 ára, þetta kemur til með að breytast hratt á næstu áratugum og þetta bil færist lengra fram á ævina í takt við símenntun og betra heilsufar. Eins og staðan er í dag er vinnumarkaðurinn tilbúinn að taka við því, atvinnuleysi er lítið og á mörgum sviðum vantar fólk í störf. Það er ávinningur samfélagsins alls að skapa svigrúm til að þeir sem geta unnið fái tækifæri til þess. Afnám frítekjumarks af atvinnu- tekjum eldri borgara er því eðlileg breyting til að mæta breyttum vinnumarkaði. Getum við ekki verið sammála um það? Halla Signý Kristjánsdóttir skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Stefán Óli í stöðu prófessors Háskólinn á Hólum Dr. Stefán Óli Steingrímsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við Fiskeldis- og fiskalíffræði- deild Háskólans á Hólum. Á vef skólans segir að Stefán Óli hafi starfað við Háskólann á Hólum samfleytt frá 2003, en hann hafði áður unnið hjá Hólaskóla með hléum frá 1993 til 1997. Stefán Óli lauk doktorsprófi í líffræði árið 2004, frá Concordia háskóla í Montreal í Kanada, meistara- prófi frá sama skóla árið 1996 og B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og hefur kennt við allar deildir Háskólans á Hólum, auk þess að hafa komið að kennslu við aðra opinbera háskóla á Íslandi. Hann hefur kennt ýmis námskeið um náttúru og vistfræði Íslands og um umhverfismál fiskeldis, auk þess að kenna aðferðafræði við rannsóknir og í háskóla- námi. Auk kennslu í námskeiðum hefur Stefán leiðbeint fjórum meistaranemum og einum doktorsnema sem hafa lokið sínu námi og nú eru tveir meistaranemar og einn doktorsnemi undir handleiðslu hans. /PF 40/2017 13

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.