Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 2
Jæja, þá verður gengið að kjörborðinu eina ferðina enn og kosið um það hverja eigi að senda til að vinna fyrir okkur á hinu háa Alþingi þetta óvænta kjör- tímabil sem senn hefst. Það getur verið vandasamt að finna út úr því hvar krossinn skuli markaður á kjörseðlinum ef farið er í það að rýna í kosningaloforð og framtíðaráform flokkanna, komist þeir til valda. Varla gengur að allir kjósi það sama og síðast því þá fáum við væntanlega stjórnarkreppu. Að sjálfsögðu ætla allir að vinna af heilindum að því að bæta kjör lands- manna, ekki síst þeirra sem lökust hafa kjörin. Spurn- ingin er bara hvaða leið skuli farin. Eins og staðan er núna finnst mér almenningur hafa það bara bærilegt enda hefur verið uppgangur í þjóðfélaginu með auknum straumi ferðamanna og makríl. Krónan er sterk svo innfluttar vörur eru ódýrari en ella og ferðalög mörlandans hafa margfaldast út í heim. Steypukassar rísa víða, jafnt fyrir fólk, fénað og fyrirtæki alls konar og allt virðist í vellukkunnar standi. En það eru ekki allir ánægðir og víða pottur brotinn. Eftir kosningar þurfum við þó litlu að kvíða þar sem ráðist verður í samgöngumálin, sérstaklega úr sér gengna malarvegi, sem hafa fengið mikla umfjöllun og gagnrýni enda brýnt að vegir landsins geti borið þann aukna ferðamannastraum sem um sveitir landsins rennur. Heilbrigðismálin verða í brennidepli sem aldrei fyrr enda kominn tími á að gera skurk á þeim bænum. Fólki fjölgar, það eldist og gerðar eru kröfur um að sá þáttur lífsgæða okkar, að geta sótt sér lækningu án vandræða, sé í góðu lagi. Ekki í þokkalegu lagi – heldur góðu lagi! Landbúnaðurinn hefur ekki litið svo dapra stöðu í háa herrans tíð, sem sauðfjárbændur nú gera. Þar þurfa allir sem að þeim málaflokki koma að fara í allsherjar vinnu við að laga stöðuna, og það til frambúðar. Að borðinu þyrftu að koma, auk bænda, afurðastöðvar, matvælaframleiðendur, stjórnmálamenn, neytendur, kaupmenn og ekki síst markaðsfræðingar. Allir þyrftu á ábyrgan hátt að vinna sig niður á viðunandi lausn sem yrði allra hagur þegar til lengri tíma væri litið. Þá er vert í lokin að nefna kjör öryrkja og eldri borgara. Þarf ég nokkuð að segja meira? Páll Friðriksson, ritstjóri. LEIÐARI Ég kýs, þess vegna er ég Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Tengill nýr umboðsaðili Vodafone Sauðárkrókur vanir að hitta á kallinn enda maðurinn hafsjór af visku,“ segir Hugi Halldórsson deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone. „Við starfsfólk Vodafone erum stolt af öflugu neti umboðsmanna okkar um land allt og við erum einstaklega ánægð með að Sauðárkrókur sé áfram hluti af þessu þétta neti, enda hvergi betra að vera en í Skagafirði. Tengill er gott og stöndugt fyrirtæki sem Skag- firðingar þekkja vel og við hlökkum til komandi samstarfs,“ segir Hugi. /PF Fá byggðastyrk til lagningar ljósleiðara Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður Samgönguráðherra hefur ákveðið að ráðstafa sérstökum 100 milljón króna byggðastyrk fyrir árið 2018 til að auðvelda strjálbýlum sveitarfélögum að standa straum af lagningu ljósleiðara líkt og gert var fyrir árið 2017. Húnþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður eru meðal 14 sveitarfélaga sem eiga kost á styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Sjái sveitarfélag sér ekki fært að fara í framkvæmdir á árinu getur óráðstafaður styrkur safnast upp og færst til ársins 2019. Að þessu sinni er beitt tvenns konar aðferð við úthlutun byggðastyrksins. Annars vegar er 10 milljónum króna úthlutað beint til tiltekinna „brothættra byggða“. Hins vegar er 90 milljónum króna úthlutað þannig að metin er fjárhagsstaða sveitarfélaga, meðaltekjur sveitar- félags á íbúa og hlutfall ótengdra íbúa er reiknað, byggðaþróun síðustu tíu ára er metin og tekið er mið af þéttleika styrkhæfra staða og fjarlægð byggðar frá þjónustukjarna. Miðað er við að byggðastyrkur sé að hámarki um 20% af kostnaðarhlut sveitarfélags að ljósleiðaravæð- ingu sveitarfélagsins lokinni. Húnaþing vestra fær næst hæsta styrkinn eða 11,7 milljónir króna og Skagafjörður fær 5,8 milljónir króna. /FE Í síðustu viku lönduðu tveir bátar á Hvamms- tanga og var afli þeirra tæp 23 tonn. 21 bátur landaði rúmum 277 tonnum á Skagaströnd og ríflega 542 tonn bárust til Sauðárkróks með 12 skipum og bátum. Á Hofsósi lönduðu tveir bátar rúmum 12 tonnum. Heildarafli á Norðurlandi vestra í nýliðinni viku var 854.647 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 15.-21. október 2017 Málmeyjan með 152 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 16.696 Harpa HU 4 Dragnót 6.122 Alls á Hvammstanga 22.818 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 4.163 Álfur SH 414 Landbeitt lína 19.015 Blíðfari HU 52 Handfæri 1.273 Daðey GK 777 Línutrekt 23.205 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 3.586 Dísa HU 91 Handfæri 1.430 Dísa HU 91 Lína 1.008 Dúddi Gísla GK 48 Lína 18.920 Guðm. á Hópi HU 203 Lína 15.136 Gullhólmi SH 201 Lína 18.831 Hafrún HU 12 Dragnót 12.061 Hulda HF 27 Línutrekt 23.299 Húni HU 62 Handfæri 1.631 Kári SH 78 Landbeitt lína 15.784 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 47.577 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 375 Magnús HU 23 Landbeitt lína 1.798 Onni HU 36 Dragnót 5.842 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 455 Stella GK 23 Landbeitt lína 9.865 Særif SH 25 Landbeitt lína 52.048 Alls á Skagaströnd 277.302 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 4.840 Fannar SK 11 Landbeitt lína 2.571 Fjölnir GK 157 Lína 91.180 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 439 Grundfirðingur SH 24 Lína 44.997 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 2.860 Hafey SK 10 Handfæri 1.382 Klakkur SK 5 Botnvarpa 91.468 Kristín GK 457 Lína 65.643 Málmey SK 1 Botnvarpa 152.498 Már SK 90 Handfæri 1.499 Óskar SK 13 Handfæri 1.263 Sighvatur GK 57 Lína 78.492 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.355 Vinur SK 22 Handfæri 870 Alls á Sauðárkróki 542.357 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 5.863 Þorleifur EA 88 Dragnót 6.307 Alls á Hofsósi 12.170 Tengill hefur tekið við umboði Vodafone á Sauðárkróki. Framvegis geta viðskiptavinir Vodafone á Sauðárkróki sótt alla þjónustu, jafnt tækni sem fjarskiptaþjónustu, í verslun Tengils í Kjarnanum. Tengill hefur um skeið sinnt uppsetningum og bilanaviðgerðum fyrir Vodafone. „Það er okkur mikil ánægja að ganga til samstarfs við Tengil sem rótgróið fyrirtæki á Sauðárkróki. Að sama skapi þökkum við Frímanni og Auði í Rafsjá fyrir samstarfið öll þessi ár. Frímann fer að vísu ekki langt því nýir og núverandi viðskiptavinir Vodafone geta nálgast hann hjá Tengli. Það er því huggun fyrir þá sem eru Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tengils og Hugi Halldórsson deildarstjóri einstaklingssölu hjá Vodafone. MYND: PF 2 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.