Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 10
Feykir tók hús á þeim stöllum í Höfðaborg á laugardags- morguninn, stuttu áður en æfing hófst hjá þeim, til að forvitnast örlítið um verkefnið. Fyrst af öllu langar blaðamann að vita hvort þessi leik- listaráhugi hafi blundað með þeim vinkonunum lengi. „Ég held hann sé frá því við vorum sjö ára og lékum þrjá litla hermenn sem heim úr stríði komu,“ segir Berglind og báðar brosa að endurminn- ingunni. „Ég man að Sigfríður kennari var með leikprufur. Það voru ekkert allir jafnir í þá daga. En ég hef alltaf haft mjög gaman af að leika, maður er náttúrulega með svo mikla VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir athyglissýki.“ Jóhanna segist halda að áhuginn hjá henni hafi kviknað þegar hún lék í Blúndum og blásýru með Leikfélagi Hofsóss fyrir þremur árum. „Mér finnst nú reyndar ekkert leiðinlegt að trana mér fram, ég segi það nú ekki,“ bætir hún við. „Svo var pabbi alltaf með leikfélaginu þegar ég var krakki, ég er farin að halda að systkini mín hafi ekki verið læs því að ég las alltaf með honum yfir handritin og hlýddi honum yfir textann,“ segir Berglind glottandi. En hvaða fyrirbæri er Frá- saga? „Frásaga er í rauninni við tvær og eiginmennirnir,“ segja þær. „Þetta er áhugamannafélag um menningu og listir, stofnað við eldhúsborðið hjá Berglindi í nóvember 2016 með það að markmiði að auka framboð á menningu, þá ekki síst frum- sömdu efni, í Skagafirði. Kannski förum við svo í útrás út fyrir fjörðinn ef tækifæri gefst og góð hugmynd kemur upp.“ Nú er þess skemmst að minnast að fyrir rúmum tveimur árum setti Leikfélag Hofsóss upp frumsamið leik- rit sem bar nafnið Sveita- piltsins draumur þar sem þær Berglind og Jóhanna, ásamt Einari Þorvaldssyni og Sig- mundi Jóhannessyni, voru handritshöfundar og leik- stjórnin var í höndum þeirra tveggja. Skyldi það hafa orðið kveikjan að frekari verk- efnum? „Já, það var það,“ segir Jóhanna. „Það komu upp svo margar hugmyndir þá sem við urðum að koma í framkvæmd, svo við ákváðum bara að stofna Frásögu til þess að koma þessu frá okkur.“ Þegar þið ákváðuð að fara af stað með þetta verkefni, voruð þið þá strax með ákveðið efni í farvatninu og búnar að leggja línurnar fyrir ákveðið þema? „Já, við vorum búnar að tala um það frá því að við vorum með Sveitapiltinn að næst væri gaman að taka fyrir eitthvað tengt sjó og sjómennsku. Það er svona borðleggjandi, búandi hér á þessum stað,“ segja þær. Og var strax ákveðið að hafa sama snið á þessu og síðast, vera bæði með leikin atriði og tónlist? Já, þetta „konsept“, að vera með leikþætti og tónlist í bland, var bara að virka vel og var mjög skemmtilegt þannig að okkur langaði að gera meira af því,“ segir Berglind. „Svo var nátt- úrulega svo ótrúlega gaman að vinna með þeim Einari og Stebba. Einar var auðvitað einn af höfundum Sveitapiltsins þannig að við vorum strax í sambandi við þá félaga um að fara í þetta verkefni með okkur og þeir tóku vel í það. Þetta er þó ekki alveg sama tónlistar- fólkið og var þá. Sigvaldi Gunnarsson var með síðast eins og nú, hann syngur, en nýir eru Víglundur Rúnar Pétursson úr Varmahlíð á trommum, Bjarni Salberg Pétursson, Húnvetningur bú- settur á Mannskaðahóli er á bassa og svo syngur Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Þetta er sem sagt fólk alls staðar að úr firðinum. Hljómsveitin kemur saman út af fyrir sig og æfir, við æfum hér og erum bara í góðu sambandi við Einar og Stebba og svo hittast allir rétt fyrir sýningu og æfa saman. Það er líka það sem er svo frábært við þetta, að geta bara æft þetta svona í sitt hvoru lagi.“ Hvernig voru lögin valin, valdi hljómsveitin þau eða þið? „Í raun var samspil þarna á milli, við vorum komnar með hugmyndir eða beinagrind að handritinu og svo var kominn lagalisti. Við þurftum svo að taka út einhver lög og setja inn ný og svo höfum við líka samið leikþætti sem passa við lögin. Málið er líka að lögin þurfa að vera svolítið skemmtileg,“ segja þær. „Og við erum ekki endi- lega öll sammála um hvað eru skemmtileg lög, það hefur nú alveg komið upp í þessari samvinnu,“ skýtur Berglind inn í en vill ekki gefa neitt meira upp um það. Áhorfendur mega búast við að fá að heyra mörg vinsæl sjómannalög sem hljómað hafa á öldum ljósvakans í gegnum tíðina. Má þar nefna hið klassíska lag Blítt og létt, Ég hvísla yfir hafið, Suður um höfin, Síldarvalsinn, Stolt siglir fleyið mitt, og Háseta vantar á bát en blaðamanni heyrist að einhver áhöld séu uppi um hvort það lag eigi að teljast til skemmtilegra laga eður ei. Tilbúningur frá A til Ö Það er ekki annað hægt en að spyrja hvort einhverjir þekktir sjómenn úr skagfirsku sam- félagi eigi eftir að dúkka upp á sviðinu en það aftaka þær stöllur með öllu. „Nei, við erum ekki með neinar sérstakar fyrirmyndir eða að semja út frá ákveðnum persónum. Það er ekki svona þorrablótsbragur á þessu. Það getur auðvitað alltaf verið að þú sjáir einhverja samsömun en það var ekki meiningin, þetta er tilbúningur frá A til Ö þannig að ef einhver þykist sjá einhvern sem hann Áhugamannafélagið Frásaga sýnir um næstu helgi hugverkið Pungar og pelastikk – raunir trillukarla, þar sem leiknum atriðum og þekktum dægurlögum er blandað saman í samfellda dagskrá. Það eru tvær galvaskar konur á Hofsósi, þær Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir og Margrét Berglind Einarsdóttir, sem eru höfundar handritsins og leikstýra því en til liðs við sig hafa þær fengið þá Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason ásamt hljómsveit. Pungar og pelastikk í Miðgarði Raunir trillukarla í tali og tónum Ráðhildur leggur á ráðin. Ingibjörg Sólveig í hlutverki Ráðhildar. Jóhanna og Berglind kíkja í trossurnar. MYNDIR: FE 10 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.