Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 12

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 12
Hrói höttur Uppfærsla Leikfélags Sauðárkróks Ég er sest fyrir miðju í salnum í Bifröst, tilbúin í það sem næsti einn og hálfi tíminn hefur upp á að bjóða. Áfangastaður er Skíris- skógur, fararstjóri er Leikfélag Sauðárkróks og eftir að hafa rennt yfir leikaravalið í leikskránni virðist ég vera á leið í skemmtiferð af bestu sort! Inn salinn ráðast hermenn í leit að hetjunni okkar – Hróa hetti, sem hefur náð að móðga eiginkonu sýslu- mannsins og uppsker að sjálfsögðu stöðu réttdræps útlaga. Því næst mætir á svið Hrói sjálfur, leikinn af Jóhannesi Friðriki Ingimundarsyni, á flótta undan hermönnunum og rekst á Litla Jón sem útskýrir fyrir honum að hann hafi unnið sér rétt til að kalla sig forsprakka útlaganna í Skírisskógi. Ég ætla nú ekki að fara að útlista leikfléttuna nánar, en einu get ég þó lofað – skemmtunin er stórkostleg allan tímann! Ég varð strax spennt þegar ég frétti hver léki titilhlutverk sýn- ingarinnar, enda er Jóhannes Friðrik frábær leikari og gerir allt vel sem hann tekur sér fyrir hendur í leiklistinni. Í þessu verki er hann öruggur og skemmtilegur á sviðinu og slær ekki feilnótu. Guðbrandur okkar Guðbrandsson er í hlutverki Litla Jóns og leikur sitt hlutverk af þeirri fagmennsku og snilld sem alltaf er hægt að treysta á þegar hann stígur á stokk. Systkinin Emelíana Lillý og Eysteinn Ívar eru ótrúlega skemmtileg í þessu verki. Emelíana er mjög sniðug á sviði – virðist hafa auga fyrir kómískum smáatriðum og er snjöll í að láta það vinna með sér. Eysteinn er einnig frábær gamanleikari og voru þau stórkostleg hvort á sinn hátt í hermannakvartettinum. Leikararnir stóðu sig að mestu leyti frábærlega og voru bæði Sigurlaug Lilja, í hlutverki Maríon, og Sigrún Hrönn, í hlutverki fall- egu frúarinnar, mjög líflegar og skemmtilegar. Saga Sjöfn – í hlutverki Sýslumannsins – var frábær. Það er unun að fylgjast með henni á sviði, karakterinn gerir hún algjörlega að sínum og svipbrigði hennar og raddstyrkur eru dásamleg! Það að karl- mannshlutverk sé leikið af kven- manni skiptir engu máli þarna vegna þess að ekki er víst að nokkur annar hefði skilað hlut- verkinu jafn skemmtilega af sér og hún gerði. En að öllum öðrum ólöstuðum, þá kemur stjörnuleikur sýningar- innar frá senuþjófnum og nýlið- anum Óskari Marteini Helgasyni! Í hlutverki Tóka munks fer hann algjörlega á kostum og hvort heldur sem er líkamstjáning eða hvernig hann ber rulluna fram, þá er hann algjörlega brilliant! Það er líkt og Örn Árnason og Laddi hafi eignast son saman, svo góð tök hefur hann á gamanleik. Vonandi er þetta verk bara hans fyrstu skref í leiklistinni. Sviðsmyndin er skemmtilega minimalísk og að mestu leyti samanstendur hún af einum KÍKT Í LEIKHÚS Hrafnhildur Viðarsdóttir kassa á miðju sviðinu sem svo er snúið og breytt til að henta hverju atriði. Svona einföldun finnst mér alltaf mjög skemmtileg, enda er oft sem það getur hreinlega unnið á móti verkinu ef of mikið er að gerast í sviðsmyndinni sjálfri. Lýsingin er einnig skemmtileg, og eftirminnilegt er seinasta atriði fyrir hlé þar sem bardagaatriði fer fram einungis með sterkri bak- lýsingu og gefur manni þá tálsýn að maður sé hreinlega nánast að horfa á bíómynd. Tónlistin skipar skemmtilegan sess í verkinu, og það að nútíma tónlist sé notuð á móti miðaldayfirbragði verksins framkallar ákveðna tímaskekkju sem hristir á skemmtilegan hátt upp í verkinu. Leikstjórn er í höndum Bryn- dísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur. Bryndís virðist hafa gott auga fyrir styrkleikum leikara sinna og kómískum smáatriðum. Leikar- arnir halda karakter allan tímann, hvort sem fókusinn er á þá eður ei, og fylla atriðin með smáatriðum sem eru kjöt á bein sýningarinnar í heild. Hvort sem það er hljóðlaust samtal á milli leikara á meðan athygli sýningargesta er á öðrum, litlar hreyfingar eða karakter- ákvarðanir sem jafnvel eru kannski ekki í handriti upphaflega, þá er ljóst að leikstjórinn er með puttann á púlsinum. Hrói höttur í uppfærslu Leik- félags Sauðárkróks er einfaldlega sýning sem enginn má láta framhjá sér fara, og þó að verkið sé í grunninn barnaleikrit, þá er svo margt í því sem höfðar til fullorðinna líka svona fyrir utan það að leikritið er brjálæðislega fyndið! Ég mæli svo sannarlega með því að flestir leggi leið sína í Bifröst til að horfa á þessa uppfærslu. Leikhópur og leikstjóri Hróa hattar að lokinni frumsýningu. MYND: PF Skotíþróttafólk Markviss Jón Brynjar og Snjólaug valin Keppnistímabilinu er nú lokið í þeim skotgreinum sem stundaðar eru utan- húss og átti Skotfélagið Markviss níu keppendur í hagla- og kúlugreinum á keppnistímabilinu. Stjórn Markviss hefur nú tilnefnt skotíþróttafólk úr sínum röðum til titilsins íþróttamaður ársins innan USAH. Að venju voru valdir einstaklingar úr bæði hagla- og kúlugreinum og árangur keppenda hafður til hlið- sjónar við valið. Þau Snjólaug M. Jónsdóttir og Jón Brynjar Kristjánsson urðu fyrir valinu að þessu sinni en árangur þeirra beggja á árinu var frá- bær að því er segir í pistli frá stjórn félagsins á Húna.is. /FE Haustmót JSÍ yngri flokka í júdó Tsvetan með gull Haustmót Júdósambands Íslands, yngri flokka, var haldið í Grindavík sl. laugar- dag en þar átti Júdódeild Tindastóls fimm keppendur á meðal 46 annarra. Mótið var fyrir árganga 1997 til 2006 og var keppt í aldurs- og þyngdarflokkum og voru félögin alls átta sem áttu keppendur á mótinu. Á heimasíðu Tindastóls segir að keppendur Tindastóls hafi staðið sig vel á mótinu en þar bar hæst að Tsvetan Tsvetanov Michevski vann til gullverðlauna í sínum flokki. Í sama flokki varð Þorgrímur Svavar Runólfsson í þriðja sæti, en hann keppti upp fyrir sig í aldri. Viktor Darri Magnússon og Arnór Freyr Fjólmundsson höfnuðu í öðru sæti í sínum flokkum og Magnús Elí Jóns- son varð fimmti í sínum flokki. /PF Keppendur Júdódeildar Tindastóls á Haustmóti JSÍ yngri flokka. Standandi frá vinstri: Þorgrímur Svavar Runólfsson, Tsvetan Tsvetanov Michevski, Viktor Darri Magnússon og Magnús Elí Jónsson. Fyrir framan: Arnór Freyr Fjólmundsson. MYND: EINAR ÖRN HREINSSON F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Dominos deildin : Tindastóll - Þór Akureyri 92-70 Montrétturinn á Króknum Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu sl. fimmtudagskvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðan- liðanna eru það því Króksar- arnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi. Lið Þórs stóð lengi í Stólunum en það var annar bragur á liði Tindastóls gegn Þór en í síðustu leikjum. Vörnin lengstum til fyrirmyndar, sóknin fjölbreytt- ari og að þessu sinni unnu Stólarnir alla leikhlutana. Pétur var bestur Tindastóls- manna, hann skilaði 17 stigum, tók flest fráköst Tindastóls- manna eða 11, átti sex stoð- sendingar og stal þremur boltum. Stigahæstur var Arnar með 20 stig, Hester var með 18 og Caird 14. Tíu leikmenn Tindastóls gerðu stig í leiknum. Næsti leikur er í Grindavík á föstudagskvöldið. /ÓAB 12 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.