Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 1
Framsóknarflokkur fær mest fylgi samkvæmt könnun sem Feykir.is stendur fyrir en um klukkan 10 í gærmorgun voru alls 855 búnir að svara því hvaða flokk viðkomandi ætlaði að kjósa. Rétt er að taka fram að könnunin, sem ekki gefur vísindalega niðurstöðu, stendur fram að miðnætti á fimmtudag og á efalaust eftir að breytast eitthvað. Samkvæmt könnuninni (staða kl. 10, þriðjudag 24. okt.) fengi Framsóknar- flokkur 32% atkvæða, Píratar 22%, Sjálfstæðisflokkur 15%, Miðflokkurinn 13%, Vinstri græn 9%, Flokkur fólksins 4% og Björt framtíð og Viðreisn sitthvort prósentið. Þetta sýnir að Framsóknar- flokkur er með mikið forskot á aðra flokka hjá lesendum Feykis.is. Skessuhorn stendur einnig fyrir könnun á sínum vefmiðli og skömmu fyrir hádegi í gær, 24. október voru 1.344 búnir að greiða atkvæði. Þar stendur Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 22% atkvæða, Framsókn 18%, Pír-atar 15%, Vinstri græn 13%, Miðflokk-urinn 10%, Samfylking 7%, Flokkur fólksins 3%, Viðreisn 2% og Björt framtíð með1% atkvæða. Óákveðnir eru 8% og 1% ætla ekki að kjósa. Félagsvísindastofnun spurði um kom- andi Alþingiskosningar í þjóðmála- könnun sem fram fór dagana 16. - 19. október sl. Þar mældist Sjálfstæðis- flokkurinn (25%) og Vinstri græn (23%) með mest fylgi á landsvísu og Samfylkingin kom næst með 16%. Fylgi Miðflokksins jókst frá könnun þar áður og mældist nú tæp 10%., Píratar 8%, Skoðanakannanir fyrir Alþingiskosningarnar 2017 Sjö flokkar með mann á þing Myndin hér að neðan og skífuritið sýna stöðuna í könnun Feykis á þriðjudaginn kl. 10. MYND: FEYKIR.IS 40 TBL 25. október 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 10-11 BLS. 18 Svipmyndir frá opnun próteinverksmiðju Fjöldi gesta við opnun Heilsupróteins BLS. 16 Pungar og pelastikk í flutningi Frásögu í Menningarhúsinu Miðgarði Raunir trillukarla í tali og tónum Ástrós Elísdóttir á Skaga- strönd svarar Rabb-a-babbi Eggið best þegar það kennir hænunni Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Framsókn 7%, Viðreisn 6%, Flokkur fólksins 3% og Björt framtíð2%. Samkvæmt þessum niðurstöðum Félagsvísindastofnunar komast sjö flokk- ar með mann á þing, Sjálfstæðisflokkur- inn 17, Vinstri græn 16, Samfylkingin 11, Miðflokkurinn 6, Píratar 5, Framsóknar- flokkurinn 5 og Viðreisn 3 þingmenn. MMR gerði könnun dagana 20. til 23. október en þar mældist Sjálfstæðis- flokkurinn með stuðning 22,9% kjósenda og Vinstri græn komu þar á eftir með 19,9%. Fylgi Miðflokksins mældist 12,3%, Framsóknar 8,6%, Viðreisnar 5,5%, Flokks fólksins 4,7%, Bjartrar framtíðar 1,8% en fylgi annarra flokka 1,3% samanlagt. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst milli mælinga. Kváðust 25,7% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 23,8% í síðustu könnun. /PF X2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.