Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 18

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 18
Fjöldi gesta við opnun Heilsupróteins Próteinverksmiðja MS og KS vígð Hin nýja próteinverk- smiðja, Heilsuprótein, á Sauðárkróki, var formlega vígð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga tóku höndum saman um að stofna fyrirtækið sem ætlað er að framleiða verðmætar afurðir úr mysu, sem áður hefur verið fargað. Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem nú var vígð, verður fram- leitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi en í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt etanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð. Mikill fjöldi fólks var samankominn í salarkynnum samlagsins og hlýddi á ræður, söng og þakkir. Boðið var upp á ýmislegt góðgæti sem m.a. er framleitt úr mjólkurafurðum, mysupróteini og mjólkursykri. Meðfylgjandi myndir, sem Hinir sömu tóku, eru frá vígslunni. TEXTI Páll Friðriksson MYNDIR Hinir sömu sf. 18 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.