Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 17

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 17
Eftir fáa daga eiga landsmenn þess kost að kjósa sér að nýju fulltrúa til setu á Alþingi, aftur og nýbúnir. Um hvað skyldu þessar kosningar annars snúast, hver eru helstu baráttumálin? Mörgum vefst eflaust tunga um tönn. Allt eins? Þeir sem leggja eitthvað við hlustir og fylgjast með fjölmiðlaumræðunni eru margir á báðum áttum. Í fljótu bragði virðast helstu áherslumál vera giska lík og eins hjá öllum flokkum, örlítð mismunandi eftir stöðu hvers um sig. Allir lofa betri kjörum, betri hag fyrir alla, betri heilbrigðisþjónustu, hamingjusamara Íslandi. Virðing og traust Erum við kannski komin á þann stað að vera að kjósa um traust og virðingu? Líklega er óþarfi að tíunda að þegar virðingu gagnvart þingmönnum ber á góma er ekki úr háum söðli að detta. En það er miklu meira í þessu hugtaki, virðing. Það er virðing fyrir vinnu- brögðum, fyrir lýðræðinu, fyrir öðru fólki. Sjálfsvirðingu og stolti kjósenda, íbúanna í þessu landi er jafnvel misboðið og á hvorutveggja hefur reynt umtalsvert á síðustu misserum gagnvart stjórnvöldum. Allir frambjóðendur sem leita eftir stuðningi almennings til starfa á vettvangi Alþingis verða að mínu áliti að skoða hug sinn vel og gera betur en forverarnir að þessu leyti og bæta raunverulega um betur. Svikin loforð Við stöndum reyndar á tímamótum nú eins og svo oft áður. Það eru sterk öfl í samfélaginu sem vilja gjörbreyta þeirri sýn sem jafnaðarmenn hafa. Við eigum yndislega þjóð, greinda, menntaða og í stórum dráttum heiðarlega. Við viljum trúa og treysta náunganum. Aftur og aftur höfum við hrekklaus trúað stjórnmálaöflum sem lævíslega taka sér í orði stöðu við hlið jafnaðamanna örfáum vikum fyrir kosningar og tala af tungulipurð um dýrmæt gildi sem við jafnaðarmenn tölum fyrir ár út og ár inn. Loforðin eru svo hunsuð jafnharðan að loknum kosningum. Kosningabaráttan sem nú er senn á enda er engin undantekning. Ég undirstrika bara þetta: Varist eftirlíkingar, rifjum upp, skoðum söguna. Hver hafa verið hin raun- verulegu baráttumál þessara flokka? Hverjir hafa fengið bestu sætin við kjötkatlana? Eru það aldraðir, öryrkjar, námsmenn, barnafólk, almennir laun- þegar? „Kæri kjósandi“ Í þessu sambandi er vert að rifja upp persónulegt bréf Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins sem hann sendi eldri borgurum þann 22. apríl 2013. Þar lofaði hann að kjaraskerðing sem aldraðir urðu fyrir 2009 í kjölfar hrunsins yrði afturköll- uð. Hann hét því að afnema eigna- skattinn, sömuleiðis að lækka fjár- magnstekjuskattinn og líka að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Ekkert af þessu hefur flokkur hans staðið við þrátt fyrir að vera í lykilaðstöðu allt þetta tímabil. Er nema von að spurt sé, hvort hægt sé að treysta stjórnmála- flokki af þessu tagi. Mannúð Jafnaðarstefnan er líklega áhrifamesta stjórnmálahugmynd í okkar heimshluta síðustu hálfa aðra öld. Það er reyndar oft haft á orði að við Íslendingar séum innra með okkur flestir jafnaðarmenn, aðhyllumst hugsjónir um mannúð, virðingu, jöfnuð og réttlæti til handa sérhverjum manni. Þetta eru grund- vallarstef og við jafnaðarmenn höldum þeim sleitulaust á lofti í orði og verki, öndvert við ýmsa aðra stjórnmálaflokka. Venjulegt fólk Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Sam- fylkingin er ekki kerfisflokkur. Hann er ekki flokkur sérhagsmunahópa, ekki útvegsmanna, ekki bændasamtaka, ekki sjávarútvegsforkólfa og ekki forráðamanna viðskiptalífsins. En hann er hinsvegar hagsmunaflokkur allra þeirra sem innan þessara vébanda starfa, venjulegs fólks. Flokkurinn tekur sér stöðu meðal þeirra og ekki annarra. Hjartað á réttum stað Við fáum að nota okkar dýrmæta lýðræðislega rétt eftir fáa daga í kosningum til Alþingis. Baráttumál okkar jafnaðarmanna eru enn á sömu lund, vörn og sókn fyrir venjulegt fólk en ekki þrönga sérhagsmuni. Er ekki tækifærið einmitt núna, að taka nýja ákvörðun, ferska og djarfa – já, og láta hjartað ráða för. Guðjón S. Brjánsson skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í NV-kjördæmi AÐSENT : Guðjón S. Brjánsson skrifar Krossinn ræður miklu Það er sannfæring mín að okkur sem byggjum þetta land beri skylda til að halda því í byggð og skila því þannig áfram til komandi kynslóða. Í þessari kosningabaráttu þar sem ég býð mig fram fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi hef ég lagt áherslu á það að styrkja beri innviði þessa víðfeðma kjördæmis. Hér á ég við þætti á borð við samgöngur, raforkuflutninga og fjarskipti (netöryggi). Nægar áskoranir bíða okkar. Það er mín sannfæring að fólkið í byggðunum skuli njóta réttar síns til sjálfsbjargar með sjálfbærri nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem heyra til þessara byggða. Ef fólk býr við trausta innviði og hefur frelsi til að bjarga sér þá leysast mörg önnur vandamál af sjálfu sér. Við sem byggjum þetta land erum bæði hugmyndarík og harð- dugleg. Í fiskveiðunum þarf að verja nýtingarrétt byggð- anna á fiskimiðunum. Ég tel að nú verði ekki lengra gengið í þeim efnum að höndla með þennan rétt svo hann færist milli byggðarlaga. Löggjafinn verður að stöðva kvóta- framsal milli byggða. Þetta yrði viðspyrna frá botni í núverandi kerfi. Laða verður fram frum- kvæði og dugnað í nátt- úrulegum sjávarbyggðum þessa lands, sem byggðust upp vegna nálægðar við rík bolfiskimið. Þar horfi ég í fyrsta lagi til rýmkunar á heimildum til að stunda veiðar á minni bátum með línu og á handfæri. Þessar veiðar eru aldrei nein ógn við fiskistofna og fara vel með lífríkið. Strandveiðar og línuívilnun eru hvort tveggja ráðstafanir sem hafa reynst minni sjávarbyggðum vel. Það á að ganga lengra í svipuðum aðgerðum. Endurskoða verður álagningu veiði- gjalda. Útreikningur þeirra er á kol- röngum forsendum. Þau sliga og ógna rekstri minni og meðalstórra sjávar- útvegsfyrirtækja sem mörg hver eru burðarstoðir í sjávarbyggðunum. Sem menntaður fiskifræðingur er ég upptekinn af vistfræðilegri nálgun í fiskveiðistjórnuninni. Vonandi ganga væntingar um frekari vöxt þorsk- stofnsins eftir. Samhliða ráðstöfunum til að efla útgerð frá byggðum sem liggja vel að ríkum fiskimiðum eigum við að hlúa að bolfiskstofnum með því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeir hafi nægt æti. Það tryggir góðan vöxt með meiri „fallþunga“ fisksins, aukna afrakstursgetu fiskistofna og minni náttúruleg afföll svo sem vegna sjálfsáts eins og við höfum séð gerast hjá þorskinum. Flokkur Fólksins styður eindregið íslenskan landbúnað. Sveitir landsins eru afar dýrmætar fyrir okkur öll sem þjóð. Búseta og sem öflugast mannlíf í þeim skiptir miklu máli, ekki einungis með tilliti til matvælaframleiðslu heldur einnig sem hluti af okkar sjálfsmynd og menningu. Ég tel að ríkisvaldinu beri skylda til þess nú að koma sauðfjárbændum tafarlaust til hjálpar með fjárframlögum. Vandi þeirra er tímabundið ástand sem mun líða hjá. Íslenskur landbúnaður fram- leiðir frábærar afurðir sem eiga fram- tíðina fyrir sér. Síðan má ekki gleyma því að landbúnaður og búseta til sveita er afar mikilvægur þáttur fyrir þá atvinnugrein sem hefur blómstrað hvað mest á liðnum árum sem er ferðaþjónustan. Þar eru möguleikarnir ótæmandi. Af miklum metnaði og einlægri löngun til að leggja djarfa hönd á plóg býð ég nú fram krafta mína til að berjast fyrir hag íbúa Norðvesturkjördæmis. Magnús Þór Hafsteinsson, oddviti Flokks Fólksins í Norðvesturkjördæmi. AÐSENT : Magnús Þór Hafsteinsson skrifar Byggðirnar njóti réttar til sjálfsbjargar 40/2017 17

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.