Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 19

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 19
MEÐLÆTI Focaccia brauð 1 kg brauðhveiti 8 dl volgt vatn 1 msk. salt 1 msk. sykur 1 pk. þurrger ólífuolía – pipar – saltflögur – hvítlaukur - ólífur Aðferð: Þurrefnum blandað saman í skál, volgu vatni bætt út í og hnoðað vel saman. Deigið er aðeins blautt. Leyfið því að hefast í 1-1½ klst. Útbúið hvítlauksolíu. Penslið formin sem á að baka brauðin í með ólífuolíu. Deigið er sett í formin (ég hnoða það ekki neitt meir, skipti aðeins deiginu og set í formið). Látið hefast í 30-60 mínútur undir rökum klút. Gerið margar holur í deigið og penslið það með olíunni/hvít- lauksolíunni. Svartur pipar og saltflögur sett yfir, og/eða ólífur). Gott er að setja örlítið af rifnum osti yfir og baka það síðan. Hitið ofn upp í 250°C en lækkið í 225°C þegar brauðið er sett inn í. Bakið í ca. 20-30 mínútur (fer eftir þykkt brauðsins). Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Botn, Örn og Torfi. Feykir spyr... Hvað ætlar þú að kjósa? Spurt í Skírisskógi UMSJÓN palli@feykir.is MYNDIR Gunnhildur Gísla „Mér er alveg sama hver kemst til valda, svo lengi sem engin bakarí eða sláturhús loka... mmm... já... kjams... kjams... namm!“ Tóki munkur „Ég ætla að skila auðu, það þarf engan stjórnmálaflokk í Skírisskógi – þar sé ég um að semja reglurnar!“ Hrói höttur „Ég ætla að stofna minn eigin flokk á næstu árum. Mig hefur alltaf langað til að hugsa út fyrir kassann í Nottingham.“ Maríon Gúllassúpa með focaccia brauði „Ég ólst upp í firðinum fagra og á mikla tengingu þangað. Í dag eyði ég nær öllum mínum frítíma þar. Matur hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og hef alltaf borðað vel. Bestu stundir lifsins eru líklega tengdar mat af einhverju leyti. Margar sögur eru til af mér í eldhúsinu og standa tvær líklega upp úr. Önnur fjallar um það þegar ég sauð upp af kartöflunum og brenndi þær. Hin er þegar ég bauð systur minni, sem er kokkur, í mat og hafði pakkapasta,“ segir skagfirski matgæðingurinn Sólborg Indíana. Hún gefur okkur uppskrift af gúllassúpu sem hún segir að hafi verið elduð oft á hennar heimili við ýmis tilefni. „Hún er einföld og bragðgóð. Ég fékk uppskriftina í upphafi af Eldhússögum. Ég hef ég líka oft Focaccia brauð með, sem er einfalt í bakstri,“ segir Sólborg. RÉTTUR Gúllassúpa 600 g gúllas 1 rauð paprika, skorin í bita 1 gulur laukur u.þ.b. 6 meðalstórar kartöflur u.þ.b. 3 meðalstórar gulrætur 1 msk. paprikukrydd 1½ tsk. cummin (ath. ekki kúmen) salt og pipar chili krydd eftir smekk (ég notaði chili explosion) 2 msk. ólífuolía 1 líter kjötkraftur (nautakraftur og vatn) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 msk. smjör 1-2 msk. tómatpúrra sýrður rjómi. Aðferð: Kjötið er skorið í minni teninga ef með þarf. Kartöflur, laukur og gulrætur flysjaðar og skornar í meðalstóra teninga. Kjöt, laukur og paprika er steikt upp úr olíu í stórum potti og öllum kryddunum bætt út í. Þegar kjötið hefur fengið lit er nautakraftinum og tómatpúrrunni bætt út í pottinn og suðan látin koma upp. Þá er smjörinu og hvítlauknum bætt út í. Látið malla í ca. 50-60 mínútur, súpan verður enn betri ef hún fær að malla lengur! Þegar um það bil 20 mínútur eru eftir af suðutímanum er kartöflunum og gulrótunum bætt út í súpuna. Borin fram með sýrðum rjóma og góðu brauði. Sólborg Indiana. MYND ÚR EINKASAFNI „Ég veit ekki alveg hvern ég kýs, eiginkonan mín ákveður það venjulega fyrir okkur bæði... Hún er svo undurfríð og gáfuð!“ Sýslumaðurinn ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is er Sólborg Indíana Guðjónsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Vandamálið með pólitíska djóka er að þeir eru oft kosnir. – Henry Cate, VII 40/2017 19 Ótrúlegt, en kannski satt... Kettir eru taldir hafa níu líf. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru meiri líkur á að köttur lifi fall af 20. hæð heldur en þeirri sjöundu. Talið er að það taki köttinn um átta hæðir að átta sig á hvað er að gerast, slaka á og leiðrétta sig. Bóndinn / Vísnagátur Sigurðar Varðar Fyrstu tvær hendingarnar segja hvað bærinn heitir, þriðja lína bóndinn og sú fjórða hver faðirinn er. Tíundi býr fremst í fjalladal í friði og ró. Sagður fljúga fugla hæst. Faðirinn úr mýri næst.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.