Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 8
X17 AÐSENT :: Lilja Rafney, Bjarni, Rúnar og Dagrún skrifa Nú gerum við betur Kæri kjósandi! Nú er komið að því að byggja upp og styðja við. Um land allt sjáum við tækifærin til að gera betur, en um leið þurfum við stefnu- breytingu og breytta forgangsröðun í þágu byggðanna. Innviðir og hryggjarstykki samfélaganna eru vanrækt – vegirnir, hafnirnar, skólarnir, sjúkrahúsin og heilsugæslurnar. Misskiptingunni verður að ljúka og tækifærið til þess er núna. Með því að færa fólki um allt land tækifæri til menntunar og atvinnuuppbyggingar jöfnum við stöðu fólks. Það er hægt að jafna lífskjörin í landinu með ábyrgum og skynsömum hætti án þess að skattleggja almennt launafólk. Við erum rík af auðlindum lands og sjávar. Fjölbreytt náttúra, saga og menn- ing eru hin sterku einkenni landshlutans. Tækifærin okkar í Norðvesturkjördæmi blasa hvarvetna við og felast ekki síst í unga fólkinu sem þyrstir í menntun og störf í heimabyggð, því hér líður þeim vel. Hér viljum við gefa þeim tækifæri til að hlúa að foreldrum sínum og ala upp börnin sín á grundvelli jafnra tækifæra, með lengra fæðingarorlofi og húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Hlúum að nýliðum í landbúnaði og sjávarútvegi og gerum breytingar á sjávarútvegskerfinu sem byggðarlög á landsbyggðinni munar um. Styðjum við göfugt starf bænda, sem eru gæslumenn landsins, byggðar- innar og náttúrunnar og holla matvæla- framleiðslu til sjávar og sveita. Um- hverfismál eru efnahags- og atvinnumál. Náttúran er gjöful í kjördæminu okkar, en gleymum því ekki að við höfum hana aðeins að láni frá næstu kynslóð og því ber okkur að stíga varlega til jarðar. Í kosningum nú sem endranær er valdið sett í hendur kjósenda. Það er einlæg von okkar sem sækjumst eftir þínu umboði að þú takir því valdi fagnandi, mætir á kjörstað og setjir X við þann kost sem þú telur bestan fyrir samfélagið okkar, náttúruna og framtíðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir Bjarni Jónsson Rúnar Gíslason Dagrún Jónsdóttir Höfundar skipa fjögur efstu sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs X17 AÐSENT :: Bergþór Ólason og Maríanna Eva Ragnarsdóttir skrifa Miðflokkurinn – við ætlum! Miðflokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn, undir tryggri forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er sá stjórnmála- foringi nú um stundir sem hefur sýnt það best að hafa hæfileika og festu til að takast á við stór og flókin úrlausnarefni og ná árangri. Vextirnir Megináhersla Mið- flokksins fyrir komandi kosningar er endur- skipulagning fjármála- kerfisins. Markmiðið er að skipuleggja fjármálakerfi landsins þannig að það þjóni almenningi og fyrirtækjum sem best. Megináherslan með þeirri heild- stæðu áætlun sem flokkurinn hefur kynnt er að ná niður vaxtastigi í land- inu. Hagsmunirnir eru gríðarlegir. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 25 mill- jónir, samsvarar 2% vaxtalækkun því að vaxtakostnaður heimilisins lækki um 500 þúsund á ári – hálfa milljón! – og það er í eftirskatta-peningum. Áhrifin á fyriræki eru þau sömu. Ísland allt - byggðamálin Ísland allt – byggðastefna Miðflokksins hefur það að markmiði að láta landið allt vinna sem eina heild. Eins og íbúar landsbyggðarinnar þekkja þá hefur þjónusta sogast til höfuðborgar- svæðisins á undanförnum árum og kjörtímabilum. Það þarf að tryggja sem jafnast aðgengi íbúa landsins að þeirri þjónustu sem hið opinbera býður upp á. Hluti af „Ísland allt“ áætluninni er uppbygging sérfræði- þjónustu á landsbyggðinni og styrking heilsugæslunnar. Vegirnir Kostnaður við að nota vegakerfið er of hár. Í dag er skattlagning á umferð og ökutæki umtalsvert meiri en þeir fjár- munir sem varið er til vegagerðar og viðhalds vegakerfisins. Áður en veg- tollar koma til skoðunar þarf að tryggja að þeir fjármunir sem þegar eru teknir af vegfarendum skili sér til uppbygg- ingar vegakerfisins. Þar er af nógu að taka. Þó að stórframkvæmdirnar séu mest áberandi, þá er nauðsynlegt að ráðast í átak á safn- og tengivegum til sveita. Ein hugmynd, sem Miðflokk- urinn vill láta skoða alvarlega, er að leggja bundið slitlag á fáfarna vegi, í núverandi veglínu, með lækkuðum hámarkshraða. Nám framtíðarinnar Miðflokkurinn leggur áherslu á að stuðningur við iðn- og verknám á framhaldsskólastigi verði aukinn og að á háskólastiginu verði áherslan á tækni- og raungreinar aukin verulega. Við verðum að aðlaga öll skólastigin að þeirri framtíð sem við okkur blasir. Að endingu; landbúnaðurinn, tryggingagjaldið og ferðaþjónustan Íslenskum landbúnaði er ætlað mikil- vægt hlutverk þegar kemur að mat- vælaöryggi, atvinnulífi í dreifbýli og nýtingu auðlinda landsins. Landbún- aðurinn er samofinn atvinnulífi á landsbyggðinni og bændur, gæslu- menn landsins, bera ríka ábyrgð þegar kemur að því að halda landinu okkar í rækt, til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Miðflokkurinn ætlar að ganga hratt til þess verks að leysa bráðavanda sauðfjárbænda, það er nauðsynlegt til að hægt sé að finna lausnir til fram- tíðar. Eitt af megináhersluatriðum Mið- flokksins er að lækka tryggingagjald á fyrirtæki. Gjaldið er enn hartnær 30% hærra en það var árið 2007, þrátt fyrir að raunverulegt atvinnuleysi sé hér um bil ekkert. Sérstök áhersla verður á fyrstu 10 starfsmenn fyrirtækja enda er launakostnaður iðulega hátt hlutfall rekstarkostnaðar smærri fyrirtækja. Miðflokkurinn hafnar hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna. Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Maríanna Eva Ragnarsdóttir, 4. sæti á lista Miðflokksins Breyting á útsendingu hita- veitureikninga Skagafjarðarveitur Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að hætta að senda út hitaveitureikn- ingana á pappírsformi og einnig rafrænni birtingu í heimabanka. Í stað þess munu Skagafjarðarveitur birta alla hitaveitureikninga á „Mínum síðum“ sem eru aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðarveitna, skv.is, og í íbúagátt Svf. Skagafjarðar á heimasíðunni skagafjordur.is, ásamt því að krafa stofnast í heimabanka. Í tilkynningu frá SKV segir að auðvelt sé að fylgjast með notkun heimilisins inni á Mínum síðum með því að skrá álestur og mynda þannig álestrasögu. Bæði er hægt að senda inn eftirlitsálestur sem hefur ekki áhrif á áætlun, eða uppgjörsálestur og greiða þá fyrir raunnotkun t.d. mánaðarlega eða eftir ákveðnum tímabilum. „Það er mikið öryggi í því að fylgjast vel með notkuninni, til að koma í veg fyrir umframeyðslu með tilheyrandi kostnaði. Með þessum breytingum eru Skagafjarðarveitur að nýta sér tækni nútímans til að spara pappír, sendingar- og birt- ingarkostnað, og auka þjónustu við viðskiptavini sína sem kaupa heitt vatn eftir mæli og munu nú geta fylgst betur með notkun sinni,“ segir í tilkynningunni. Þeir viðskiptavinir sem eru 70 ára og eldri og hafa fengið reikninga senda til sín í pósti fá þá áfram senda heim til sín. /PF 8 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.