Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 4
X17 AÐSENT :: Stefán Vagn Stefánsson skrifar Tækifærin liggja í íslenskum landbúnaði Landbúnaður er ein af undirstöðu- atvinnugreinum Íslands. Þúsundir manna vinna við landbúnað og störf honum tengdum um land allt – ekki aðeins á lands- byggðinni heldur einnig á höfuðborgar- svæðinu. Nýsköpun í greininni er mikil og íslenskir bændur bæði framsýnir og djarfir. Nærtækt dæmi um þetta er sá mikli uppbyggingar- hugur sem er hjá naut- gripabændum og mjólkur- framleiðendum en mikill fjöldi fjósbygginga er ýmist á undir-búningsstigi eða í byggingu um land allt. Þar er velferð gripa sett í öndvegi ásamt því sem leitast er við að nýta skilvirkustu framleiðsluaðferðir hverju sinni. Annað gott dæmi um þróunina og stórhuginn er hin glæsilega prótein- verksmiðja Heilsupróteins sem vígð var á Sauðárkróki um liðna helgi. Verk- smiðjan er samstarfsverkefni Mjólkur- samsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga en í henni verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Í síðari áfanga verksmiðjunnar verður framleitt etanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð. Með öðrum orðum er hráefni sem áður var sóað, umbreytt á hugvitssamlegan og umhverfisvænan hátt í verðmæta aukaafurð. Þetta ber vott um þróttmikla atvinnugrein. En það eru líka ógnir En það eru líka ógnir sem steðja að íslenskum land- búnaði. Sauðfjárbændur standa frammi fyrir mikl- um vanda. Fráfarandi ríkisstjórn sýndi ekki mik- inn vilja til skynsamlegra úrlausna í þeim efnum heldur virtist sem land- búnaðarráðherrann vildi helst nýta tækifærið til að þrýsta áherslum Viðreisnar á sviði landbúnaðarmála í gegn. Það er ábyrgðarhluti hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa leitt Viðreisn og Bjarta framtíð til valda. Undan þeirri ábyrgð er ekki hægt að víkja. Það er oft fljótgert að rífa niður það sem hefur tekið langan tíma að byggja upp. Framsóknarflokkurinn vill auka stuðning tímabundið til að hjálpa bændum að komast yfir þennan hjalla og lögleiða verkfæri til sveiflujöfnunar svo að þessi staða komi ekki upp aftur. Sauðfjárrækt er undirstaða dreifðra byggða víða um land og lausn á þessu máli þarf að verða eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar. Íslenskur landbúnaður þarf stöðugleika til að nýta tækifærin Framsóknarflokkurinn vill landbún- aðarstefnu sem tryggir stöðugleika. Gildandi búvörusamningar eiga að tryggja stöðugleika til lengri tíma til að greinin geti fjárfest í samræmi við markmið þeirra um að efla innlenda framleiðslu, tryggja neytendum gæða- afurðir á sanngjörnu verði, fæðuöryggi landsmanna og byggðafestu í landinu. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á skýrar upprunamerkingar á öllum matvælum, hvort sem um er að ræða grænmeti eða nauta-, lamba-, svínakjöt og kjúklinga, svo og aðrar afurðir. Neytendur eiga rétt á skýrum upplýsingum um uppruna, fram- leiðsluhætti, dýravelferð, lyfjanotkun og umhverfisáhrif. Það eru gæði, hreinleiki og lækkun umhverfisfótspors matvöru sem neytendur munu í vaxandi mæli kalla eftir. Framsóknarflokkurinn telur að auka þurfi enn frekar skógrækt, landgræðslu og aðra endurheimt landgæða. Það verði gert í samstarfi við landeigendur, skóg- ræktar- og landgræðslufélög, bændur og sveitarfélög. Slíkt samstarf leiðir til aukinnar kolefnisbindingar, verðmæta- sköpunar og verndunar jarðvegs. Fram- sóknarflokkurinn mun ennfremur beita sér fyrir lægra raforkuverði til garð- yrkjustöðva til að styðja við öfluga og heilnæma ræktun. Bændur og neytendur geta treyst Framsóknarflokknum Í 100 ára sögu sinni hefur Fram- sóknarflokkurinn ávallt staðið með íslenskum bændum og neytendum. Þar liggja sameiginlegir hagsmunir en ekki andstæð sjónarmið. Kjósendur geta treyst því að atkvæði greitt Fram- sóknarflokknum næstkomandi laugar- dag mun skila sér í sterkri röddu sem talar máli bænda, neytenda og al- mennings alls – ekki aðeins fyrir kosningar heldur einnig að þeim loknum. Stefán Vagn Stefánsson, höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi X17 AÐSENT :: Teitur Björn Einarsson skrifar Risaátak í samgöngum Sjálfstæðisflokkurinn boðar risaátak í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næsta kjörtímabili vegna þess að góðar samgöngur eru lífæð byggðanna. Með greiðfærum vegum, háhraðanettengingum og burðugum höfnum og flugvöllum eykst samkeppnishæfni byggðanna og tækifærum til verðmætasköpunar atvinnulífsins fjölgar. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda aukinnar velmegunar og bættra búsetuskilyrða. Á réttri leið Á undanförnum árum hefur miðað í rétta átt í samgöngumálum í Norð- vesturkjördæmi. Ísland ljóstengt, lands- átak um uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli, er komið vel á veg, fram- kvæmdir við Dýrafjarðargöng eru hafnar og auknum fjármunum er nú varið í nauðsynlegt viðhald vega og brýnar viðhaldsframkvæmdir hafna. En betur má ef duga skal. Verkefnin fram- undan eru stór og þörfin afar brýn. Augljóst er að auka verður fram- kvæmdahraðann verulega á næstu árum ef það á að takast að bæta samkeppn- isstöðu landsbyggðarinnar, í þéttbýli sem dreifbýli, svo um munar. Stór verkefni bíða Stóra viðfangsefnið sem við höfum verið að glíma við að undanförnu er að samgönguáætlun hefur hingað til ekki verið fullfjármögnuð. Samgöngu- ráðherra hefur ítrekað bent á þá staðreynd og opnað á umræður um hvernig við komumst hraðar í allar þessar mikilvægu framkvæmdir án þess að raska markmiðum um ábyrga stjórn opinberra fjármála, en hafa verður í huga að rekstur ríkisins var ekki reistur við fyrr en árið 2014 með hallalausum fjárlögum. Þetta eru brýn verkefni sem bíða, eins og tvöföldun Kjalarnesvegar, frá- gangur á Fróðárheiði og uppbygging Skógarstrandarvegar, Dynjandisheiðar, Vatnsnesvegar og Skagastrandarvegar. Framkvæmdir í Gufudalssveit eru þar fyrir utan í algjörum forgangi. Er þá ótalin þörfin fyrir átak í viðhaldi hafna og klæðningu tengivega í sveitum og styrkingu á innanlandsflugi. Loksins tækifæri til framkvæmda Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta 100 milljörðum við í innviðauppbyggingu um landið allt í ljósi þess að ríkis- bankarnir hafa nú bolmagn til að greiða ríkinu þá fjármuni í sérstakar arð- greiðslur. Þá fjármuni á að nýta, til við- bótar við áður áætlaðar framkvæmdir, í að fullfjármagna samgönguáætlun og styrkja þannig samgöngur um land allt. Um er að ræða risaátak í samgöngum í Norðvesturkjördæmi sem við erum loksins komin í færi til að takast á hendur. Þessi góða staða sem við búum nú við kom ekki til af sjálfu sér. Ábyrg hagstjórn, tiltekt á efnahagsreikningi ríkissjóðs, lækkun skatta á fólk og atvinnulíf og afnám gjaldeyrishafta samhliða uppgjöri við slitastjórnir eru allt mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á til að hægt yrði að búa í haginn fyrir áframhaldandi árangur og uppbyggingu í íslensku samfélagi. Kosningarnar 28. október næstkom- andi munu ráða miklu um það hvort okkur takist að halda áfram á réttri braut og því skiptir máli að kjósa stjórn- málaflokk sem vill og getur sett kraft í innviðauppbyggingu svo byggðirnar geti dafnað á eigin forsendum. Teitur Björn Einarsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi Flogið til Sauðárkróks á ný Samgöngur á Norðurlandi vestra Flugfélagið Ernir hefur flug á Sauðárkrók þann 1. desember nk. og í vikunni verður áætlun kynnt og sala á flugi hefst, eftir því sem kemur fram á Facebooksíðu Arna. „Það er ánægjulegt að þessu markmiði hafi verið náð. Búið er að reyna að fá þetta samþykkt um alllangt skeið. Þetta er gríðarlega mikil samgöngubót fyrir íbúana og landsmenn alla, auk þess getur þetta skapað ný tækifæri fyrir vetrar- ferðamennsku í Skagafirði,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði sem hugsanlega verður framhald á. /PF 4 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.