Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 6
Málefni öryrkja og bænda brýnust Sigurlaug Gísladóttir Blönduósi Um hvað á að kjósa? X17 Alþingiskosningar 2017 Í aðdraganda kosninga brenna væntanlega mörg mál á kjósendum og seint verða allir sammála um hvaða mála- flokkar séu mikilvægastir og brýnast að taka á. Feykir hafði samband við nokkra kjósendur og spurði þá hvað þeim þætti mikiilvægast að stjórnmálamenn beittu sér fyrir að kosningum loknum og hvaða leiðir ætti að fara að því marki. SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir Sigurlaug Gísladóttir hefur rekið Húnabúðina á Blönduósi síðastliðin þrjú ár en árið 2016 sameinaðist Bæjarblómið búð- inni sem heitir nú Húnabúð/ Bæjarblómið. Sigurlaug er Skagfirðingur en eiginmaður- inn austan af Héraði, þar sem þau bjuggu í fjölda ára en fluttu á Blönduós árið 2013. Þau eiga fjögur uppkomin börn. Hvaða mál myndir þú vilja setja á oddinn í komandi kosn- ingum? Tekjur öryrkja og málefni þeirra almennt, sem og landsbyggðar- mál og þá sérstaklega tekju- möguleika bænda en þeim er sífellt settur stóllinn fyrir dyrnar af löngu úreltu reglugerðarfargani. Hvernig telur þú að hægt sé að ná þeim fram? Hér væri hægt að setja langt og mikið svar, en ætla að láta nægja það stutta. Það vantar bæði viljann og þorið til að framkvæma og svo almenna skynsemi og verklagni með. En númer eitt, tvö og þrjú þarf ný ríksstjórn á hverjum tíma, hver sem hún er, að geta skipt út yfirmönnum úr ráðuneytum sínum og ráða til sín fólk sem vinnur með þeim en ekki á móti. Það myndi einfalda stjórnsýsluna mikið og flýta verkferlum. Hvaða flokkar finnst þér lík- legastir til að mynda nýja ríkis- stjórn? Miðað við skoðanakannanir eru það trúlega VG og SF, því miður. Hver er óskaríkisstjórnin? Það er eitthvað sem ég þarf að skoða betur. Erfitt að byggja upp góð stjórnmál ef handritið er gallað Ríkey Þöll Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum í Fljótum Ríkey Þöll Jóhannesdóttir er nemandi á fyrsta ári í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi starfsmaður KS Ketilási. Hún er alin upp á Brúnastöðum í Fljótum og segist vera mikil áhugamanneskja um þjóðfélagslega gagnrýni og aukna stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Hvaða mál myndir þú vilja setja á oddinn í komandi kosningum? Svona í fljótu bragði hugsa ég um það sem stendur mér næst, betri fjármögnun háskólanna og breyting á námslánakerfinu. Almennt verður auðvitað að styrkja heilbrigðiskerfið og svo vil ég sjá mun betri stefnumótun tengda sálfræðiaðstoð fyrir alla þá sem þurfa. Einnig tel ég mjög brýnt að ráðast sem fyrst í að innleiða nýju stjórnarskrána, ég tel mjög erfitt að byggja upp góð stjórnmál hér á landi ef handritið er gallað. Það eru svo mörg mál sem skipta máli og ég gæti haldið áfram að telja upp til eilífðarnóns, annars er líka vert að benda á breytingu hvað varðar lög um kynferðisafbrotarmál og vil ég sjá Alþingi beita sér í tengslum við betra og meira styðjandi réttarkerfi hér á landi. Mál flóttamanna verður líka að taka fyrir, betri móttöku allra og frekari stuðning til að komast út í samfélagið. Að lokum verð ég að benda á landbúnaðarmálin. Eins og lesendur vita hafa sauðfjárbændur staðið frammi fyrir mjög stórum fjárhagslegum vanda nú í haust og tel ég að stjórnmálaflokkar ættu að nýta sér kosningarnar til þess að endurskoða kerfið, auka styrki til nýsköpunar og auðvelda heimavinnslu eins og annars staðar er í Skandinavíu. Það er fráleitt kerfi að bændur séu háðir sláturleyfishöfum, sem á blaði eru í þeirra eigu, og fákeppnismarkaði í smásöluverslun sem standa saman að því að arðræna þá! Hvernig telur þú að hægt sé að ná þeim fram? Úff þá er þrautin þyngri. Það þarf auðvitað bara til öguð og vönduð vinnubrögð, fara algerlega yfir það hvernig peningunum er varið í þessu hagkerfi og hvernig hægt er að nýta fjármunina til fulls án þess þó að kjör einhverra hópa skerðist, nema auðvitað þeirra sem eiga svo mikla peninga að þeir þurfi að leggja hann inn á bækur í Panama… Varðandi þau mál sem krefjast ef til vill ekki aukins fjármagns og ég held að ríki almenn samstaða um í samfélaginu, eins og hvað varðar sanngjarnara réttarkerfi fyrir þolendur þá væri frábært að sjá þá víðu sátt sem ríkir í samfélaginu í verki á Alþingi. Frábært væri að sjá nýtt Alþingi sammælast um stór málefni sem þau keppast öll við nú að eigna sér þegar á hólminn er komið. Mér þykir mjög fyndið að hlusta á áróður vissra flokka í kosningabaráttunni sem benda sífellt á það að við séum rétt að ná toppnum á heimslistum hvað varðar lífskjör og fleira. Það versta er að við erum að síga niður á þessum listum og þær þjóðir sem enn standa á toppnum eru Norðurlöndin, þær þjóðir sem byggja stefnu sína hvað mest á jöfnuðuði. Mér þykir bagaleg stefna stjórnmála hér á landi að fylgja ekki fordæmi þeirra, því það hefur margsannað sig að þar sem samasemmerki er á milli jöfnuðar og velsældar gengur þjóðum alltaf betur. Það þýðir ekki að stuðla að velsæld hér á landi þar sem einingis þeir hæst launuðu fylla vasana enn betur. Hvaða flokkar finnst þér líklegastir til að mynda nýja ríkisstjórn? Ef skoðanakannanir eru að segja satt ættu það að vera Vinstri græn, Samfylking og Píratar. Hver er óskaríkisstjórnin? Óskaríkisstjórnin, það er spurn- ingin, ætli ég myndi ekki bara handvelja fólk úr mismunandi flokkum. Það væri auðvitað ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Væri líka mjög til í að sjá Lilju Alfreðsdóttur í ríkisstjórn, eins er ég mjög hrifin af mörgu sem Logi Einarsson er að koma á framfæri. Allt er þetta fólk sem mér finnst fylgja sínum málefnum vel eftir og er hreint og beint í framkomu sem aðrir pólitíkusar mættu svo sannarlega tileinka sér. Fjármagnið í uppbyggingu en ekki gæluverkefni Sonja Dröfn Helgadóttir Skagaströnd Sonja Dröfn Helgadóttir býr á Skagaströnd þar sem hún starfar sem umsjónarkennari við Höfðaskóla. Sonja og eigin- maður hennar eiga fjögur börn og býr eitt þeirra heima. Hvaða mál myndir þú vilja setja á oddinn í komandi kosningum? Heilbrigðis- og menntamál. Einnig þarf að endurskoða lífeyrissjóðakerfið. Það er ótækt að fáir einstaklingar geti notað þá fjármuni til að leika sér með, fjárfest í hinu og þessu. Lífeyrir á að ávaxtast með sjálfum sér. Ekki með fjárfestingum. Hvernig telur þú að hægt sé að ná þeim fram? Með því að hætta að einkavæða þær stofnanir sem allir þurfa að hafa aðgang að, sbr. skóla og sjúkrastofnanir. Vinna með þeim sem þekkja til rekstrar og kostnaðar við hann en ekki taka pólítiskar einræðisákvarðanir líkt og m.a. gert var með styttingu framhaldsskólans. Hættum að spara aurinn og kasta krónunni. Fjármagn ríkisins á fyrst og fremst að fara til uppbyggingar ekki til gæluverkefna. Hvaða flokkar finnst þér lík- legastir til að mynda nýja ríkisstjórn? Eins og staðan lítur út núna virðist sem Vinstri grænir og Samfylking verði í ríkisstjórn. Hver er óskaríkisstjórnin? Það er sú ríkisstjórn sem vinnur fyrir fólkið í landinu. Ekki bara á tímum kosninga, heldur sú sem stendur við stóru orðin. Ég vil sjá landið rekið sem fyrirtæki þar sem það þarf að sýna fram á árangur í starfi og ef þú ert ekki að standa þig, þá ertu látin taka pokann þinn. 350.000 manna samfélag þarf ekki alla þessa einstaklinga á þingi. Það þarf samhentan hóp með sameiginleg markmið. Ekki stjórn sem hegðar sér eins og illa uppalin börn sem kunna ekki að taka þátt í málefnalegum umræðum. Allt upp á borðum og ef þú nærð ekki kosningu, þá ertu heldur ekki á þingi. Þá má losna við þras um ómerkilega hluti sem allt of mikill tími fer í. Landbúnaðarmálin mikilvægust Þórunn Helga Þorvaldsdóttir Akurbrekku í Hrútafirði Þórunn Helga Þorvaldsdóttir býr á Akurbrekku í Hrútafirði ásamt manni sínum og eiga þau þrjú börn á aldrinum 10-24 ára. Þau hjónin reka sauðfjárbú en vinna bæði utan heimilis og starfar Þórunn sem leikskólastjóri við leikskólann Árgarð á Hvamms- tanga. Þórunn segist vera frekar ópólitísk en horfa meira á ein- staklingana sem vinna fyrir flokkana. Hvaða mál myndir þú vilja setja á oddinn í komandi kosningum? Landbúnaðarmál eru mér ofarlega í huga og þá kannski sérstaklega sauðfjárrækt. Það er skelfilegt hvað innkoma sauðfjárbænda hefur rýrnað síðustu tvö ár og ef áfram heldur á þetta bara eftir að enda á einn veg. Svo eru það menntamálin, heilbrigðismál og samgöngumál. Hvernig telur þú að hægt sé að ná þeim fram? Með aukinni samvinnu við bændur og að setja valdið í aðrar hendur en afurðastöðvanna. Hvaða flokkar finnst þér lík- legastir til að mynda nýja ríkis- stjórn? Ég er ansi hrædd um að það verði vinstri vængurinn. Hver er óskaríkisstjórnin? Mín óska stjórn er með fólki innanborðs sem þekkir til mála og getur tekið ákvarðanir sem eru landi og þjóð til gagns og sóma. Ef ég á að tala um flokka þá líst mér best á fremstu menn á lista hér á Norðurlandi vestra sem eru á lista Framsóknar- og Sjalfstæðismanna til að vinna þessi störf. 6 40/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.