Feykir


Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 11

Feykir - 25.10.2017, Blaðsíða 11
þekkir þá er það hans eigin hugarfóstur.“ Í leikritinu eru sex hlutverk sem þær segja að vel hafi gengið að manna. „Við erum bara svo skemmtilegar,“ segir Jóhanna, „þannig að fólk var örugglega tilbúið til að taka þátt í þessu út af því.“ Aðspurðar um hvort einhver burðarhlutverk séu í stykkinu segja þær tvö hlut- verkanna vera stærri en önnur. Annað þeirra sé skipstjórinn sem Jón Sigurðsson leikur. „Þetta gerist meira og minna á sjó. Jón leikur skipstjórann Björn sem hefur með sér tvo háseta, Gauja og Röggu, á grásleppuvertíð. Það á ýmislegt eftir að gerast á sjónum. Hann hefur kannski ekki mjög ákjós- anleg áhöfn með sér en hann hefur trúlega ekki haft úr mjög miklu að moða þannig að hann þarf að gera gott úr því sem hann er með í höndunum. Annað verður bara að koma í ljós og er ekki birtingarhæft.“ Auk Jóns eru hlutverkin í höndum systkinanna Sig- mundar og Sæunnar Jóhann- esarbarna, Kristjáns Jónssonar, Ingibjargar Sólveigar Halldórs- dóttur og Sunnu Dísar Bjarna- dóttur. Hvað hafa æfingar staðið lengi? „Það er vika með einu fríkvöldi. Leikarar fengu afhent handrit fyrir þremur vikum. Við stefndum að því í upphafi að hafa tveggja vikna æfingatíma- bil, það gekk mjög vel síðast. Þetta eru stuttir leikþættir og fólk er ekkert á sviðinu allan tímann. Svo var lagt upp með að hafa leikmyndina einfalda, leikmyndahönnunin er okkar en smiðurinn er Ingvar Guð- mundsson, allt muligt man. Nú byrja leikararnir að tínast inn á æfingu svo við förum að slá botninn í spjallið. Þær stöllur vilja biðja fyrir kærar þakkir til allra sem að sýningunni koma fyrir mikla þolinmæði, svo og til fjöl- skyldnanna allra. Einnig til Menningarsjóðs KS og Sóknar- áætlunar Norðurlands vestra sem styrktu sýninguna. Að lokum hvetja þær alla til að missa ekki af góðri skemmtun og mæta í Miðgarð. „Það var hugsunin að sýna bæði í Höfðaborg og í Miðgarði en svo komu kosningarnar í veg fyrir það. Miðgarður varð fyrir valinu því Sveitapilturinn var bara sýndur hér en það átti að sýna á báðum stöðum. Við stefnum svo á aðra sýningu í Höfðaborg á nýju ári en getum samt engu lofað. Þetta er alveg kjörið, nú þegar kosninga- áróðurinn er búinn að bylja á okkur að taka smá pásu frá því, mæta í Migarð, og tæma hugann aðeins, hlæja og hafa gaman af áður en farið er á kjörstað og kosið rétt. Þetta er upplögð uppskrift að góðri kosningahelgi,“ segja þær Jó- hanna og Berglind að lokum. Björn (Jón Sigurðsson) skipstjóri á stíminu en hásetarnir Gaui (Sigmundur Jóhannesson) og Ragga (Sæunn Jóhannesdóttir) nýta tímann vel. Leikhópurinn á æfingu. Verum snjöll verZlum heima „NÚ ER ÞAÐ BLAUTT! BÍLLINN Í SKRALLI?“ HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR ÞVÍ HÉR ER ALLT TIL ALLS, LÍKA FRÁBÆR BIFREIÐAVERKSTÆÐI. N Ý P R E N T E H F / M Y N D : F A C E B O O K : B LÖ N D U Ó S - LJÓ S M Y N D A S A F N A -H Ú N A V A T N S S Ý S LA Öryrkjabandalag Íslands Þuríður Harpa kjörin formaður Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar og framkvæmdastjóri Nýprents á Sauðárkróki, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna sl. laugardag. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Þuríður Harpa fékk 68 atkvæði í formanns- kjörinu en mótframbjóðandi hennar, Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland, fékk 58 atkvæði. Síðustu þrettán ár hefur Þuríður gegnt starfi framkvæmdastjóra Nýprents á Sauðárkróki sem meðal annars gefur út Sjónhornið og Feyki auk þess að fást við ýmis önnur prent- og hönnunarverkefni. „Nei, ég var alls ekki sigurviss, enda góður frambjóðandi á móti mér,“ svarar Þuríður um hvort hún hefði búist við sigri í aðdraganda kjörsins. Hún segir helstu baráttumál hennar sem formaður varða mannréttindi, lögfestingu NPA og samnings Sameinuðu þjóðanna og að kjör öryrkja og langveikra verði bætt. Hvað tekur nú við hjá þér? „Það verður sennilega frekar kaotískt líf hjá mér þessa fyrstu mánuði, ég þarf að finna mér húsnæði í borg- inni, og koma starfi mínu í Nýprent í góðar hendur samhliða því að vera byrjuð að vinna sem formaður ÖBÍ,“ segir Þuríður og bætir við: „Ég vil þakka öllu því frábæra fólki sem ég hef unnið með hér í gegnum tíðina, það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast og starfa með svo mörgu skemmtilegu fólki. Svo þakka ég við- skiptavinum Nýprents fyrir góð kynni og góð samskipti. Skagfirðingum og öðru samferða- fólki sendi ég hlýjar kveðjur með þakklæti fyrir viðkynningu.“ /PF Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, að loknum kosningum. MYND AF SÍÐU ÖBÍ 40/2017 11

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.