Bændablaðið - 07.07.2016, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Fréttir
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hækkar um 2,5%
Verðlagsnefnd búvara hefur
tekið samhljóða ákvörðun um að
heildsöluverð á mjólk og mjólk ur-
afurðum hækki um 2,5% frá 1. júlí
sl. Breytingin er einkum til komin
vegna hækkunar launa, segir í
fréttatilkynningu frá nefndinni.
Afurðastöðvaverð til bænda
hækkar um 1,77 kr. á lítra mjólkur,
úr 84,39 kr. í 86,16 kr. Þá hækkar
vinnslu- og dreifingakostnaður
mjólkur um 1,81 kr. Samanlögð
hækkun heildsöluverðs er því 3,58
krónur á hvern lítra mjólkur.
Lægra verð á mjólkurdufti
gagnast íslenskum iðnaði
Þau tíðindi eru í ákvörðun
nefndarinnar að undanrennu- og
mjólkurduft mun lækka um 20% til
að mæta áhrifum nýs tollasamnings
við Evrópusambandið og lækkun
heimsmarkaðsverðs á dufti.
Verðlækkun á dufti kemur einkum
iðnaðinum til góða, t.d. þeim aðilum
sem stunda framleiðslu á súkkulaði,
ís og öðrum matvörum þar sem
mjólkurduft er notað.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, sagði í samtali við
Bændablaðið að verðlækkun á mjólk-
urduftinu komi innlendum matvæla-
iðnaði mjög vel. „Með þessari verð-
lækkun er verið að bæta samkeppn-
isstöðu þeirra fyrirtækja sem kjósa
að nota innlent hráefni. Fyrir bændur
er nauðsynlegt að fá hækkun til sín
vegna almennrar verðlagsþróunar.
Í raun var hækkunarþörfin meiri en
nefndin ákvað að fara milliveginn að
þessu sinni. Á þessu árstímabili sem
liðið er frá síðustu verðhækkun hafa
laun og launatengd gjöld hækkað um
12,7% í þjóðfélaginu. Bændur verða
líka að fá sínar launahækkanir eins og
aðrir,“ segir Sindri og bætir því við að
launahækkanir innan mjólkuriðnaðar-
ins vegi þungt í rekstri mjólkursamlaga
og óhjákvæmilegt sé að bregðast við
því með verðhækkunum.
Vegin meðaltalshækkun á
heildsöluverði á mjólk er 2,1%.
Kostnaðurinn við lækkunina á
duftinu skiptist jafnt á milli bænda
og mjólkuriðnaðarins.
Síðasta hækkun fyrir ári síðan
Verðlagsnefnd búvara starfar
samkvæmt lögum um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum.
Hún er skipuð sex mönnum
og ákveður afurðaverð til
búvöruframleiðenda og verð
búvara í heildsölu. Fulltrúar í
nefndinni eru frá atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu, Samtökum
afurðastöðva í mjólkuriðnaði,
ve l fe rða r ráðuney t inu og
Bændasamtökum Íslands.
Síðasta verðlagsákvörðun
nefndarinnar var gerð í fyrrasumar.
/TB
Plöntueitur:
Söluleyfi á glýfósati
í ESB framlengt um
18 mánuði
Leyfi til að selja plöntueitrið
glýfósat hefur verið framlengt í
löndum Evrópusambandsins um
18 mánuði.
Talsverður styr hefur verið innan
nefndar Evrópusambandsins sem
sér um leyfi á sölu efna til að drepa
plöntur. Um tíma leit út fyrir að
bannað yrði að selja plöntueitur sem
innihalda glýfósat frá og með 30.
júní. Ástæða bannsins var sú að talið
er að efnið sé krabbameinsvaldandi
án þess þó að óyggjandi sannanir þar
um liggi fyrir.
Niðurstöður rannsókna á
skaðsemi glýfósat stangast iðulega
á eftir því hvort framleiðendur eða
andstæðingar notkunar á efninu
greiða fyrir þær.
Framleiðandinn hefur fengið
18 mánaða frest, eða til ársloka
2017, til að sýna fram á að efnið sé
ekki skaðlegt heilsu manna. Takist
það verður leyfi til sölu efnisins
framlengt um fimmtán ár.
Glýfósat er meðal annars virka
efnið í Roundup, sem mikið er notað
í landbúnaði í Evrópu og til að drepa
óvinsælan gróður í görðum hér á
landi.
Talsmenn bannsins segja að
með frestuninni hafi verið gefið
áframhaldandi leyfi til að dæla
hundruðum þúsunda tonna út í
náttúruna.
Undanfarin ár hefur borið á að
plöntur sem drepa á með glýfósat
hafi myndað mótstöðu gegn
efninu og að sífellt verði að nota
sterkari blöndur af því til að drepa
plönturnar. /VH
„Það er enn ekki búið að taka
saman hvert heildarumfang kals
er, það verður ekki að fullu ljóst
fyrr en í haust að lokinni hey öflun.
Þá ætti að liggja fyrir hvert upp-
skeru tap verður vegna kals,“ segir
Sigurgeir B. Hreinsson, formaður
stjórnar Bjargráðasjóðs og fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Eyjafjarðar.
Sigurgeir segir að kal nú í vor
sé þó með meira móti, það næst-
mesta á þessari öld, næst á eftir
kalárinu mikla árið 2013. Bændur
sem telja sig eiga rétt á bótum úr
Bjargráðasjóði munu senda inn
umsóknir næsta haust, í tengslum
við skil á forðagæsluskýrslum, en
þeim ber að skila inn í síðasta lagi
20. nóvember. „Forðagæsluskýrslur
munu liggja til grundvallar á mati
á tjóni, en við tökum mið af upp-
skeru liðinna ára og metum hvert
uppskerutapið er miðað við það,“
segir Sigurgeir.
Hann segir menn víða komna vel
áleiðis í heyskap en í öllum lands-
hlutum nema á Vesturlandi setja
þurrkar mikið strik í reikninginn.
„Það hefur rignt afskaplega lítið og
jafnvel ekki neitt sums staðar, þannig
að það er alls ekki til bóta. Uppskera
er af öllum toga, bændur segja mér
sumir að hún sé alveg hörmung og
upp í það að vera þokkaleg,“ segir
Sigurgeir. /MÞÞ
Kal nú í vor var með meira móti, það næstmesta á þessari öld, næst á eftir
Mynd / Bragi Óskarsson
Næstmesta kalið á þessari öld
Kjarnfóðrið
hækkar í verði
1. júlí síðastliðinn hækkaði verð
á öllu kjarnfóðri hjá Líflandi um
4%. Um er að ræða fyrstu verð-
hækkun í rúm þrjú ár, en frá því
í febrúar 2013 hefur kjarnfóð-
urverð hjá Líflandi að meðaltali
lækkað um 25%, segir í fréttatil-
kynningu frá fyrirtækinu.
Hækkunin nú kemur til
vegna talsverðra sviptinga á
hrávörumarkaði, en sojamjöl
hefur á síðustu mánuðum hækkað
mjög í verði sem og önnur hráefni
að mismiklu leyti. Hagstæð
gengisþróun hefur hjálpað til og
gert það að verkum að hægt hefur
verið að fresta verðhækkunum til
þessa, segja forsvarsmenn Líflands.
Mikil hagræðing innan mjólk-
uriðnaðarins og fækkun kúabúa á
síðustu árum og áratugum hefur
leitt til þess að mjólkurverð á
Íslandi hefur lækkað að raunvirði
síðustu ár. Árangurinn er ekki síst
að þakka fækkun mjólkurbúa og
hagkvæmari rekstri. Þetta kemur
fram í skýrslu sem Samtök afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa
unnið um hagræðingaraðgerðir
mjólkuriðnaðarins á síðustu árum
og árangur þeirra.
Árið 1990 voru 17 mjólkurvinnsl-
ur í landinu en þær eru nú aðeins
fimm talsins. Sala og afgreiðsla
mjólkurvara og dreifing var á 18
stöðum um land allt árið 1990. Í dag
er sala og afgreiðsla á tveimur stöð-
um og dreifing mjólkurvara á fimm
starfsstöðvum. Með breytingunum
hefur orðið þriðjungs fækkun starfs-
fólks. Í skýrslu SAM segir að hag-
ræðingin hafi á margan hátt reynst
erfið og sársaukafull en hafi skilað
miklum kostnaðarlækkunum.
Hagræðing hefur skilað þremur
milljörðum króna á ári
Í skýrslunni kemur fram að
hagræðingaraðgerðir mjólkur-
iðnaðarins hafi leitt af sér
þriggja milljarða króna sparnað
á ársgrundvelli. Einum milljarði
hafi verið skilað til bænda í formi
hærra afurðaverðs en tveir milljarðar
runnið til neytenda í gegnum lágt
heildsöluverð mjólkurvara. Til að
setja það í samhengi samsvarar það
20 krónum pr. lítra af nýmjólk og
um 200 kr. pr. kg af brauðosti í formi
lægra verðs til neytenda.
Raunverð lægra árið 2013 en 2003
Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gaf
út fyrir ári síðan sagði að raunverð á
nýmjólk, rjóma, skyri, jógúrt, smjöri
og osti hafi verið lægra árið 2013 en
2003. Lágmarksverð til bænda hefur
jafnframt hækkað umfram almennt
verðlag síðan 2003. Bæði neytendur
og bændur hafa því haft ávinning af
núverandi fyrirkomulagi.
Opinber verðlagning hefur skilað
ávinningi
Opinber verðlagning er á
nokkrum mjólkurvörum, þ.e.
mjólk, undanrennu, smjöri, rjóma
og brauðosti. Verðlagsnefnd
búvöru kemur saman og ákveður
heildsöluverð á þessum vöruflokkum
hverju sinni. Við ákvörðun sína
horfir hún að mestu til tveggja þátta;
verðlagsgrundvallar kúabús og
samantekt kostnaðar við vinnslu og
dreifingu mjólkur. Þegar rýnt er í þær
hækkanir sem verðlagsnefnd hefur
ráðist í á síðustu árum sést að þeim
er haldið í eins miklu hófi og hægt er,
miðað við almenna hækkun vísitölu
og ekki síst launahækkanir.
Með fyrirkomulaginu um
opinbera verðlagningu er tryggt að
allar verslanir fá mjólkina á sama
verði inn á lager hjá sér hvort sem
sú verslun er staðsett í Reykjavík
eða á Húsavík. Bændur um allt land
borga sama flutningskostnað, óháð
búsetu. Hlutverk nefndarinnar hefur
verið að tryggja hagsmuni allra í
virðiskeðjunni frá bónda til neytenda.
Síðasta verðhækkun var 1. júlí
sl. þegar heildsöluverð hækkaði um
2,5%. Verðbreyting á síðasta ári var
gerð 1. ágúst þegar heildsöluverð
á mjólk hækkaði um 3,58% og
smjörverð um 11,6%. Verðbreytingar
á mjólk hafa ekki haldið í við þróun
neysluverðsvísitölu á síðustu árum.
Litlar verðbreytingar á mjólkurvörum
stuðla að lægri vísitölu en ella. Verðlag
mjólkurvara hefur þannig bein áhrif á
vísitölu neysluverðs og þar með á hag
almennings í gegnum verðtryggingu
lána og annarra fjárskuldbindinga.
Markmið laganna hafa náðst
Í niðurstöðu skýrslu SAM segir að sá
árangur sem hafi náðst á liðnum
áratug í lækkun mjólkurverðs sé
umtalsverður. Þeim markmiðum,
sem sett voru með löggjöf Alþingis
árið 2004 þegar afurðastöðvum
var gert mögulegt að hafa með sér
samvinnu, hafi náðst. Breytingin á
búvörulögunum hafði í för með sér
ákvæði sem heimiluðu samstarf,
sérhæfingu og verkaskiptingu
með tilheyrandi sparnaði og
kostnaðarlækkunum í rekstri.
Samanlagður árangur sparnaðar-
og hagræðingaraðgerða síðasta
áratugs hefur numið um 3.000
milljónum króna á ársgrunni.
Skipting milli neytenda og bænda
er í hlutföllunum 2/3 til neytenda
og 1/3 til bænda að mati SAM.
/TB
Skipulagsbreytingar í mjólkuriðnaði, fækkun og stækkun kúabúa hafa skilað lægra mjólkurverði til neytenda:
Mjólk og mjólkurvörur hafa lækkað
að raunvirði á síðustu árum
Breyting á heildsöluverði (án vsk) helstu mjólkurvara sem verðlagðar eru af
verðlagsnefnd búvöru í samanburði við launavísitölu og vísitölu neysluverðs
á tímabilinu janúar 2003 til október 2014. Vísitöluhækkanir á tímabilinu eru
umtalsvert meiri en verðbreytingar á mjólkurvörunum sem um ræðir.
janúar 2013 = 0. Heimild: SAM
Nýjar kartöflur
komnar í verslanir
Fréttir berast af nýjum kartöflum
í sumum búðum. „Ég kíkti undir
nokkur grös í gær og ekki annað að
sjá en að uppskeran verði mjög góð
í ár,“ segir Sigurbjartur Pálsson,
kartöflubóndi í Þykkvabæ.
„Bændur í Hornafirði og bænd-
ur með upphitaða garða á Flúðum
eru yfirleitt aðeins á undan okkur
og nýjar kartöflur því væntanlegar í
verslanir. Ég geri aftur á móti fast-
lega ráð fyrir að við förum að taka
upp í næstu viku hér í Þykkvabæ.
Miðað við árstíma eru kart-
öflurnar undir grösunum vel á veg
komnar enda tíðarfarið búið að
vera frábært fyrir okkur og varla
hægt að biðja um það betra,“ segir
Sigurbjartur bóndi.
/VH