Bændablaðið - 07.07.2016, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Fréttir
Ferðaþjónustan og landbún-
aðurinn hafa tekið höndum saman
og sett af stað leik sem fagnar sum-
arilminum í sínum ólíku mynd-
um. Auglýst er eftir myndum sem
fanga sumarstemninguna og lýsa
samspili ferðaþjónustu og land-
búnaðar.
Myndir munu birtast á sumarilm-
ur.is og í hverri viku verður sú mynd
valin sem best þykir fanga anda sum-
arsins í sveitum landsins. Sá sem á
mynd vikunnar fær glæsileg verð-
laun. Á meðal vinninga eru gisting
og afþreying innanlands og alls kyns
upplifun tengd mat. Vinningshafar
verða kynntir á Rás 2 og þeir fengn-
ir til að segja frá sögunni á bak við
myndina.
Sumarilmur er samstarfsverkefni
samtaka ferðaþjónustunnar, samtaka
bænda og fyrirtækja í landbúnaði
2016. Í verkefninu er sjónum beint að
þeirri fjölbreytilegu grósku sem ein-
kennir landbúnað og ferðaþjónustu.
Ferðaþjónusta hefur á skömmum
tíma orðið einn mikilvægasti
atvinnuvegur þjóðarinnar. Vöxtur
hennar hefur skipt sköpum fyrir
bættan hag þjóðarbúsins og aukinn
kaupmátt almennings.
1,7 milljónir ferðamanna þurfa
mikið að borða
Um 1,7 milljónir ferðamanna
munu sækja Ísland heim í ár.
Gjaldeyristekjur vegna þeirra eru
áætlaðar allt að 1,5 milljarðar króna á
dag. Ekki er síður mikilvægt að tekjur
myndast víða um land þar sem aðrir
möguleikar eru takmarkaðir.
Í ár er neysla erlendra ferðamanna
á innlendri matvöru talin verða um
22 tonn á dag. Þessi viðbót stækkar
innlendan markað og eykur tekjur
af innlendum landbúnaði. Neysla
á innlendri matvöru, kjöti, fiski og
grænmeti er órjúfanlegur hluti af
upplifun ferðamanna og þeim gæðum
sem Ísland hefur fram að færa.
Landbúnaður skapar því hluta af því
virði sem ferðaþjónustan byggir á.
Bændur bjóða fjölbreytta
afþreyingu
Ferðaþjónusta bænda býður 180
gististaði, sveitahótel, bændagistingu
og bústaði víða um land sem gefa
ferðamönnum kost á nálægð við
búskap og húsdýr sem mörgum er
framandi en um leið mjög áhugaverð.
Bændur bjóða ferðafólki margs konar
afþreyingu sem hundruð þúsunda
nýta sér og má nefna hestaferðir
og aðgang að veiði auk sölu á
ýmiss konar heimagerðum varningi
og sveitakrásum. Bændur eru
vörslumenn landsins og sinna ræktun
og uppgræðslu. Það er öryggisatriði
fyrir ferðamenn, ekki síst á veturna,
að búseta sé um landið allt. Sú
mikla þjónusta sem bændur veita
ferðamönnum um sveitir landsins
byggir á þeirri kjölfestu sem liggur
í atvinnustarfsemi landbúnaðarins.
Nýjar forsendur eru að skapast
ótrúlega víða fyrir atvinnu í sveitum
landsins, nýsköpun og þróun í
vöru og þjónustuframboði svo og
eftirsóttri upplifun fyrir ferðafólk
jafnt sem landsmenn alla. Sjálfbærni,
staðbundin sérstaða og sterk tenging
við náttúru, heilsu og hollustu
eru mikilvægir áhersluþættir sem
ferðaþjónusta og landbúnaður hafa
sameiginlega hagsmuni af að rækta
og efla í gagnkvæmu samstarfi,
segir í tilkynningu frá aðstandendum
Sumarilms.
Borið hefur á dýralyfjaskorti í landinu:
Skortur á sýklalyfjum
og bóluefni fyrir sauðfé
Í júnímánuði síðastliðnum var
birt skýrsla sem fjallaði um stöðu
nautakjötsframleiðslu á Íslandi
og framtíðarmöguleika henn-
ar. Í kaflanum um leiðir til að
auka framleiðslu ungnautakjöts
við núverandi aðstæður er lögð
áhersla á að bæta framlegð af
ungnautakjötsframleiðslu – en
þar er talið vera mikið svigrúm.
Höfundur skýrslunnar er
Þóroddur Sveinsson, lektor í auð-
lindadeild Landbúnaðarháskóla
Íslands (LbhÍ), en hún er unnin fyrir
atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið
samkvæmt samningi við LbhÍ og
með tilliti til nýsamþykktra laga-
breytinga og reglugerðarsetningar
vegna innflutnings á erfðaefni
holdanauta.
Í lokaorðum skýrslunnar er
þess getið að ný lög sem heimila
innflutning á erfðaefni holdanauta
muni ekki setja mark sitt á nauta-
kjötsframleiðsluna fyrr en eftir um
sex til átta ár. Í skýrslunni sé hins
vegar lögð áhersla á lýsingu á núver-
andi stöðu og þeim möguleikum sem
séu fyrir hendi.
Meiri arðsemi með bættum
eldisaðferðum
Í ágripi kemur fram að niðurstaða
skýrslunnar sé að bændur í eða
utan við mjólkurframleiðslu geti
náð mun meiri arðsemi í ungnauta-
kjötsframleiðslunni með bættum
eldisaðferðum. Grunnurinn að því
sé eftirfarandi:
• „Markviss nákvæmnisfóðrun út
eldistímann sem byggir á ódýrum
hágæða heyjum og kjarnfóðri
sem passar við þarfir gripanna. Á
þessu er mikill skortur hjá mörg-
um bændum.
• Góðum aðbúnaði sem fylgir að
lágmarki núverandi reglugerð um
velferð nautgripa (Nr. 1065/2014)
og góðu eftirliti með ástandi og
heilbrigði þeirra. Þetta er þáttur
sem enn má bæta verulega hjá
mörgum bændum.
• Aukin alhliða fagmennska í kjöt-
eldi, við fóðuröflun og í rekstri.
• Auka fallþunga ungnauta úr 230
kg (núverandi meðalþungi) í 300
kg að því gefnu að fylgt sé ofan-
greindum ráð-leggingum.
Menntun nauðsynleg
Nauðsynlegt er að bændur fái leið-
sögn og kennslu í öllum þessum
þáttum í þeim tilgangi að bæta
framlegð nautakjötsframleiðslunnar
á Íslandi og til að geta mætt betur
aukinni samkeppni að utan. Nú er
nýlokið stórri eldistilraun hjá LbhÍ
sem hafði það markmið að mæla
fóðurþörf og vaxtarhraðagetu (kg/
dag) íslenskra nauta. Þessi tilraun,
ásamt eldri tilraunum LbhÍ, leggur
grunninn að ítarlegum leiðarvísi
og nýju kennsluefni í kjöteldi fyrir
íslenska bændur,“ segir í ágripi
skýrslunnar.
Skýrslan er aðgengileg á vef
Landbúnaðarháskóla Íslands: http://
www.lbhi.is/allar-frettir. /smh
Ný skýrsla um stöðu nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi og framtíðarmöguleika:
Auka þarf arðsemi með bætt um
eldis aðferðum og auknum fallþunga
Samstarfsverkefni ferðaþjónustu og landbúnaðar:
Sumarilmur
Skortur á tilteknum dýralyfj-
um hefur verið í landinu að
undanförnu. Í tilkynningu frá
Matvælastofnun segir að ástandið
hafi sérstaklega verið slæmt varð-
andi sýklalyf, en einnig hefur skort
bóluefnið Tribovax, en það er
sauðfjárbóluefni.
Að sögn Kristínar Silju
Guðlaugsdóttur, fagsviðsstjóra á
sviði dýraheilbrigðis- og velferðar
hjá Matvælastofnun, er þetta bólu-
efni fjölþætt sem fullorðnar ær eru
bólusettar með fyrir sauðburð til að
verja lömbin fyrir lambablóðsótt.
Bóluefnið virki einnig sem vörn
gegn garnapest, bráðapest og stíf-
krampa. Því kom skorturinn sér illa
í sauðburðinum í vor.
Kristín segir að henni sé ekki
kunnugt um að skorturinn hafi
valdið bændum búsifjum og bendir
á að í mörgum tilfellum hafi verið
hægt að nota önnur lyf í staðinn fyrir
þau sem skort hefur. „Þetta er ekki
eina bóluefnið sem til er á Íslandi
gegn þessum sjúkdómum. Má nefna
að bóluefni gegn lambablóðsótt,
garnapest og bráðapest er framleitt
á Keldum,“ segir hún og vísar að
öðru leyti á Lyfjastofnun varðandi
birgðastöðu lyfjanna.
Jóhann M. Lenharðsson,
sviðstjóri skráningarsviðs Lyfja-
stofnunar, segir að það sé rétt að
taka fram að Lyfjastofnun skráir
ekki dýralyf að eigin frumkvæði.
„Umsóknir um markaðsleyfi
verða að koma frá viðkomandi
lyfjafyrirtæki. Lyfjastofnun beitir
sér hins vegar fyrir því að fyrirtækin
sæki um íslenskt markaðsleyfi fyrir
þau dýralyf sem þörf er fyrir hér
á landi. Það hefur gengið eftir í
mörgum tilvikum en leysir ekki úr
öllum skorti sem upp kemur.
Mikilvægt að upplýsa um
skortinn
Lyfjastofnun leggur mikla áherslu
á að markaðsleyfishafar og
umboðsmenn upplýsi viðskiptavini
sína um skort og skýringar á skorti.
Biðlistar á vefsíðum lyfjaheildsala
eru uppfærðir daglega og þar eru
upplýsingar um hvenær lyf er
væntanlegt, ef slíkar upplýsingar
liggja fyrir.
Almennt má segja að skortur
á ýmsum skráðum sýklalyfjum
nú stafi af vandamálum sem
komu upp í verksmiðju þar sem
virk innihaldsefni eru framleidd.
Þetta hafði þær afleiðingar að
skortur á lyfinu sjálfu kom upp
í mörgum löndum. Misjafnt er
milli landa til hvaða ráðstafana
þurfti að grípa. Lyfjastofnun, rétt
eins og systurstofnanir á hinum
Norðurlöndunum til dæmis, hefur
veitt undanþágur til sölu sumra
lyfja, að fenginni staðfestingu á
gæðum þeirra. Það hefur leyst
hluta vandans. Um dýralyf rétt
eins og mannalyf gildir að þegar
skráð lyf fást ekki kemur til kasta
svokallaðs undanþágulyfjakerfis.
Það hefur verið virkjað til að
mæta skorti á sumum skráðum
sýklalyfjum á þessu ári, t.d.
Engemycin og Penovet. Í öðrum
tilvikum virðist sem skortur á
tilteknu bóluefni handa sauðfé
hafi verið svo víðtækur að ekki
hafi tekist að leysa hann með
undanþágukerfinu. Samkvæmt
upplýsingum Lyfjastofnunar hafa
ýmis önnur lönd í Evrópu glímt við
svipaða stöðu,“ segir Jóhann. /smh
Sveitamarkaður og gleði
Laugardaginn 16. júlí verð-
ur Kjósin opnuð fyrir gestum
og gangandi undir kjörorðinu
„Kátt í Kjós“. Er þetta í tíunda
sinn sem efnt er til opins dags í
sveitarfélaginu. Kátt í Kjós hefur
tekist með miklum ágætum og
fleiri þúsund manns hafa sótt
Kjósina heim á þessum árum.
Kátt í Kjós er dagur þar sem
íbúar, fyrirtæki og félagasamtök
í Kjósinni taka höndum saman
og bjóða öllum sem vettlingi geta
valdið í heimsókn til að fá að sjá og
upplifa allt það sem svæðið hefur
upp á að bjóða.
Í ár verður hinn vinsæli sveita-
markaður utandyra við Félagsgarð
og þar verður til boða vörur úr
sveitinni, matvara og handverk.
Inni í Félagsgarði verður aftur á
móti kaffihúsastemning að hætti
kvenfélagsins og þar geta gestir
setið í rólegheitum, notið veiting-
anna og spjallað. Úti á velli verður
ýmislegt skemmtilegt fyrir börnin.
Fjölmargir áhugaverðir staðir
verða opnir og bjóða gesti vel-
komna. Allar frekari upplýsingar
um viðburði Kátt í Kjós má finna
á vefsíðunni www.kjos.is
Kjötvinnsla í Langholtskoti. Mynd / smh
„Sumarilm“. Frá vinstri: Steinþór Skúlason frá SS, Grímur Sæmundsen
og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Sævar Skafta-
son frá Ferðaþjónustu bænda.