Bændablaðið - 07.07.2016, Page 10

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Fréttir Ráðunautaheimsóknir í íslenska kornakra: Illgresi, blaðsveppur og áburðarskortur – eru meðal mikilvægra viðfangsefna kornræktenda Dagana 20.–23. júní síðastliðinn var hér á landi Benny Jensen, danskur ráðunautur í kartöflu- og kornrækt. Hann hefur um árabil skoðað garða hjá kartöflubændum hér á landi, metið stöðuna og ráðlagt um aðgerðir og úrbætur. Að sögn Eiríks Loftssonar, ábyrgðarmanns í jarðrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, var að þessu sinni ákveðið að fá Benny einnig til að skoða kornakra á völdum stöðum en ekki er hefð fyrir því hér á landi að skoða þá með skipulegum hætti á þessum tíma sumars. Hann segir kornið hafa víðast hvar farið vel af stað í vor og ef skilyrði til sprettu verða hagstæð áfram og ekki koma áföll – eins og ótímabær næturfrost eða stórviðri – séu líkur á ágætri uppskeru. Magn illgresis metið og hættan á blaðsveppi „Ástæða er til að ætla að fljótlega eftir að spretta hefst í ökrunum þurfi að meta magn illgresis og hættu á blaðsveppi og gera viðeigandi ráð- stafanir þar sem það á við. Eins getur sums staðar þurft að bregðast við árferði og tíðarfari með því að auka áburðargjöf. Staðirnir sem farið var á voru valdir þannig að þeir féllu vel að ferðaskipulaginu til kartöflu- bændanna og tíminn nýttist sem best. Farið var að Þverá í Eyjafjarðarsveit, í Belgsholt og á Mela í Melasveit, í Birtingaholt og á Stóra-Ármót í Árnessýslu og í Gunnarsholt á Rangárvöllum. Bændum og áhuga- fólki um kornrækt bauðst einnig að koma á flesta þessa staði til að skoða akrana,“ segir Eiríkur. Ekki byrja jarðvinnslu fyrr en jarðvegur er þurr „Það sást í þessum heimsóknum að mikilvægt er að byrja jarðvinnslu á vorin ekki fyrr en jarðvegur hefur þornað nægilega en einnig að völtun sé góð ef jarðvegurinn er orðinn of þurr. Jafnframt er mikilvægt að taka jarðvegssýni úr landi þar sem korn er ræktað eða ræktun þess er fyrirhuguð, meðal annars vegna þess að bygg er viðkvæmt fyrir lágu sýrustigi,“ segir Eiríkur. Hann segir illgresi vera víðast hvar í kornökrum og geti orðið vandamál. Magn þess vex hratt á milli ára ef það fær að bera fræ. „Mikilvægt er að hindra að það gerist, því arfafræ til dæmis lifir í jarðvegi í mörg ár. Til að sporna við fjölgun þess þarf að nota varnarefni gegn því eða hafa korn í stykkinu ekki nema eitt til þrjú ár í senn.“ Sveppurinn hverfur úr landi sem hefur verið lokað í túni „Augnblettur er sveppur sem leggst á blöð plöntunnar og lifir í hálminum milli ára. Hann er að finna í langflestum ökrum, ekki þó þeim sem eru á landi sem er á fyrsta ári í ræktun. Hægt er að halda honum í skefjum með varnarefnum en hann hverfur úr landinu þegar því er lokað í túni í fáein ár og leifar hálmsins brotna niður. Eiríkur segir að það sé eitt til viðbótar sem kornræktendur þurfi að vera vakandi fyrir, en það er áburðarskortur. „Hann getur gert vart við sig í korni af ólíkum ástæðum. Í þeim ökrum sem heimsóttir voru mátti finna einkenni skorts á köfnunarefni, fosfór, kalsíum og mangans. Það er alltaf mikilvægt að áburður sé felldur niður við sáningu á korni. Ef ekki er á sáðvélinni sérstakt hólf fyrir áburð ætti að blanda áburði saman við fræið og fella hann þannig niður með fræinu. Í þurrkatíð getur farið að bera á áburðarskorti, það dregur úr sprettu og plönturnar verða ljósar að lit. Úðun með blaðáburði getur verið lausn við því og viðhaldið eðlilegum vexti plantna. Þegar spretta er hröð geta komið fram merki um manganskort þó svo að nægjanlegan mangan sé að finna í jarðvegi. Hættan á þessu er helst í frekar sendnum jarðvegi og þurrki. Mangan er mikilvægt við ljóstillífun plantna.“ /smh Bændur og ráðunautar í akri í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Ib Göttler, deildarstjóri landbúnaðar hjá Kemi, Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, Benny Jensen, danskur ráðunautur og Helgi Jóhannesson garðyrkjuráðunautur. Augnblettur á byggi. Akur með illgresi, bitinn af álft. SAH Afurðir á Blönduósi stefnir að því að setja upp búnað við slát- urhús sitt á Blönduósi, brennslu- ofn sem komið verður fyrir í gámi og er ætlaður til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum. Búnaðurinn verður eingöngu not- aður til brennslu sláturúrgangs sem til fellur hjá fyrirtækinu, allt að 250 tonnum á ári. Drög að breyttum starfsleyfis- skilyrðum fyrir sláturhús SAH á Blönduósi vegna starfrækslu brennsluofnsins liggja frammi á skrifstofu Blönduósbæjar og á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Þeir sem telja sig málið varða geta sent inn athugasemdir til heil- brigðiseftirlitsins og þurfa þær að berast fyrir 20. júlí næstkomandi. Skipulagsstofnun hefur þegar gefið samþykki sitt fyrir uppsetningu á búnaðinum. Fram kemur í greinargerð Skipulagsstofnunar að búnaðurinn verður á skipulögðu iðnaðarsvæði og krefst uppsetning hans ekki sér- stakra framkvæmda. Auðvelt er að setja búnað af þessu tagi á lóð fyr- irtækja, við sveitabæi eða á öðrum þeim stöðum þar sem úrgangur fellur til. Þannig er hægt að brenna úrgang sem til fellur á staðnum og lágmarka þannig flutninga og þörf fyrir stórar brennslustöðvar eða urðunarstaði. Lítil sem engin mengun né ónæði Telur stofnunin að mengun frá útblæstri frá ofninum verði lítil sem og ónæði af völdum hans. Veldur þar mestu að umfang afurða til brennslu er fremur lítið, eða undir 250 tonnum á ári, og er eingöngu bundið við þann úrgang sem fellur til hjá sláturhúsi SAH Afurða ehf. Þá telur stofnunin að fyrirhuguð uppsetning á ofninum sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Áætlað magn í brennslu á sólarhring muni aldrei verða meira en sem nemi 6 tonnum þegar mest lætur. Í stöðinni verði einungis brenndur sláturúr- gangur sem til fellur hjá fyrirtækinu, ekki verður tekið á móti úrgangi frá öðrum. Búnaðurinn brennir áhættu- vefi við háan hita og í samræmi við kröfur sem gerðar eru í Evrópu. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að mengun frá útblæstri frá brennsluofninum verði lítil sem engin og ónæði af völdum hans sömuleiðis. Þar valdi mesu að umfang afurða sem fara til brennslu er lítið. Hyggist fyrirtækið brenna meira magni eða öðrum úrgangi ber því að tilkynna það til stofnunarinnar. /MÞÞ SAH Afurðir vilja brenna eigin sláturúrgang: Lágmarkar þörf fyrir flutninga og stórar brennslustöðvar Samstarfshópur um málefni Mývatns hefur skilað skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra. Í skýrslunni segir að æskilegt sé að takmarka innstreymi næring- arefna í vatnið. Tilgangur samantektarinnar var að aðstoða stjórnvöld við ákvarðana- töku varðandi mögulegar aðgerðir sem geta komið að gagni til að draga úr álagi af mannavöldum á lífríki vatnsins. Samstarfshópurinn setti fram ábendingar sem stjórnvöld geta haft til hliðsjónar varðandi næstu skref. Í skýrslunni segir að undanfarin tvö ár hafi verið miklir blómar af blá- bakteríum í Mývatni, sem hafa varað óvenju lengi og hafa neikvæð áhrif á marga þætti í lífríki vatnsins og Laxár. Slæmt ástand vatnsins hefur vakið spurningar um hvort mannlegir þættir, svo sem innstreymi fráveitu- vatns, eigi þar hlut að máli og hvort hægt sé að bæta þar úr. Vísindamenn telja að neikvæðar breytingar í lífríki Mývatns bendi til næringarefnaauðgunar. Nauðsynlegt sé að draga úr losun næringarefna á borð við fosfór og nitur í vatnið. Bent er á að þegar séu kröfur um slíkt á grundvelli laga um vernd Mývatns og Laxár. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur brugðist við þeim kröfum með því að fá tillögu um hreinsun skólps frá þéttbýlinu í Reykjahlíð, en hefur bent á að slíkar lausnir séu dýrar og að erfitt sé fyrir lítið sveitarfélag að standa undir ströngum kröfum um hreinsun fráveituvatns. /VH Efnagreining ehf. á Hvanneyri er að hefja sína aðra heysýnatörn. Elísabet Axelsdóttir segir að ekki sé annað hægt annað en að gleðjast yfir hve vel bændur tóku þjónust- unni frá fyrstu stund. Alls bárust 1.118 heysýni á síðasta ári sem var umfram björtustu vonir. Fjármögnun fyrirtækisins tók aftur á móti lengri tíma en búist var við og það setti undirbúning í nokkurt uppnám og minnkaði það svigrúm sem þurfti til þróunar og endurbóta mæliaðferða. Allt nýtt „Við hófum törnina í fyrra með allt, húsnæði, tæki, búnað og mannskap að nokkru leyti. Þetta krefst samstill- ingar ótal þátta og það mátti því teljast bjartsýni að ætla að mæla meltanleika, prótein og tréni með NIR-tækni með þann stutta þróunartíma sem við höfð- um til umráða frá því aðstaðan var tilbúin og þar til við þurftum að mæla fyrstu sýni,“ segir Elísabet. Fjölbreyttar efnagreiningar „Auk NIR-greininganna þurfti að koma upp fjölda aðferða til svonefndra votmælinga, upplausn sýna og hefð- bundnar greiningar. Við ákváðum að framkvæma mælingar bæði steinefna og snefilfrumefna með massagreini en það er nokkurt nýnæmi. Ögrunin felst í því að mæla með sama tækinu og í sömu mælitörn annars vegar steinefni, sem mælast í prósentum, og hins vegar snefilefni á borð við selen, mólýbden og kóbolt þar sem innihaldið er langt undir milljónasta hluta, meira en hund- rað þúsund sinnum lægra. Við erum með fullkomið mælitæki og þetta gekk bara vel. Á miðju tímabilinu gátum við bætt ómeltanlegu tréni (iNDF) við NIR-mælingarnar og klóríði við vot- mælingarnar, hvort tveggja þættir sem nauðsynlegir eru fyrir NorFor-kerfið. Við erum enn ekki komin með aðferðir til að greina gerjunarþætti (aðra en ammóníum) en stefnum á að geta mælt lífrænu sýrurnar sem fyrst.“ Móttaka heysýna hefst í júlí Í sumar hefst móttaka Efnagreiningar ehf. á heysýnum í júlí. Til að sýni kom- ist með í fyrstu mælitörn þurfa þau að berast fyrir 15. júlí. Niðurstöður munu berast til bænda fyrir 30. júlí. Móttaka næstu heysýna er 18. ágúst og þeir sem senda sýni fyrir þann dag mega búast við niðurstöðum fyrir lok ágúst. Verð greiningarpakkanna er það sama og á síðasta ári fyrir utan vísitöluleið- réttingu. /VH Efnagreining ehf. – Hvanneyri: Móttaka heysýna hafin Elísabet Axelsdóttir við rannsóknarstörf. Innstreymi næringarefna í Mývatn er líklegasta ástæða bakteríublóma í vatninu. MYND / HHr Skýrsla um Mývatn: Takmarka þarf innstreymi næringarefna

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.