Bændablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 13
13Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
Álfadísar sýnd í kybótasýningu á
mótinu, þau Álfarinn, Álfastjarna,
Álfgrímur og Huldumær.
Ölnir frá Akranesi hlaut hæstu
einkunn mótsins
Hæstu aðaleinkunn mótsins hlaut
Ölnir frá Akranesi, en hann var
sýndur í elsta flokki stóðhesta. Ölnir
hlaut 8,82 í aðaleinkunn, 8,43 fyrir
sköpulag og 9,09 fyrir kosti sem var
hæsta hæfileikaeinkunn á mótinu.
Þota frá Prestsbæ var hæst dæmda
hryssa mótsins, en hún hlaut 8,81
í aðaleinkunn, 8,61 fyrir sköpulag
og 8,94 fyrir kosti og stóð efst í
elsta flokki hryssna. Í flokki 6 vetra
stóðhesta stóð Organisti frá Horni
I hæstur með 8,72 í aðaleinkunn,
8,39 fyrir sköpulag og 8,94 fyrir
kosti. Jörð frá Koltursey var hæst
dæmda 6 vetra hryssan með 8,67
í aðaleinkunn, 8,51 fyrir sköpulag
og 8,78 fyrir kosti. Forkur frá
Breiðabólsstað stóð efstur 5 vetra
stóðhesta með 8,67 í aðaleinkunn,
8,46 fyrir sköpulag og 8,80 fyrir
kosti. Í 5 vetra flokki hryssna var
Viðja frá Hvolsvelli efst með 8,45
í aðaleinkunn, 8,29 fyrir sköpulag
og 8,56 fyrir kosti. Sirkus frá
Garðshorni á Þelamörk var hæst
dæmdur 4 vetra stóðhesta með 8,49 í
aðaleinkunn, 8,17 fyrir sköpulag og
8,71 fyrir kosti. Stefna frá Torfunesi
var hæst 4 vetra hryssna en hún
hlaut 8,37 í aðaleinkunn, 8,33 fyrir
sköpulag og 8,40 fyrir kosti.
Einkunnin 10 var kveðin upp
sex sinnum á mótinu. Ljósvaki
frá Valstrýtu hlaut 10 fyrir tölt og
stökk. Nútíð frá Leysingjarstöðum
II hlaut 10 fyrir hægt stökk. Eðall
frá Torfunesi, Roði frá Lyngholti
og Fröken frá Bessastöðum hlutu
öll fullt hús fyrir skeið.
Sjö hlutu afkvæmaverðlaun
Sjö stóðhestar hlutu afkvæma-
verðlaun á mótinu. Þeir Kjerúlf frá
Kollaleiru, Seiður frá Flugumýri
II, Grunur frá Oddhóli, Álffinnur
frá Syðri-Gegnishólum og Spuni
frá Vesturkoti hlutu 1. verðlaun
fyrir afkvæmi en sá síðastnefndi
stóð þar í efsta sæti. Gaumur frá
Auðsholtshjáleigu og Arður frá
Brautarholti hlutu síðan heiðursverð-
laun fyrir afkvæmi en það kom í hlut
Arðs að fá Sleipnisbikarinn.
Áhorfendur fögnuðu gríðarlega þegar ljóst var að Hrannar frá Flugumýri II og Eyrún Ýr Pálsdóttur höfðu sigrað
Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum slóu heims- og Íslandsmet í