Bændablaðið - 07.07.2016, Page 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 760
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
Bordýpt 15 sm
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
Utanborðsmótorarnir frá Yamaha eru þekktir fyrir einstök
gæði og endingu. Þeir koma í mörgum útfærslum,
tvígengis og fjórgengis, allt frá 2,5 upp í 350 hestöfl.
Allir eru þeir hlaðnir bestu fáanlegu Yamaha tækni.
Yamaha á örugglega rétta mótorinn fyrir þig.
Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900
www.yamaha.is
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
Grizzly 700 EPS
Vinnujálkurinn frá Yamaha!
Þeir sem prófa, vilja ekkert annað.
Ný uppfærsla með dráttarspili, LED
ljósum, 26“ dekkjum. Aukin burðargeta
og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott
hjól enn betra.
Verð frá kr. 2.320.000,-
BJÓÐUM ALLA ALMENNA
VERKSTÆÐISÞJÓNUSTU!
Tímapantanir í síma 540 4900
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
www.volundarhus.is
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9m² -án gólfs
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m²
50% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
Samstillt átak Náttúruverndarsamtaka Austurlands – NAUST
Hvetja til þess að ónýtar
girðingar séu fjarlægðar
– Skapa hættu og eru lýti í landslaginu
„Líklega er ekki meira af ónýt-
um girðingum á Austurlandi en
annars staðar á landinu, en engu
að síður er alveg nóg af þeim,“
segir Erla Dóra Vogler, formað-
ur Náttúruverndarsamtaka
Austurlands – NAUST, en samtök-
in hafa fengið styrk frá umhverfis-
ráðuneytinu sem ætlaður er til að
standa straum af hvatningarátaki
í landshlutanum til að fjarlægja
ónýtar girðingar. Átakinu er ætlað
að beina sjónum að þeim hættum
sem stafa af ónýtum girðingum
sem og því lýti sem þær eru í lands-
laginu. „Markmið verkefnisins er
að standa sameiginlega að átaki á
Austurlandi og Suðausturlandi í
því skyni að fjarlægja þessar ónýtu
girðingar.“
Erla Dóra segir að fimm sveitar-
félög á Austurlandi hafi þegar
skráð sig til samstarfs við NAUST,
Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað,
Djúpivogur, Vopnafjörður og
Seyðisfjörður. Tvö sveitarfélög í
landshlutanum telja sig hafa lokið
þessu verkefni fyrir skemmstu og
eru af þeim sökum ekki með nú,
en það eru Fljótsdalshreppur og
Borgarfjarðarhreppur.
Ánægð með samstöðuna
„Staðan hér er þannig að sums
staðar eru girðingar sem rétt hanga
uppi og eða liggja niðri á milli mis-
heillegra staura, en annars staðar
er varla neitt sjáanlegt nema vírar
sem rétt standa upp úr gróðrinum
og menn taka ekki eftir fyrr en þegar
þeir reyna að átta sig á um hvað var
hnotið. Við erum mjög ánægð með
þá samstöðu sem sveitarfélögin hér
á Austurlandi sýna með þátttöku í
átakinu. Með svo samstilltu átaki er
líklegra að landeigendur finni fyrir
hvatningu til að vera með og gera
gangskör að því að fjarlægja ónýt-
ar girðingar í sínu landi, auk þess
að nýta þá aðstoð sem í boði er hjá
sveitarfélögunum,“ segir Erla Dóra.
„Þetta verkefni hefur talsverða
þýðingu, það er mikið lýti af ónýtum
og hálfföllnum girðingum í íslenskri
náttúru, auk þess sem girðingarnar
eru hættulegar hvort heldur sem er
mönnum, búfénaði eða hreindýrum,“
segir hún.
Aðstoð sem sveitarfélögin veita
Sveitarfélögunum sem þátt taka
er í sjálfsvald sett hvernig þau haga
átakinu á sínu svæði og verður fljót-
lega kynnt hve mikla aðstoð hvert
sveitarfélag býður upp á.
Erla Dóra nefnir sem dæmi
að Vopnafjarðarhreppur sé tilbú-
inn til að aðstoða við að fjarlægja
ónýtar girðingar hvort sem er með
vinnuframlagi vegna niðurrifs þeirra
og að fjarlægja staura og vír. Vinnan
verði framkvæmd í samráði við
Þjónustumiðstöð Vopnafjarðarhrepps
á tímabilinu frá vori og fram á haust.
Móttaka efnis sé á Búðaröxl, sorp-
urðunarstað Vopnfirðinga. Hún nefn-
ir einnig að Fjarðabyggð taki virkan
þátt í átakinu með því t.d. að bjóða
bændum upp á að koma á staðinn og
fjarlægja upprúllaðar netadræsur sem
og aðrar girðingar. Bæjarverkstjórar
hafi yfir að ráða pallbílum til að hirða
girðingarnar upp.
Árangurinn hreinna landslag
og öruggara
„Þetta er fyrst og fremst hvatn-
ingarátak á kynningarformi. Árangur
þessa verkefnis verður svo metinn í
hreinna, fallegra og öruggara lands-
lagi, bæði fyrir dýr og menn. Við
væntum þess svo að samstillt átak
heils landshluta auki vitundarvakn-
ingu í íslensku samfélagi um það
lýti sem rusl og ónýtir hlutir eins
og girðingar eru í náttúrunni. Það
má gjarnan dusta rykið af slagorðinu
„Hreint land, fagurt land“ sem notað
var fyrir nokkrum árum. Næsta vetur
förum við svo yfir málið og stefnum
á að veita viðurkenningar til þeirra
sem látið hafa til sín taka í þessum
efnum,“ segir Erla Dóra. /MÞÞ
Ónýtar girðingarnar eru hættulegar
hvort heldur sem er mönnum, búfén-
aði eða hreindýrum.
Ljósmynd / Skarphéðinn Þórisson